Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 24.11.1975, Blaðsíða 8
8 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: DaviO Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Páisson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erí. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Það verður eftir því tekið, hverjir skerast úr leik Rikisstjórnin hefur ákveðið að herða framkvæmd verðstöðvunarlaganna. I sjálfu sér er það rang- nefni, þegar rætt er um verðstöðvun, þar eð algjöra verðstöðvun er ekki unnt að framkvæma. Það er ógjörningur með öllu að fela verðbólguþróun með lagaákvæðum einum saman. Þessi hefur lika orðið raunin eins og eðlilegt er. I sjálfu sér er óheppilegt að lög af þessu tagi séu lengi i gildi. Ástæðan er einfaldlega sú, að það er ekki hægt að framkvæma þau til lengdar. Hitt er rétt, að verðstöðvunaraðgerðir geta komið að veru- legu gagni i baráttunni við verðbólguna. Menn verðaþó að hafa i huga, að þetta eru óeðlilegir verð- myndunarhættir. Rikisstjórnin hefur allt annað að gera en skeggræða um það, hvort leyfa eigi nokk- urra króna hækkun á kaffi eða súkkulaði — svo að dæmi séu nefnd. Ákvörðun rikisstjórnarinnar nú um að herða framkvæmd gildandi laga um verðstöðvun á þó rétt á sér eins og ástatt er. Á siðustu mánuðum hefur tekist að draga nokkuð úr hraða verðbólgunnar. Ljóst er, .Mð ekkert má út af bregða, ef framhald á að verða a þeirri þróun. Það er þvi eðlilegt að gera nýtt átak i þvi skyni að koma á auknu jafnvægi i þ j óðar búskapnum. í þessu sambandi er þó nauðsynlegt að hafa i huga, að allar aðgerðir af þessu tagi koma að litlu haldi, ef ekki tekst heildarsamstaða um virka að- haldsstefnu. Þessar ráðstafanir eiga þannig að greiða fyrir hófsömum kjarasamningum. Það skiptir nú meginmáli fyrir launþega i landinu að dregið verði úr verðbólgunni. Þvi marki verður að- eins náð með samstöðu stjórnvalda og hagsmuna- samtaka. Verðstöðvunaraðgerðir geta aðeins dugað i mjög skamman tima. Það liggur þvi i augum uppi, að þann tima, sem þessar aðgerðir eiga að vera, þarf að nýta vel. í þeim efnum má engin skerast úr leik. Viðbrögð hagsmunasamtakanna við þessum hertu verðstöðvunaraðgerðum eru einkar fróðleg. Að jafnaði hafa atvinnurekendur verið andvigir verðstöðvunaraðgerðum og samtök launþega verið þeim hlynnt. Nú er annað uppi á teningnum. Fulltrúar verslunarinnar hafa að visu andmælt þessum aðgerðum kröftuglega. Á hinn bóginn hefur það vakið athygli, að Vinnuveitendasambandið hef- ur fallist á þær. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að staða atvinnuveganna er nú yfirleitt mjög slæm. Alþýðusambandið hefur fundið það að þessum nýju verðstöðvunarráðstöfunum, að þær minni um of á, að kjarasamningar standi fyrir dyrum. Þessi afstaða bendir til þess, að Alþýðusambandið telji þessar aðgerðir draga úr kaupkröfumöguleikum. Hér er komið að kjarna málsins. Spurningin er sú, hvort menn eru reiðubúnir til þess að fylgja fram aðhaldsstefnu á öllum sviðum i þjóðarbúskapnum. Það á eftir að reyna á, hvort þingmenn treysta sér til að fylgja fram þeirri aðhaldsstefnu, sem fjár- málaráðherra hefur markað með fjárlagafrum- varpinu. Og enn á eftir að koma i ljós, hvort sam- staða næst um kjarasamninga i samræmi við þær efnahagslegu aðstæður, sem við búum við. Það verður eftir þvi tekið, hverjir það verða, sem reyna að skerast úr leik og setja verðbólguskriðuna af stað á ný. Mánudagur 24. nóvember 1975. VISIR Umsjón: GP M) MPM Lögregla og sjúkralið stumrar yfir einu margra fórnarlamba siðustu hryðjuverkaöldu IRA á Englandi. 