Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.09.1966, Blaðsíða 5
StJNNUDAGUR 4. septembe 1966 TÍMINN mám Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: pórarinn Þóíerinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. ,Erfiðasta vandamálið* Alþingi 1958 samþykkti ályktun þess efnis, að Seðla- bankinn skyldi kaupa framleiðsluvíxla af iðnaðinum með líkum hætti og lamdbúnaði og sjávarútvegi. Vinstri stjórn in hafði fullan hug á að framfylgja þes'sum vilja Alþimg is, en lét af völdum stuttu síðar- Síðan hefur ekkert verið gert til að framfylgja þessu máli. Þórarinn Þórarinsson hefur á sjö undanförnum þingum flutt tillögu um það, ásamt fleiri Framsóknarmönnum, að þessi ályktun væri látiin koma til framkvæmda. Málið hefur alltaf verið svæft, en sá árangur náðist þó á fyrra ári, að Seðla- bankinn setti reglugerð um slí'k víxlakaup af iðnaðinum. Sú reglugerð er hinsvegar svo þröng, að hún kemur iðn- aðinum að sáralitlum notum og hann heldur því áfram að vera sama olnbogabarn og áður í þessum efnum. í viðtali sem Mbl. birti í fyrradag við Gunnar J. Frið- riksson, formann Félags íslenzkra iðnrekenda, víkur hann allítarlega að þessu máli og segir m. a. eftir að hafa rætt um fjárfestingarlán iðnaðarins: „En jafnvel þótt fjárfestingarlán séu fyrir hendi, þá er érfiðasta vandamálið oft óleyst, en það er skortur á rekstursfé til þess að halda fyrirtækjunum gangandi eftir að hin tæknilega hlið er komin í lag. Rekstursfjárskort- ur iðnfyrirtækjanna er mál, sem ég tel að hægt væri að leysa að nokkru leyti með endurkaupum á framleiðslu víxlum iðnaðarins, en núverandi reglugerð um það efni er svo ströng, að hún kemur ekki að fullum notum. Við sitjum raunverulega við sama borð og verzlunin hyað reksturfé snertir, en þörf iðnaðarins er allt annars eðlis en verzlunarininar. Það þarf að hafa fjármagn til þess að gera stór og hagkvæm innkaup á hráefni, og það hefur sýnt sig, að íslenzk iðnfyrirtæki þurfa að liggja með meiri hráefnabirgðir en almennt tíðkast erlendis, vegna óstöðugra samgangna. Það er ótrúlegt en satt, að samgöngur milli íslands og annarra landa eru nú ótrygg ari heldur en var fyrir stríð. Það er ekki hægt að treysta á reglulegar afskipanir eins og þá var. Einu skipin sem hægt er að treysta á eru þau sem sigla á Kaupmannahöfn. Þá er eiinnig oft, hagkvæmni vegna, æskilegt að taka til framleiðslu mikið magn í einu. Vegna árstíðabund- innar sölu, sem oft er um að ræða, þurfa iðnfyrirtækin oft að liggja með taísverðar birgðir af tilbúnum vörum- Allt þetta eru atriði, sem verzlunin þarf ekki að taka til- lit til. Mér sýnist, að endurkaup á framleiðsluvíxlum iðn- aðarins séu helzta leiðin fyrir iðinaðinn til þess að fá það rekstursfé, sem hann þarf umfram verzlunina“. í sjö ár eru Framsóknarmenn búnir að berjast fyrir því á Alþingi, að þetta eitt allra erfiðasta vandamál iðn- aðarins verði leyst. Þessari baráttu verður haldið áfram, unz sigur vinmst. Þessi barátta sker m. a. úr um það, hvaða flokki iðnaðurinn getur bezt treyst. Góð heimsókn Ástæða er til að vænta góðs af heimsókn vestur-þýzka landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherrans. Ráðherr- ann kynnti sér íslenzk mál af áhuga og