Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8Í50 Minning' Nelsons lávarðar. Á hverju ári er haldin rainningarathöfn ura ensku sjóhetjuna, Nelson lávarð um borð í skipi hans „Victory.“ Er mynd þessi af þeirri athöfn, sem nú fór fram fyrir skemstu. Á miðri myndinni sjest bjálki sá, er hann hallaðist upp að. er hann fjell í orusutnni hjá Trafalgar. ur greinar þessarar á ummæli rit- stýru tímarits Stofunarinnar í júlí hefti þðss: „Það er einungis vegna fjárskorts, að Stofnunin sendir eigi árlega stúdenta til íslands eða sjer um að þeir komi þaðan eins og á sjer stað um önnur Norðurlönd. Vænta má þess dags, er þeir, sem áhuga hafa á íslandi, styðji Stofn- unina til að endurnýja stöðugt með stúdentaskiftum hið andlega samhand milli Vesturheims og ís- lands.“ Hvað höfum við gert og gerum? Að lokum má minna á styrk- þega þá til iðnaðarnáms í Vestur- heimi, er koma nú ár hvert frá Norðurlöndum fyrir aðstoð Stofn- unarinnar. Þar yrði okkur kann- ske auðveldast og notadrýgst að leita samvinnu við hana. Höfum hugfast, að stúdentar til iðnaðar- náms hafa lokið bóklegri mentun sinni og koma til verklegs náms. Skortir okkur einmitt ekki átak- anlega tæki til slíks náms, svo sem rannsóknarstofur ýmiskonar? Rifj um nir upp fyrir okkur hvert verk legt nám styrkþegar .Stofnunar- innar til iðnaðarnáms lögðu stund •i nú í ár :verkfræði, meðferð akur- yrkjuvjela, rafmagnsfræði, fossa- virkjun, niðursuðu fiskjar og kjöts og fleira mætti nefna. En er okkur eigi verklegrar fræðslu þörf í öll- um þessum greinum? Eigi nokkur framför að verða í atvinnuvegum vorum og menningarháttum verð- um við, að gefa nefndum fræðum meiri gaum. Alt bendir til þess. Og víst er um það, að í öllum þess um greinum standa Vesturheims- menn meðal hinna allra fremstu. Margt má finna þeim til foráttu, en með sanni verður því eigi neit- að, að þeir eru einkar verkhyggnir og hagsýnir. Og j>ví ekki að læra af þeim? Heimamenningu okkar þvrfti engin hætta af því að standa. Þegar alls er gætt, væri engu á glæ kastað, þótt við kyntum okkur sein best starfsemi Ameríku-Norð- urlanda Stofnunarinnar og, ef

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.