Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 16.12.1975, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 16. desember 1975. VISIR mm Jólakli Jólala Pantið tímanlega fyrir jól og óramót / •• Hárgreiðslustofan VALHOLL Laugavegi 25. Simi 22158Í Lóuhólar 2-6 sími 75020 Klapparstíg 44 sími 11788 Verkstjóri óskast að vöruafgreiðslu vorri. Laun samkvæmt 17. launaflokki rikisstarfsmanna. Um- sóknir ásamt upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf sendist oss fyrir 23. þ.m. Skipaútgerð rikisins. REUTERS-f rétta- stofan gerir hreint fyrir sínum dyrum Vegna skrifa Vfsis um seina- gang islenskra stjórnvalda við upplýsin gam iðlun um land- heigismálið, hefur biaðinu bor- ist eftirfarandi frá Þorsteini Thorarensen, fréttaritara Reuters-fréttastofunnar á ts- landi. — Tilefni athugasemdar Þorsteins og fréttastofunnar er það, að VIsis birti fréttaskeyti frá einum starfsmanni frétta- stofunnar, sem fyrir helgi var um borð i bresku freigátunni Lloydsntan og sendi þaðan upplýsingar um þann atburð, er Lloydsman sigldi á varðskipið Þór. — Athugasemdin fer hér á eftir: „Reuters-fréttastofan, sem ætið hefur lagt áherslu á óhlut- drægni, óskar að taka það fram, að hún heldur með hvorugum i núverandi fiskveiðideilu Islands og Bretlands. Fréttastofan hefur stöðugt reynt að skýra frá fréttum og sjónarmiðum beggja aðila. Hún hafnar þvi algerlega öllum ávæningi um hlutdrægni sem skilja mátti út úr ummælum rit- stjórnar Visis á föstudaginn, er fylgdi myndbirtingu á forsiðu af skeyti fréttamanns Reuters um borö i bresku freigátunni h.m.s. Brighton. A móti þessari frásögn, sem skýröi frá sjónarmiðum Breta á atviki varðandi varðbátinn Þór á fimmtudag, kom raunar yfir- gripsmikil frásögn fréttaritara Reuters I Reykjavik með lýs- ingu islensku landhelgis- gæslunnar á atvikinu, svo að sjónarmið Islands geta ekki hafa farið fram hjá lesandan- um. Auk þess skýrði Reuter þá i smáatriðum frá öllu þvi sem Island þá bar fram fyrir Sam- einuðu þjóðunum og Nato. Fréttastofa Reuters mun hér eftir sem hingað til halda uppi samviskusömu jafnvægi i frétt- um sinum af fiskveiðideilunni.” Gagnrýnin beindist ekki gegn Reuter Vegna þessarar athugasemd- ar vill Visir taka fram eftirfar- andi: I frétt þeirri, er Reuters-fréttastofan visar til var eingöngu og aðeins bent á það hve seint fréttir um atburði i landhelgisstriðinu bærust frá Islenskum stjórnvöldum. Tekið var skýrtfram, að fréttir um at- buröina i mynni Seyðisfjarðar hefðu borist frá breskum heimildarmönnum og verið fluttar I fjölmiðlum i Bretlandi og vfða um heim, löngu áður en sjónarmið og fréttir frá is- lendingum hefðu komist á fram- færi. Skeyti það sem visað er til var birt sem dæmi um þær upp- lýsingar og fréttir, sem breskir fréttamenn hefðu sent. Sératak- lega var bent á ónákvæman fréttaflutning, þar sem meðal annars var sagt, að atburðurinn hefði orðið i hriðarbyl og öldu- hæð hefði verið sjö metrar. Fleiri atriða var getið. 