lét í ljós góðan skilning á þeim- Af ummælum hans virðist bæði mega vænta, að Þjóðverjar muni beita sér fyrir frjálslyndari afstöðu Efnahagsbandalagsins til fisksölumála íslend- Inga, og að Loftleiðir og Flugfélag fslands fái lendingar- leyfi í Frankfurt, sem þeim hefur hingað til verið neitað um. Hefur sú neitun ekki þótt í anda vestrænnar sam- vinnu og er fagnaðarefni, ef frá henni verður horfið. Emmet Jdhn Hughés: Hægri menn í U.S.A. vonglaðir en hægri stefna þó á undanhaldi HÆGRIMENN í Bandaríkj- unum gerast vonglaðir á ný. Að þeirra áliti er bandaríska þjóðin að ranka við sér, hafna gamaldags frjálslyndi og að- hyllast nýtt hægri-raunsæi. Meginástæður þessarrar hugar farsbreytingar eiga að vera öngþveiti stórborganna, ógnir verðbólguaflanna, sjálfheldan í suð-austur Asíu, tútnun sam- ríkisvaldsins og aukin byrði ótal skatta. Þetta er talið koma hvað skýrast fram í háværum kröfum um kyrrlátara og ör- uggara borgarlíf, gremju yfir aukinni kynþáttabaráttu og, og verulega auknu veldi Re- publikanaflokksins allt frá Kaliforníu til Georgíu. Þessi kennisetning er í sjálfu sér álitleg. Samt sem áður er hún að líkindum allfráleit. Hægrimenn ætti því að at- huga betur ýmislegt, sem í gagnstæða átt bendir um hug arfar bandarísks almennings á þessum áratug aldarinnar, áð ur en þeir hrósa um of happi yfir eigin endurreisn. ’ Andmælaandinn. Þau tvö atriði, sem þjóðina greinir hvað mest á um, eða stríðið í Vietnam og þegnrétt indahreyfingin, hafa vakið ákafari og almennari andmæli en dæmi eru til í sögu Banda ríkjanna. Ríkisstjórn hefur aldrei sætt jafnmikilli and- stöðu á ófriðartímum, jafnt í öldungadeild þingsins sem á fundum í háskólunum. Minni- hluti, sem telur 21 milljón manna, hefur heldur aldrei áð ur boðið öllum hleypidóm- um og mörgum forsendum þjóð félagsins jafn ákaft og kröft- uglega byrginn. Bæði þessi mál hafa vakið nýstárlega, herskáa ákefð við háskóla, sem áður endurómuðu hávaða ungra krossfara Barry Goldwat- ers. Svo virðist, sem boðskap ur bandarískrar hægristefnu eigi engu öruggari gestrisni að mæta við Harward en í Harlem. Vandræði borgarinnar. Allir borgarar, jafnt til hægri og vinstri, klifa á hin um fjölmörgu ógnum borgar lífsins, hnignandi skólum vax andi glæpum og ofbeldi, óþrifa- legum fátækrahverfum og fjárþrota stjórnum, teppt- um samgöngum og spilltu and- rúmslofti. Enginn getur þó með neinni skynsemi tekið þetta böl borganna sem heim spekilega sönnun fyrir ágæt.i hægristefnu eða öruggan vott um aukið fylgi henni til handa. Þessu er í raun og veru þver öfugt farið. Öllum stórborg- um er sameiginlegt, að fjá; ráð þeirra eru svo lítil, vanda málin svo víðtæk og lausn þeirra svo kostnaðarsöm, að sífellt verður að knýja á um aukna að stoð frá Washing- ton, jafnt til skólabóka sem vega, ódýrra íbúða eða Jögreglu þjóna. Þegnhollusta athafnalífsins. Veruleg og söguleg breyting hefur orði á viðhorfi samtaka innan athafnalífsins, bæði Robert Kennedy til samríkisstjórnarinnar og demókrataflokksins. Þessir fornu fjendur eru orðnir raunverulegir samherjar og hagur beggja af samstarf- inu reyndist mjög mikill. Bandarískt athafnalíf hefur reynzt arðgæfara undir stjórn Demókrataflokksins en sögur, fara