Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1925, Blaðsíða 4
4 1 LESBÓK MORGUNBLAÐBINS 25. okt. 1925. unið eftir þeasu eina innlencSa fjeiagi þegap þjer sjö- og bruna- tryggið. Simi 542. Pósthölf 417 •« 874* Sfmnefnis Insurance. haldið augunum opnum og veltist út til hliðanna í hverju spori. Þaið varst þú sem teymdir mig með þjer í þessa fýluför, og nú er jeg svo syfjaður að jeg get varla stað- ið upprjettur. Kannske endar það með því, að jeg dett út af í ein- hvern skaílinn, sofna og frýs í hel — og alt er þjer að kenna, asnakjálki.... Hann njeri augun og gretti sig. — Hann sagðist reyna að sleppa seinna í nótt — ef hann kæmist ? gróða, bætti Sainúel við. Jæja, nú fer jeg þessa leið heim, það er styttra. Tryggvi nam staðar og horfði á eftir honum um stund. Svo leit hann til himins, og skalf af blygð- un. Þarna hafði hann ráfað um bæinn í hjegómlegum draumum, fullur smásálarlegrar sjálfselsku. Var ekki eins og einhver æðri stjórn hefði miskunnað sig yfir hann, leitt hann við hönd sjer upp í þessa götu, þangað sem hljóðin bárust innan úr ystu myrkrum majqmlegrar neyðar — viljað minna hann á allan vanmátt, alt auðnuleysi mannanna? Viljað vekja hann til hugsunar um spill- ingpna og þjáningarnar, sem eitr- uðu mannslífið og gerðu jörðina að helvíti? Viljað sýna honum smæð hans og auðvirðileik óska hans og metnaðar? Hann ráfaði eftir götunum, álút'ur og hryggur. Nöprum, deyð- and.i kulda sló að Öllu, sem var ungí og dreymið í sál hans, hann fyltíst andstygð á sjálfum sjer og lífinu. En að loka augunum fyrir eymd og þrælmensku, reyna að vita ekki af öðru en því, sem lífið átti íagurt, hrífandi, glæsilegt — njóta þess, dýrka það? Hann varpaði þessari hugsun frá sjer með fyrirlitningu og opn- aði hug sinn fyrir allri þeirri hlýju til mannanna, sem til var í sál hans. ímyndun hans beindist að þessum örlögum og mannslíf- um, sem hann hafði kynst um nóttina, hann reyndi að skilja þau með hverri taug líkama síns, og fanu til djúprar meðaumkunar og heitrar þjáningar. Sú spurning leitaði á hann, hvernig hann ætti að lifa, hvað bann gæti gert, hvað hann gæti viljað?.... Alt í einu svipaði fyrir nýrri hugsun í sál hans .... hann reyndi að handsama^ hana, greip liana dauðahaldi — og hjarta hans tók að berjast af gleði. Það var til ylur, sem gat þýtt klakann úi sálum mannanna, það var til fagur og máttugur sólarkraftur, sem gat vakið sljófa og látið ílm- andi gróður þekja yfir alt hið lága og vonda í mannsbrjóstinu! Listirnar — skáldskapurinn! Þessi orð hljómuðu í huga hans með nýrri merkingu, nýjum töfr- um. Hann hafði langað til þess að skrifa, af því hann hafði yndi af því og þráði frægð. En nú rann upp fyrir honum sjálf köllun hans i lífinu — hann vildi verða skáld til þess að gleðja, til þess að vekja mönnunum löngun og gefa þeim styrk til að hugsa stórt og lifa drengilega! Þetta var hin dýrðlegasta hugs- un, sem nokkru sinni hafði vitjað hans! Líkami hans rjetti úr sjer og spentist í sterkum fögnuði. Allar raddir, sem vöknuðu í sál hans, um vanmátt hans gegn of- ureflinu, um hinn lífsseiga, tröll- aukna kraft hinna ófrýnilegu og voldugu óvina lífsins, köfnuðu og dóu út í þeirri tilfinning kjarks og lífsvilja, sem alt í einu hafði gripið hann. Veðurgnýrinn hafði farið vax- andi og nú skall á ískaldur gassa- fenginn stormur úr norðri, snjó- skýin geysuðu ákaflega fram um himininn. pað hvein í strokunum fyrir húshornin, mjöllin hvirflað- ist upp, reis í skýjum, sem þönd- ust eins og hvít segl og feyktust eftir götunni. Tryggvi hraðaði göngunni. Ofs- inn í veðrinu var honum að skapi — herti vilja hans, trylti hug hans til nýrra sýna, nýs metnaðar og göfugri, en hann hafði áður þekt. A Skólavörðustígnum nam liann staðar fyrir utan hús eitt. Bak við- þessar rúður svaf ung stúlka, sem hann hafði aldrei þor- að að tala við, sem hann unni. Þjettum haglbyl laust yfir bæ- inn, stormurinn gerðist snarpari og nú sást ekki lengur til himins. Tryggvi sneri sjer gegn veðrinu, lokaði augunum og rjetti andlitið fram og upp svo að höglin skullu á því. Þannig stóð hann langa stund. Og við nafn hennar, sem hann unni, með andlit hennar í hug- anum, hjet hann því að vera altaf, í öllu sem hann ætti eftir að skrifa, alvarlegur, góður og sterk- ur maður. Kristján Albertson. •■»« »— Nýin kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaða- móta. 'I i 111— ilB I—■H'l UBII'II—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.