1 sambandi við þessa athuga- semd er rétt og skylt að taka það fram, að Þorsteinn Thorar- ensen hefur sent Reuters-frétta- stofunni miklar og nákvæmar upplýsingar um landhelgisstrið- ið og fréttastofan flutt þær jafn- hliða fréttum frá starfsmönn- um, sem verið hafa um borð i breskum skipum á Islandsmið- um. Þaö breytir þó ekki þeirri staöreynd, að þessar fréttir koma á eftir fréttum bresku fréttamannanna vegna tregs upplýsingaflæðis frá þeim Is- lensku stofnunum, sem einar geta veitt upplýsingarnar. Adeilu Visis var ekki beint gegn Reuters-fréttastofunni, heldur gegn islendingum sjálfum. — AG Forsómun eða eðlileg aðferð? Eru til islenskir aðilar sem geta tekið aö sér verkefni dýpkunar- og dæluskipa Vita- og hafnarmáiastofnunarinnar? Nú sem stendur á þessi stofnun tvö skip sem hún starfrækir: Gretti sem er dýpkunarskip keypt hingað tii lands fyrir þrjátiu ár- um. Dæiuskipið Hák sem er allmiklu yngra skip. Bæði eru þessi skip fjárfrek þar sem viðhaldskostnaöur vegna þeirra er mikill. 1 umræðum á Alþingi fyrir skömmu kom fram hjá Sigurlaugu Bjarnadóttur að skiptar skoðanir eru um það hvort til séu skip á ts- landi er geti tekiö að sér verkefni Grettis. Orðrétt sagði Sigurlaug: „Ég hef orðið vör við undar- lega tregðu við að nýta þessa is- lensku aðila sem þarna stað- hæfa að þeir geti sinnt þessum verkefnum sém biða mánuðum og árum saman, islenskum höfnum til mikils baga og óhag- ræðis og maður veit raunar ekki hvenær vandræði hljótast af þvi. Grettir getur sinnt sínum verkefnum „Grettir getur sinnt sinum verkefnum. Ef litið er á verk- efni næstu ára ber mest á verk- efnum sem leysa má með dæl- ingu. öðrum verkefnum getur Grettir sinnt.” Þetta hafði Aðalsteinn Július- son Vita- og hafnamálastjóri að segja er sú spurning var lögð fyrir hann hvort til væru aðilar á tslandi sem gætu tekið að sér verkefni Grettis. „Við höfum ekki leitað til is- lenskra aðila i þvi skyni að fá þá til þess að leysa verkefni Grettis. Einfaldlega vegna þess að það hafa engir haft nægjan- legan vélakost til sliks. Þegar Aðalsteinn var spurður að þvi hvort Vita- og hafnar- málastofnunin hefði hug á að kaupa nýtt dýpkunarskip sagði hann: „Þau dýpkunarverkefni sem fé er veitt til á fjárlögum getur Grettir leyst. Þvi getum við ekki leyft okkur að æskja þess aö keypt verði nýtt dýpkunarskip fyrir hundruðir milljóna króna, sist á þessum timum.” Stofnunin hefur aldrei leitað til okkar. „Vita- og hafnarmálastofnun- in hefur aldrei leitað til okkar með verkefni. Heldur hafa viðkomandi hafnir þar sem vinna hefur átt verkin pint stofnunina til þess að eiga við- skipt við okkur.” Þetta sagði Kristinn Guð- brandsson framkvæmdastjóri Björgunar h.f. I samtali við Visi. Björgun h.f. á nú dæluskipið Sandey og átti áður Grjótey. „Nú er verið að smiða þúsund tonna skip fyrir okkur af bestu og fullkomnustu gerð sem þekk- ist i heiminum og verður hægt að stjórna öllum verkum úr brú skipsins. Þetta skip getur tekið við flestum verkefnum Grettis. Það verður tilbúið i mars. Einu lánin sem við höfum fengið til smiði þessa skips eru leyfileg erlend lán.” Hafið þið þurft að liða verk- efnaleysiá undanförnum árum? „Við höfum ekki oft verið verkefnalausir, þar sem við vinnum 80-90% byggingarefnis- ins á stór-Reykjavikursvæðinu. Hins vegar neyddumst við að selja Grjótey á sinum tima vegna verkefnaleysis. Þótt ekki þekkist almenn út- boð á hafnarframkvæmdum buðum við i verkefni en jafnvel þó við ættum lægsta tilboðið fengum við það ekki. —EKG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.