áður af. Risafyrirtæki í flugvélasmíði hafa vqgna fjár- Veitinga til várriámala ^étSð, skilað allt að, 20% arði af höfuðstóli sínum. Áætlunin um „hið mikla þjóðfélag" gefur fyr irheit um auðgun á fjölmörg- um sviðum athafnalífsins og samríkið tekur á sínar herð ar kostnaðinn við 70% af allri rannsóknastarfsemi. Iðjuhöld- ar og athafnanienn sýndu mat sitt áþreifanlega í fjár- framlögum til baráttunnar í forsetakosningunum 1964. Þá hlaut Demókrataflokkurinn 2,5 sinnum fleiri framlög að upphæð 500 dollarar eða meira en Republikanaflokkurinn. Stjórnmálaástandið. Forustu þeirra Johnsons og Humphreys meðal þjóðarinn- ar hefur ekki staðið ógn af neinum öðrum en Robert Kennedy öldungadeildarþing manni. Allir eru sammála um stjórnmálakænsku hans og hann hefur sýnt eftirtektar- verða dómgreind. Hann forsmá ir alla hægri gagnrýni á „hið mikla þjóðfélag“ og gerir árás- ir frá vinstri í öllum veigamikl um ' atriðum, allt frá stríðinu i Vietnam til fátæktarinnar. Hægrimenn eru mjög vonglað ir í stjórnmálabaráttunni í fylkjunum, en horfurnar virð ast tvísýnar í mikilvægustu orr ustunum í New York og Kali forniu. í vestri afneitar Ron- lad Reagan allri aðstoð Barrys Goldwaters og stritast við að muna að endurtaka ekki fyrri afturhaldsummæli sín. f austrj berst Nelson Rockefeller und- ir fána ótvíræðs frjálslyndis gegn demókratanum Frank 0‘ Conner, sem hamast í óðaönn við að afmá fortíð sína með útskýringum, en hún bar ekki vott um neitt sérstakt frjáls- lyndi. 5. Viðhorf umlieimsins. Hugsjónirnar frá árunum 19'50 — 1960 hafa að mestu gengið sér til húðar, jafnt í Bandaríkjunum sem umheim- inum. Andkommúnistakross- ferð John Foster Dulles er þeg ar orðin einna líkust fjarstæðu frá miðöldum. Eftir öllum um merkjum að dæma virðast þegn ar Bandaríkjanna ekki einung is óska eftir bættri sambúð við Sovétrikin, heldur vera einnig. reiðubúnir að láta sér um munn fara, að Rauða-Kína heyri til Sameinuðu þjóðunum en þá hugsun kom ekki til mála að hafa yfir upphátt hér fyrr meir. Hneigð landanna. ' Sannað er alveg ótvírætt, að dómsvald Bandaríkjanna hefur hneigzt æ meira til frjáls lyndis í hugsun. Sú var tíð, að hægriöflin trúðu á dómstól- ana sem traustustu varnar- virkin gegn öllum skaðleg- um innrásum forseta og lög gjafarvalds. Nú eru þessir sömu dómstólar ;ílt að því óskamm- feilnir í boðum og vernd þegn réttinda og þegnfrelsis. Andi kristinnar kirkju. Kristin kirkja, — jafnt ka- þólska kirkjan sem kirkja mót mælenda, er orðin til muna virkari en nokkru sinni fýrr í sögu Bandaríkjanna, og hneig- ist sigur en svo til afturhalds- Nelson Rockefeller Sumir kirkjuleiðtogar hafa verið meðal hinna skorinorð- ustu í gagnrýni sinni á stefn una í Vietnam stríðinu. Kirkju höfðingjar, prestar og nunn- ur, hafa talið siðferðilega skyldu sína að taka þátt í kröfugöngum negra. Rödd ný vakinnar samvizku hefur óm- að frá predikunarstólum allra kirkjudeílda, Hollusta yðar við Krist verður fremur metin eft ir hjálpsemi yðar við fátæka en lotningu yðar gagnvart prestinum. Allt virðist þetta augljós og talandi tákn tímanna. Og erf itt virðist að kyrja þessi tákn sem sigursöng hægriaflanna í Bandaríkjunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.