Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 3
19. sept. ’26. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Eftir því sem norðar dregur, verður lengra og lengra milli bæjarhverfanna, og skógarnir ó' slitnari. Bygðin er hjer — eins og alstaðei- í Svíþjóð — í hverfum, 10—20—30 bæir liggja samtvnis og þar sem .strjálbygt er, eru mílu’ víðir skógar og iiagar milli hve»rf- anna. Járnbrautin þræðv>' la?gðn- og mýrar og liggja því fremur fá bæjarhverf'i fast við brautina. — Mýrar- og skóga»r' og aftur mýr ar — í sumulm sveitum Jamt.i- lands eru mýrarnar um 75% af flatarmáli landsins, svo það er ekki að kynja þó maður verði þeir.ra var. Og mýrarnar ligg,)a að mestu óhreyfðar og óræktaðar nema þar sem skógarnir eAi eign ríkisins, þar hafa þær víða vesrið ræstar fram, að einhverju leyti til að bæta skógargróðurinn, það eru þessir ríkisskurð;*r, sem Sví' ar nefna „Kronodiken." Mjer detta í hug skógarmenir irnir fyr á öldum. Hjer skilur maðvv orðið skógarmaður — eða skóggangsmaður, — þegar eim- reiðin þýtur áfram mílu eftir mílu, um óbygða, óslitna skóga. Það hafa á þeirn tímum óefað ekki verið nein .skýr taklmörk milli landnáms og skóggangs. Skóggangsmennirnir hafa óefað víða verið fyrstu landnemarnk'. Því ekki gerðust allir skógar- menn, spellvirkjar og ránsmenn. Sumstaðar sje jeg merki þess, að mýrarnar &ru notaðar til slægna. Hlöðukofar og hesjur segja til um það. Helst eru það mýrakragar með fra)m ám og við tjarnir, þar sem vatn flæðir á, og ver lyngi og skógargróðri að leggja alt undir sig. A slíkum stöðum sje jegþjettan og samfeld- an starargróður, — hið sæmileg' ast engi. En hvergi sje jeg víð- attumiklar flæðiengjar, eins og þær sem við þekkjum bestar á Islandi. MÝRARÆKTARSTÖÐIN í GISSELÁS VIÐFANGSEFNIN ÞAU SÖMU OG Á ÍSLANDI. Við koínum til Gisselás, tim' anlega dags. — Það stígu,r margt manna af lestinni, bændu,r á ýms tun aldri, sem allir eru komnir að heimsækjá tilraunábú sænska mýrarræktarfjelagsins, sem þur er. Það kemur upp úr kafinu að við höfum alveg af hendingu hitt á mýirarræktarlmót sem hjer er haldið þessa dagana, og dagskráin í dag er að skoða tilraunabúið. Auk þeirra sem koma með eim- lestinni, kemur fólk bílandi og hjólandi, svo það eru ein 2—300 manns, sem safnast, saman við heimreiðarhliðið, þar sem flöggin blakta, og heljarstórt nafnspjald vísar veg: „Svenska Mosskultur- föreningens Foi’söksgárd." Liðinu er skift í flokka, og svo er gengið um túnin og órælctaða landið og skýrt og spurt. — Jeg lendi'í flokk með hr. Osberg fo - stjóra mýrarræktarfjelagsins og tilraunabúsins í Flahult í Suður- Svíþjóð. Jeg þarf sjaldan að taka til spurninganna, því leiðsögn doktorsins er óslitinn fyrirlestur, svo greinilegur og snjall, að Nor- dal hefði trauðla gert betiw, þó hann hefði talað um Eddu eða eittlivað álíka hugnæmt efni. Mýraræktarfjelagið sænska var ntofnað 1886. Fjelagið hefir í rúm 30 ár rekið tilraunabú, sem frægt er orðið, Flahult við Jönköping.« Það sannaðist fljótlega, að til' »raunir þær, sem gerðar voru í Flahult, liöfðu mjög takmarkað gildi, fyrir Norður-Svíþjóð, og fjallasveitir Suður’Svíþjóðar. Fyr- ir fáum árum, keypti því fjelag" ið 100 ha. mýrlendis, við Gisselás og setti þar á stofn tilraunabú. Rú!mu,r helmingur landsins er þeg- ar ræktaður og hefir það nær alt verið brotið með þúfnabana. Alt ræktaða landið er tilraunasvæði. Viðfangsefnin eru hjer aðallega þau sömu, sem liggja fyrir á fs" landi. Nýræktar tilraunir, fram" ræslutilraunir, áburðartilraunir og tikaunir með grasfræssáningu og ræktun. Tilraunir með korn- rækt og rótarávexti eru færri og fyrirferðarminni. -*."v JlilipF ] JARÐRÆKTARFRÖMUÐIR NORÐURLANDA ERU FARNIR AÐ GEFA TÚNRÆKTINNI MEIRI GAUM EN ÁÐUR. • ■ Jeg heimsótti einnig tilrauna- bú norska ríkisins við Bodö í Norður-Noregi og tilraunabú norska mýraræktarfjelagsins á Mæri í Þrændalögum. Á öllum þessuttn stöðum voru tilæauna* stjórarnir að leitast við að avarn þessari spurningu: „Á hvern hátt er ódýrast og best að rækta og hirða tún, svo að það verði var- anlegt og gefi mikla og góða eftirtekju, ár eftir ár, um sem lengst ára.skeið." Það er eklci ómerkilegt atriði fvrir okkur í.i- lendinga að þessir tilraunamenn eru farnir fyrir alvö»ru að hyggja á að rækta varanleg tún, án sáð" skiftis. — Tiui, sem sjaldan eða aldrei sjeu plægð, og endurnýj" uð á þann hátt. Við þessa menn er liægt að tala um þúsund ára gömul tún á íslandi, án þess að þeir ypti öxlum og haldi manu fara með þvætting. Farstjóri til- raunabúsins í Gisselás, Stenberg ke|mst svo að orði: „Það er meiri vandi að rækta gott tún, en að rækta rófur eða grænfóður/ og hafi manni á annað borð tekist að æækta gott tún, er best að hugsa sig vel um, áður en maður rótar við því aftur, það er ekki víst að maður vinni neitt við það.“ ÞÚFNABANAVINNA. Þegar göngxmni er lokið, safn- ast allir á húsahlaðinu við „ladu' gárden.“ Öllum jarðyrkjuve»rk- færum búsins er raðað á hlaðinu, en í verkfærahúsinu eru borð fram sett og matur er heimill hve*rjum sem hafa vill. Hjer er jetið og drukkið og ræður haldn- ar, en að húsabaki er þúfnaban- inn að varki, svo mönnum gefst kostur á að sjá vinnuaðferð hans. Dálítil óræktuð mýrarskákhefirver ið rudd og jöfnuð svo vel að meðal" klaufsk barnfóshra gæti hæglega ekið barnavagni u(m svæðið þvert og endilangt. Þegar þeirri jöfnun er lokið, þá er bananum beitt á mýrina. Nú skil jeg hversvegna mýrarræktarfjelagið sænska býðst til að brjóta mýrlendi ineð þúfna' bana fyrir 135 krónur hvern hektara, þar sem 100 hekta#rar eru á sama stað, eða ]>ví sem næst. Jeg renni huganuffn til Gunnlaugs, sem er að riðlast með banann um glerhart stórþýfi norður í Eyjafirði, eða brjótast áfram í Sogamýrinni — og jeg minnist Mosfellsvíðis og annara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.