Tíminn - 15.11.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.11.1966, Blaðsíða 5
ÞRFÐJTJDAGUR 15. nóvember 1966 TÍMINN wmm Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. tnnanlands. — í Iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Landgrunnið f einróma ályktun Alþingis um landhelgismál, sem samþykkt var 5. maí 1959, var lögð á það megináherzla, ,að afla beri viðurkenningar á rétti íslands til landgrunns- ins alls ,svo sem stefnt var að með lögunum um vísinda- lega verndun fiskimlða landgrunnsins“. f landhelgis- samningnum við Breta, sem gerður var veturinn 1961 er tekið fram, að „ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að fram'kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland". Þótt senn séu liðin 7 ár frá því, að áðurnefnd ályktun Alþingis var gerð, og nær 5 ár síðan landhelgissamning- urinn var gerður, bólar ekkert á aðgerðum af hálfu ríkis ríkisstjórnarinnar í þessa átt. Það var því ekki að ófyrirsynju að Ólafur Jóhannesson og fjórir þingmenn Framsóknarflokksins aðrir lögðu fram á seinasta þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: ,,Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að vinna á- samt ríkisstjórninni að því að afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins, svo sem stefnt var að með lögun um um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins frá 1948, sbr. ályktun Alþingis frá 5. maí 1959 og yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar í auglýsingu nr. 4 frá 1961“. í greinargerðinni er það síðan rakið, að þótt mikið hafi áunnizt með útfærslu fiskveiðilandhelginnar sé ekki fullur sigur unninn fyrr en tryggður hafi verið rétturinn til landgrunnsins. Það er samdóma álit þeirra, sem gerst þekkja, að veiði á uppeldisstöðvum fiskstofnanna á land grunninu utan núverandi landhelgislínu gangi langt úr hófi fram. Síðan segir: ,,Það er því orðin brýn og aðkallandi þörf framkvæmda á grundvelii ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959. Það þarf að tryggja íslandi fulla lögsögu yfyir landgrunninu. Undir búning þess mál$ þarf að hefja sem skjótast. Ákvarð- anir í því máli þarf að undirbúa vandlega og á svipaðan hátt og landhelgisútfærslan var undirbúin á sínum tíma. Setja þarf kunnáttumenn til að kynna sér mál þessi öll og réttarþróunina sem rækilegast, svo og til að kynna öðrum þjóðum málstað íslands og stuðla með öllum til tækilegum úrræðum að þeirri réttarþróun, sem stefnt er að með framangreindri Alþingisályktun. Það er þjóðar. nauðsyn, að um þetta mál og allar ákvarðanir sé sem allra mest samstaða stjórnmálaflokkanna og þjóðarinnar allrar. Framgangur málsins er ekki hvað sízt undir því kominn, að um það og þær leiðir, sem ákveðið verður að fara ,skapist fullur einhugur innanlands. Þess vegna er hér lagt til, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að hafa forustu í þessu máli ásamt ríkisstjórninni. Með því er bezt tryggð samstaða. Allar framkvæmdir verða. eins og áður er sagt, að byggjast á vandlegum undirbúningi. Það þarf að leggja höfuðáherzlu á sérstöðu íslands í þessu máli- Það þarf að safna saman og hafa tiltæk öll rök fyrir málstað íslands, hvort heldur eru siðferðislegs, sögulegs, efnahagslegs eða lagalegs eðlis. En höfuðatrið- ið er, að eins og málum nú er komið, þolir það enga bið. að þegar í stað sé farið að vinna að bví með festu og á skipulegan hátt að tryggja íslandi fulla 'ögsögu vfir landgrunninu, svo sem stefnt var að með bingsálvktun inni frá 1959 og landgrunnslögunum frá 1948.