1 Selfridge versluninni hafa menn verið i óðaönn að setja upphinar skrautlegu útstilling- ar sinar, þó aðeins verði hægt að nota helming þeirra glugga, sem snúa að Oxfordstræti, þvi að hinir eru enn i viðgerð eftir sprengingu fyrir jólin i fyrra. Alan French, framkvæmda- stjóri Selfridgeverslunarinnar, sagði Reuter-fréttastofunni að sprengjutilræðin að undanförnu hefðu komið niður á viðskiptun- um, en hve illa, væri ómögulegt að segja til um. Hann sagði, að vegna efna- hagsörðugleika Breta og veikr- ar stöðu sterlingspundsins, fengju erlendir viðskiptavinir vel andvirði peninga sinna en milli 25 og 40% viðskiptavina Selfridge, og það gildir kannski um allar verslanir við Oxford- stræti — eru erlendir. Jólaskrautið er sprengju- viðbúnaður Finustu veitingahús Lundúna hafa jóla- skreytingar sinar úr óbrothættum efnum nú i ár. í helstu kjörbúðunum er leitað að sprengiefn- um i töskum viðskipta- vina. Eigendur kvik- myndahúsa biðja þess heitastra bæna, að sprengjualdan muni ekki leiða til þess, að fjölskyldur forðist opinbera skemmti- staði. Frá þvi i ágúst hefur fjöldi sprengja sprungið á ýmsum opinberum stöðum i London og sunnanverðu Bretlandi, og þá helst i hinu auðuga West End hverfi, þar sem það kynni helst að koma niður á auðugri hópi þjóðarinnar og ferðamönnum. Nokkrir hafa látið lifið og hundruðir slasast. Lögreglan segir sprengjutil- ræðin vera verk provisional arms írska lýðveldishersins. Þau hafa að undanförnu orðið mun grimmdarlegri. Tuttugu manns slösuðust núna á þriðju- dagskvöldið þegar sprengja sprakk i Walton-veitingahúsinu og stráði stálnöglum og kúluleg- um um allt. Kúlulegur hafa lengi verið algengar i sprengjum I.R.A. á Norður-trlandi, en þeim hafði ekki verið beitt i London, þar til sprengja sprakk i veitingahúsi þ. 12. þ.m. og drap einn mann en slasaði 15. Waltonveitingahúsið sem er að sögn veitingahúsaskrár Egon Dunlop „öruggt skjól þeirra, er þarsnæða, fyrir umheiminum,” varð fjórða fórnarlamb sprengjutilræða á opinberum matsölustöðum i London. Lögregluþjónn beinir umferðinni burt frá hættusvæði, þar sem orðið hefur vart viö eina vitisvélina, sem gera þarf óvirka, áður en fólki er aítur óhætt. Eftir það tilræði héldu veit- ingahúsaeigendur i London með sér sérlegan fund, þar sem þeir ákváðu að veita hverjum þeim sérstök verðlaun, er gæti komið fram með upplýsingar, sem leiddu til handtöku tilræðis- mannanna. Einnig hugleiddu þeir að setja öryggisvörð á matsölustaði i borginni. Scotland Yard hefur komið á sérstökum varúðarráðstöfun- um til verndar veitingahúsum, m.a. að vernda gluggana með gluggatjöldum er þyngd hafa verið með plasti, polyester- himnu eða terylene. Setja á verði fyrir utan og leita vandlega á veitingamönn- um og gestum, ráðlagði leyni- lögreglan — og gætu þannig gömul, virðuleg veitingahús breyst i nokkurs konar her- skála. Nú þegar jólin nálgast, verða stóru kjörbúðirnar mjög auðveld bráð. 1 fyrra voru Harrods, Khnighsbridge versl- unin, þar sem Elisabet drottn- ing gerir innkaup og Selfridge i Oxfordstræti, fyrir sprengjutil- ræðum, án þess að manntjón hlytist af. French neitaði að ræða sér- stakar varúðarráðstafanir verslunarinnar, en sagði þær mjög hafa aukist siðan i fyrra. „A hverju augnabliki eru um 25.000 manns staddir i húsinu”, sagði hann „þau eru öll á minni ábyrgð og ég er að reyna að láta ekici þá ábyrgð gera mig að taugahrúgu.” Þótt öryggisverðir séu við allar dyr, er ekki þö.! á að lei*a á viðskiptavinum, að uiiti versl- unarinnar. 1 Harrods-verslun- inni er hins vegar leitað a fólki af og til, eftir þvi hvernig and- rúmsloftið er i London þá og þá stundina. Leikhús i London hafa enn ekki orðið fyrir barðinu á hermdarverkamönnunum, en eigendur þeirra vita það, að hvert það, sem heldur Lundúna- búum heima við á kvöldin, mun einnig halda þeim frá leikhús- unum. Flestir skemmtistaðir i West End hafa enn ekki skýrt frá neinni hnignun viðskipta, þó að leikhúsin i Westminster hafi fækkað sýningum vegna minnk- andi aðsóknar, sem þau kenna spreng jutilræðunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.