Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1975, Blaðsíða 8
8 r r ► FÓLKSBÍLADEKK - VÓRUBÍLADEKK - TRAKTORSDEKK Fyrirliggjandi flestar stæröir af japönskum TOYO hjólböröum. Einnig mikiö úrval af hinum vinsælu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæöu veröi. Sendum i póstkröfu. HJÓLBARÐASALAN BORGARTÚNI 24 Sími 14925. FATASKÁPAR Hafið þér kynnt yður fataskápana frá Stíl — Húsgögnum? Ef svo er ekki en yður vantar rúmgóðan fataskáp, þá höf- um við skápinn sem passar, þeir passa hvar sem er og eru fyrir hvern sem^r. Léttir í flutningl og auðveldir í uppsetningu Sendum um allt land. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Stíl — Húsgögn Auðbrekku 63, Kópavogi. Simi 44600. Jenný Skólavorðustig 13a Simi 19746 - Pósthólf 58 Reyhjavik yinmyHdúSUh’íz- LAUGAVEGÍ 55 Lager- og skrifstofuhúsnœði til leigu að Armúla 21, Vatnsvirkinn hf. Sími 15223. cTVIenningarmál Vfsir. Mánudagur 11. ágúst 1975 Sitt af hverju tagi Helgi á Loftinu hefur haft hægt um sig það sem af er þessu sumri, en nú hefur hann sett upp sölusýningu á verkum nokkurra lista- manna, — til að láta ekki sýningar sinar slitna of mikið i sundur að eigin sögn. Tylft listamanna á þarna verk, bæði gömul og ný og sum þeirra eru grandskoðunar virði. Flestar myndirnar á Gunnar örn, 5 portrettmyndir, amk. tvær þeirra i háum gæðaflokki. Gunnar ræðst að andlitinu á keimlfkan hátt og Francis Bacon, en samt ekki með eins miklu offorsi og strýkur andlits- dráttum upp eða út á hlið i stað þess að afskræma það að fullu. Þetta virðist vera happa og glappaaðferð, stundum er ekki eftir nema draugur andlitsins, en þegar honum tekst best upp nær hann að gæða andlit sin mögnuðum nöturleika. Næstflestar myndir hér á svo Bragi Asgeirsson og er sú elsta þeirra konunekt frá 1953, ekki reglulega sannfærandi verk i stffni sinni og er litum hennar dreift um of. Þrjár snærismynd- ir eftir hann frá 1967 eru hér einnig og er augljóst að þar hef- ur Bragi farið alveg niður i botn á kofforti sinu i myndaleit, þvi þær eru afbrigðum slæmar I sætbeiskum litum sínum og átakaleysi. Gamalt og nýtt frá Gisla Sigurðssyni er hér einnig. Eldri myndir hans, frá 1965 & 66 eru þykkt málaðar landslags- stemmningar, kraftmiklar og sannfærandi, en nýrri mynd hans „Dularfulla konan” frá 1973 er aftur á móti flausturs- legt og klaufalegt verk. Kári Eiriksson á hér tvær af hinum sleiktu og rennilegu landslags- myndum sinum, vel gerðum en skilja litið eftir á sjónhimnunni. Umsjón: Aðalsteinn Ingólfsson Hafsteinn Austmann á sömu- leiðis vel gerð en dekoratif verk hér og Valgerður Hafstað á hangandi fingerða en tæpast átakamikla mynd frá 1957, en Ingólfur Arnarson sýnir hér hversu natinn og sensitifur vatnslitamaður hann er f tveim- ur landslagsmyndum. Litaskyn Karls Kvaran virðist I besta lagi i málverki frá 1968, en innblásturinn kemur frá Þor- valdi Skúlasyni, eins og hjá svo mörgum öðrum islenskum mál- urum. Ekki má svo gleyma tveimur pastelmyndum eftir Veturliða Gunnarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.