“ Því miður hafnaði ríkisstjórnin því á þinginu í fvrra, að þannig yrði hafið víðtækt samstarf um framgang landhelgismálsins. Umrædd þingsályktunartillaga hefur því verið lögð fram að nýju. Þess verður að vænta. að hún öðlist nú betri undirtektir. sé það enn ætlunin hjá þeim að fylgja fram ályktun Alþingis frá 5. maí 1959. Ásgeir Bjarnason, alþm. Sveitirnar vant ar fleira fólk Þannig mælti góður og gild ur bóndi fyrir skömmu. Ári3 1930 höfðu 39 þúsundir manna framfæri sitt af landbúnaði, en nú a'ðeins 22—23 þús. eða nál. 12% af. íbúum landsins. Eng- an undrar þótt þcim, sem muna eftir fjölmennum lieim- ilum og hverju býli í ábúð finn ist nú fámennt í sveitum. Þeir eru sjálfsagt margir sem muna tvenna tíma í þessmn efnum. En tilfinnanlegast er þetta þó þcim, er við fámennið búa. Hverjar cru orsákir þess að fólki finnst ekki jafn fýsilegt að búa í sveitum nú, eins og áður? Orsakirnar eru sjálfsagt margar, sem valda þessu, þótt hins vegar sé ekki hægt að horfa fram hjá þvf að miklar breytingar hafa orðið til bóta í sveitum landsins. Má þar til nefna að ræktun hefur marg faldast, húsakynni stórum betri en áður, rafmagn frá samveitu á rúml. 3100 bæjum, frá diesel- stöðvum á rúml- 1100 bæjum, tækni margs konar er víða til við heimilis og bústörf, ak- fært að bæ víðast hvar, skóla- málum þokað vei áfram all víða og aðstaða til félagslífs auðveldari en áður var. Hvað er þá að í þessum efnum? Bjóða aðrir atvinnuvegir upp á betri lífskjör, en landbún- aðurinn og ef svo er, hvers vegna er þá ekki hægt að hafa jöfnuð meiri? Vissar skýringar í þessum efnum gefur EfnahaSsstofnun- in í skýrslu til Hagráðs í ágúst mánuði sl. Þar segir m.a.: „Þróun landbúnaðarins á undanförnum árum sýnir ljós- lega, hversu erfitt er að ná í senn hinu þýðingarmikla fé- lagslega markmiði að jafna að- stöðu bænda og annara stétta og því hagræna markmiði að ekki sé varið til framleiðslunn- ar nema hóflegu magni vinnu- afls, fjármuna og annarra framlciðsluafla. í samræmingu þessara markmiða er vanda- mál landbúnaðarins fólgið og við þá samræmingu hlýtur framtíðarstefnan í landbúnað- armálum að miðast hér á landi jafnt og í nálægum löndnm.“ Hér felst að vísu talsverð við urkenning á því að þýðingar- mildð sé að bændur hafi eigi lakari kjör en aðrar séttir. Hitt er svo annað mál á hvern hátt eigi að ná þessu marki. "Jkki finnst mér það leyna sér, hvaða leið Efnahags stofnunin vill benda á í þessu sambandi, sem sé að hafa að- eins hóflegt fjármagn og hóf- legt vinnuafl og hófleg önnur Cramleiðsiluöfl í landbúnaðin- um. Þarna er með öðrum orð- um að því vikið að enn þurfi að Tækka því fólki sem vinnur við landbúneð og skammta hon urn fjármagnið smærra, en ver- ið hefur- Hafa bændur þó ekki farið með fullar hendur frá Asgcir Bjamason þjóðarborðinu, hvorki að því er varðar verðlag búvara, ríkis framlög né stofnlán til fram- kvæmda, og miklir erfiðleikar á að fá önnur lán t.d. víxla, þótt með okurvöxtum séu. Eng in sérstök fyrirgreiðsla á sér stað fyrir byrjendur í búskap. Hafi þeir ekki aðstöðu til að taka við búi foreldra sinna eða eigi aðra að, sem geta hjálpað er sú hætta yfirvofandi að svo geti farið að þeir verði að hverfa frá bústörfum slippir og snauðir og setja sig niður annars staðar. Talið er, að árið 1964 hafi