Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1975, Blaðsíða 2
ikffisnfc Með hverjum vildirðu helzt vera á eyðieyju? Armann GuOmundsson, póstmað- ur.Þér: (blaðamanni Visis, sem er kvenkyns.) Jelgi Jakobsson, brunavöröur. Með fallegri konu þar til ég yrði leiður á henni. Kristján Danielsson, matreiöslu- maöur. Það veit ég andskotann ekki. Ætli ég vildi ekki hafa kon- una mina með mér. (kvaðst ekki þora að segja annað þvi að konan var með.) Þórhildur Blöndal, hjúkrunar- kona. Ég veit það ekki. Jú, ég vildi helzt vera með pianói. Þorbjörg Jakobsdóttir, húsmóöir. Manninum minum. Ég tæki eng- an framyfir hann. Iris Siguröardóttir, hárgreiöslu- nemi.Ég vildi hafa með mér bók, góða bók og svo vildi ég hafa nóg af góðri músik. það jafnvel heilsu leið og það viðrar 11 ......................................... m iiiiiiniiiiiii Visir. Föstudagur 26. september 1975 —■— Bliiliswémmmí ■61 1 »i ‘“V. „HUNDUM ÞYKIR EKKI VERRA AÐ BÚA í BORG EN SVEIT" Svar til B.Þ.K. frá S.Þ.: „BÞK ritar lesendabréf um borð i skipii um rangnefni á hundavinafélaginu, vill láta kalla það Sjálfsinvinafélagið. Ég vil halda þvi fram að hann viti ekki hvað hann er að tala um. Grein hans er vanhugsuð. Hann talar um auglýsingar i ná- grannalöndum okkar um marg- breytilega hundafæðu. Fyrst og fremst má ekki flytja inn hundafæðu, hvorki gervibeinin né annað. En hálsbönd eru nauðsynleg til merkingar á dýr- um, hvort sem er um hunda eða ketti að ræða. B.Þ.K. talar um gjaldeyri. Engum gjaldeyri er eytt i fæðu sem ekki má flytja inn. (íslendingar búa til bezta rúgbrauð I heimi, en samt er leyfður innflutningur á þvi.) B.Þ.K. segist hafa alizt upp með hund á heimilinu en flestir hundar á sveitabæjum eru að- eins kynblendingar sem er sannað mál að eru heimskari heldur en hreinræktaðir hundar. Þessum kynblendingum liður vel 1 sveitinni. Þar sem þeir hafa ekki áhuga né greind til þess að læra það sem hrein- ræktaðir hundar vilja yfirleitt læra. Það þarf ekki að óttast að allir fái sér hund þó að hundahald verði leyft, þvi að lauslega er á- ætlað að aðeins 20% Reykvikinga séu með hunda- haldi og séu hundavinir. Það er út I hött að tala um kúgun hunda i samband við að kenna þeim. Poodle-hundar hafa gaman af þvl að læra kúnstir. Golden retreaver sem er veiðihundur, nýtur þess að ná i veiðibráðina. En auðvitað verður fólk að vita hvernig eðli hverrar tegundar er og kenna þeim eftir þvi. Hundurinn hefur jafnvel meiri aðlögunarhæfileika held- ur en maðurinn og er það mikil félagsvera að hann getur ekki verið einn. Þannig að honum þykir ekkert verra að búa I borg heldur en i sveit þar sem er fá- mennt. B.Þ.K. getur ekki full- yrt að hann þekki eðli hunds — hann hefur al- izt upp með kynblend- ingum Hvernig getur BÞK fullyrt að hann þekki eöli hundsins, þar sem hann hefur aðeins alizt upp með kynblendingum? Fólk sem á hunda hér i borginni er hefur I eru auðvitað af þeim og með sér heldur við um Til undantekningar um allan heim að fólk hafi ekki áhuga á sinu eigin dýri. Alls staðar þar sem fólk ætlar að hafa hunda, þarf að athuga allar aðstæður vel. Það sé hús- bóndinn á heimilinu sem eigi hundinn en ekki börnin, þvi eðli hundsins er að einn maður eigi hann en ekki margir. Þar sem börn eru miskunnarlaus I eðli sinu og vita litinn mismun á réttu og röngu, þá er ekki rétt að þau séu eigendur hunds, þau striða honum ef til vill of mikið, án þess að vita það. Það gerir hundinn taugaveiklaðan og erfiðan. Svo vikið sé að þvl hvort hundurinn sé mikill smitberi, þá ber ég á móti þvl, þar sem enginn hundaveiki hefur komið upp s.l. tvo áratugi, en kötturinn er einn mesti smitberinn af húsdýrunum. Kötturinn er t.d. bitinn af rottu sem er sjúk, slðan klórar kötturinn mann og þá sjá allir hvað af þvi hlýzt. Ef B.Þ.K. vill svara þessari grein minni, þá vil ég endilega að hann lesi sér til um hundinn og eðli hans. Þvl ég vil ekki svara svona vanhugsuðum full- yröingum eins og hann er með. Get ég bent honum á margar bækur um hunda ef hann vill.” Tillitsleysi — að mega ekki tala við strœtóbílstjórana Strætóbilstjórinn varinn af les- anda: „Ég ferðast mikið með strætó og ég hef oft og mörgum sinnum séð bilstjórann tala viö kunn- ingja sinn og finnst ekkert að þvi svo mér er bara spurn: Hvað kemur það farþegunum við þó bilstjórinn tali við ein- hvern? Ekki eru þeir ónáðaðir og mér finnst það tillitsleysi að dæma svona þó að það standi uppi á vegg að ekki megi yrða á bílstjórana i akstri. Ef til dæmis þú væri að aka strætó og vinur þinn kæmi upp i vagninn, þá yrði þú bara að mæna á hann eða þykjast ekki sjá hann þar til á næstu biðstöð eða ertu bara öfundsjúkur af þvi að kunningj- ar bilstjórans töluðu ekki við þig!” Einokun á verzlunarháttum Jóhann Hólm. hringdi: „Mig langar aö gera að um- ræðuefni einokun I islenzkum verzlunarháttum. Ég á þá við einokun Grænmetisverzlunar landbúnaðarins og mjólkur- samsölunnar. Er ekki timi til kominn að skapa eðlilega og frjálsa sam- keppni um sölu á mjólkurvörum og grænmeti. Það myndi auka vörugæði. Mjólkursamsalan hefur dreift skyri og öðrum vör- um með mjög ógreinilegum stimpli I verzlanir og neitar svo að taka til baka þær vörur sem eru komnar framyfir siðasta söludag. Allir vita að þær vörur, sem eru komnar fram yfir hjá sölubúðum Mjólkursamsölunn- ar eru teknar til baka. Kaupmenn hafa engan kost á að fá kartöflur annars staðar frá en úr Grænmetisverzlun- inni. Oft á tlðum eru þær kar- töflur sem hún hefur á boðstól- um hreinasta rusl. Neytandinn getur ekkert gert né sagt þvi það er ekki um neinar aðrar kartöflur að ræða á markaðn- um. Ekki virðist vera um neinn siðasta söludag aö ræða á kar- töflum. Upplýsingar eru aðeins um hvenær þeim er pakkað. Ekki er heldur óalgengt að menn fái grjóthnullunga eða moldarköggla i kartöflupokun- um fyrir nú utan skemmdar kartöflur. Þá vil ég beina orðum minum til húsmæðra, ef þær hafa hugsað sér að mótmæla þeim hækkunum sem orðið hafa á landbúnaðarvörum. Þá ættu þær að láta kartöflurnar fylgja með.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.