Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 2Í. febrúar ’26. Silkolin. Metnaðarmál islendinga. Eftir Henry A. Hálfdánarson. Niðurl. Koma spönsku skipanna þriggja, sem send voru til minningar um ferð Columbusar fimm dögum á undan, vöktu aðeins dálitla for- vitni í samanburði við „Viking“. Astœðuna fyrir því, var ekki langt að sækja; bygð á Spáni sem sýningarhlutir, voru skipin ósjó- færir stampar, sem þurfti að draga yfir Atlantshafið, og voru mörgum sinnum komin að því að sökkva á leiðinni, en þeirn varð bjargað með aðstoð skipshafnarinnar á skipinu, sem dró þau yfir. Við komu þeirra var ekkert hetjulegt, ekkert æfin- týralegt, ekkert, sem gagntók hugi áhorfendanna. „Viking“ var hins vegar bók-, stafleg stæling á víkingaskipi frá 10. öld, tekin eftir hinu fræga Gaukstaðaskipi, sem fanst í haugi í Sundafirði. Eftirlíking af því er til hjer í Þjóðminjasafninu. En „Viking“, sem sýndi bæði sögu liðinna alda, æfintýri, þrek og þor, byggingarlist og sjó- mensku, landkönnunarferðir for- feðra vorra, tímaskifti í menn- ingu heimsins — þurfti ekki að draga yfir Atlantshafið. Það kom fallega og auðveldlega undir stjórn norskra sjómanna siglandi fyrir eigin seglum. 200 skip af alskonar stærð og lögun komu á móti „Viking“ frá Chicago, til að taka á móti hin- um einkennilega gesti, sem kom frá landinu fyrir handan hafið. Mörgum virtist að þetta tignar- lega skip, með logagyltu dreka- höfði, rásegli, samsettu af hvít- nm og rauðiun strípum, hliðarn- ar ^karaðar gulum og svörtum skjöldum, með flaggboga frá stefni og aftur á drekahala — þetta, einhver yfirnáttúrleg vera, vofa, frá umliðnum öldum komin út úr dimmunni til að sanna sögu Flateyjarbókar um fund Ameríku — Vínland's hins góða. Hvert af þessum skipum fluttu mor’íi einhvers sjerstaks fjelags- gaipbands Ame'ríku ; 4Ö voru úr herskipaflota Bandaríkjanna, er tóku á móti Víking með konung- legri kveðju, 21 fallbyssuskoti hvert. Þar á eftir skifti flotinn sjer í tvær raðir með Viking á milli sín, sem var róið áfram af norskum sjómönnum. Þannig hjelt allur flotinn inn til borgarinnar, undir hvínandi eimpípublæstri, klukknahringing- um, húrraópum og fallbyssuskot- um. Borgarstjórinn í Chicago, Car- ter Harrison, var sá fyrsti, sem steíg um borð og bauð Víking velkominn til Chicago; stóð hann svo sjálfur í lyftingu og gaf fyr- irskipanir, meðan róið var inn í skipakvína, á máli, sem liann hjelt að væri norræna. Meðan sýningin stóð yfir, var víkingaskipið skoðað af þúsund- um manna, og var það, sem vakti langmesta athygli á sjer af öllum þeim furðuverkum, sem þar voru að sjá. Eftir sýninguna fengu Ameríjk- anar skipið að gjöf frá norskit þjóðinni, og tók Field Museurn að sjer að geyma það. Fyrstu árin var lítið gert því til viðhalds, svo eftir nokkur ár var það ekfci orðið netna svipur hjá sjón; fór þá öllum að skiljast, að svo búið mátti ekki lengttr ganga, og var þá hafist handa og sltipið alt endurnýjað og gert ntiklu fallegra en nokkru sinni áður í Lincoln lystigarðinum í Chicago, og stendur þar nú til verðugs heiðurs Leifi Eiríkssyni og þeint, sent það bygðu, og vekur aðdá- un hvers sent lítur. Konta þess var ekki einungis til að ýta undir Leifs hreyfing- nn^, hún ýtti líka undir norsfcu hreyfínguna, að það hefðu verið Norðmenn, sem fundu Ameríku, og þeir ættu heiðuriun skilið, því þeir hefðu verið og væru mestu siglingamenn og landkönnuðir heimsins, enda voru' þeir svo ó- svífnir, að þeir vöruðust að nefna fslerdittga á nafn. og ræðttr sínar enduðu þ'e’ir alta'f méð þessum Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolin“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! Anör. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 orðum: „Láturn okkur ekki glej-nta, að Leifur Eiríksson var norskur!!“, Við vitum hvílík fjarstæða þetta er. íslendingar eiga, og þeim skal helgast glæsilegustu landfundirm ir í sögunni, og landkönnunar- fýsnin er ekki ennþá dauð með íslendingum; það sýnir hr. Vil- hjálmur Stefánsson, sem fanu 100,000 fermílur af ókunnu landi í Norður-íshafinu. Fróðleiksþorst- inn og' fýsnin eftir að vífcka út sjónarsvið sitt, er einmitt hvergi eins mikill og hjá öss íslending- um; vjer brennum í skinninu af löngun. Er það ekki undursamlegt og þakkarvert, að forfeður vorir skyldu hafa orðið til þess að stækka leiksvið mannanna hjer á jörðunni, og það um helming. — Hvílíka karlmensku og þor þurfti ekki til þess að leggja út á hið geigvæna haf á opnum ára- bát, hafið, sem svo margar kynja- sögur gengu um. Þeir höfðu eng- an leiðarvísi annan en hvössu augun og sálarþrekið, engan vega- mæli, því þeir stefndu í óvissuna. áTið getum líka spurt hlutdrægn- islaust: Hverjir eru færari um að leggja út í þessa þraut en ein- mitt forfeður vorir, hertir við stríð og storm, uppaldir á eyju úti í reginhafi, þar sem brimrót hins ólgandi sævar barði sí og æ utan ströndina, og vanir voru allskonar vosbúð í ferðum til nærri allra kunnra landa? Fundur Grænlands og Vínlands var engin hundaheppni, heldur voru þau fundin af mönnum, sem langaði til að færa út leiksvið sitt, sem fanst of þröngt um sig heim'a, sem bjarkurinn, útþrúin,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.