fjármunamyndun j landbúnaði verið 439.5 millj. króna. Þar af voru framlög ríkisins 19%. Vreðlán í Búnaðarbanka fs- lands 17%, aukning skulda við aðra en sjóði Búnaðarbankans 16%, cigin vinna, eigin fjár- framlög og önnur fjárframlög 48%. Þessar tölur bera það með sér, að framkvæmdir í landbúnaði eru erfiðar við- fangs, þar sem stofnlánin eru jafn lág, sem raun ber vitni um. Virðast bændur hafa orð- ið að taka á sig í cigin vinnu og óhagkvæmum lánum 3/5 hluta af stofnkostnaði fram- kvæmdanna. Engan þarf að undra, þott lausaskuldir bænda fari vax- andi, þegar þcirra hlutur í fjár munamynduninni er svona hár. f verðlagsgrundvelli landbún. aðarins fyrir yfirstandandi ár eru lausaskiildir 65,07% af heildarskuldum bænda. Þessar tölur tala sfnu máli og sýna hvert stefnir ef ekki er að- gert, eða jafnvel dregið úr þeirri fyrirgreiðslu, sem nú á sér stað. Þá kem ég að því, sem köll- uð eru „önnur framleiðsluöfl.1' Þar býst ég við að sé átt við tæknj landbúnaðarins og þjón- ustustarfsemi hans. Það getur auga leið að tæknin, þegar hún ei fullnýtt er öflugt vopn í þágu framleiðslunnar. Á það ekki síður við um landbúnað- inn en aðrar atvinnugreinar. Það hefur líka sýnt sig, að á 35 árum hefur framleiðsla land búnaðarins fimmfaldast á sama tíma og fólkinu, sem vinnur við þessi störf, hefur fækkað um 40% en þjóðinni fjölgað um 80%. Það hlýtur að verða allra hagur, ekki einungis bænda að öll þjónustustarf- semi í landbúnaði sé eins full komin og góð og kostur er á hverju sinni. Hver áfangi sem næst með aukinni tækni og bættri þjónustu er ávinningur allra landsmanna. Það kostar okkur íslendinga meira en aðrar þjóðir að leggja sveitabýli í auðn. Hjá mörg um þjóðum er hægt að nota hiisakynnin áfram yfir fólk og iðnað ýmiskonar, sem kemur í stað landbúnaðarins. Rækt- aða landið er líka tekið undir skóg, sem er öruggur tekju- stofn hverri þjóð, er hann nær að vaxa. í sárafáum tilfcllum eigum við íslendingar þessa kost að nota mannvirkin til annars er býli fara í eyði, nema í námunda við þéttbýli í borg og bæjum. Annars staðar grotna mannvirkin niður og fjármagn glatast. Fólkið sem býr í námunda við eyðibýlin gefst smásaman upp sakir erf- iðleika, sem á það hlaðast við fólksfækkunina. Hér þarf að spyrna við fótum og veita sveitafólkinu meiri fyrir- greiðslu en nú er. Við það þarf að miða að unga fólk- ið geti fest rætur í sveitunum og unað þar við sitt. Þekking þess og kraftur er meiri en nokkru sinni fyrr. Við hljót- um að hafa efni á því að koma til móts við þetta fólk engu síður en að leggja rnann virki í eyði. Þörfin á þeim liollu fæðu- tegundum sem landbúnaður inn hefur á boðstólum og þau verkefni er bíða úr- lausnar í matvælaframleiðslu okkar eykst með vaxandi fólks fjölda, en talið er að íbúar landsins verði um næstu alda- mót 400 þúsund. Framundan cru mikii verkefnj j sveitum landsins. Landbúnað verðum við að hafa- Hann sparar okk ur mikinn gjaldeyri o? ekkl má loka augum fyrir því að hann geti orðið arðvænlegur til útflutnings. Tímabundin vanda mál i þeim efnum mega ekki ráða of miklu um heill og hag og þýðingu landbúnaðar- ins í þjóðfélaginu. Það er úti- lokað að lifa hér á landi þjóð hollu menningarlífi, nema Iandbúnaður standi hér styrkum fótum og það verð- um við að hafa hugfast, þegar skipuleggja skai landbúnaðinn og aðrar atvinnugreinar lands- manna. ★

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.