Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1929, Blaðsíða 2
354 LESBOK MORGÚNBLÁÐSÍ&& Jeg átthagann sá eftir áratugi, á ungu sumri og bláheiðum degi, þá voru hreiðranna feður á flugi, :>g fyrstu skárarnir slegnir á teigi. Mín æska var liðin■ Jeg einn dvaldi í leyni. Hjer unni jeg hverri þúfu og steini. Kotið var fagt fyrir löngu í eyði, og langspilið glatað í öreigaskrani; Nú sýndist m jer túnbalinn litli sem leiði þar lygndu augum gleymska og vani. Eitt mansöngsblað fann jeg með máðum stöfum. Guðs máttur kveður þau hjörtu af gröfum. Hans dauði kom hratt eins og hrykki strengur. Hún fylgdi að viku með krosslagðar mundir. Tvíradda harpan hljómar ei lengur, en hafgnýr við lífsóðinn tekur undir. Þar byggist upp list vorrar bögu og slaga; að brúa djúp er vort líf og vor saga. Sá andi skal lifa um eilifa daga, þar innstir vjer sitjum hjá guðanna brunni; ein veig, einn dropi af bikari Braga, má brimsjói reisa af hjartnanna grunni, Árnan og signing þeim ógrynnissjóðum, sem ísland skal vaxta í framtímans Ijóðum. Hljómríka Ijóðstafi aldirnar æfa, i uppheima bergmáli standa þeir skráðir, svo frumsagði skáldið foldar og sæva, er flutti hann boðskap um orðsins dáðir. í orku vors máls er eilífð vors frama; hjá alvaldi er hjarta og muni hið sama. Af hástökkum andans vex islenska listin, þar ódýr kend verður hjáróma og þagnar, þann hróður á þjóð vor, heiðin og kristin, í hending og orðskvið, í flutning sagnar. Og stuðlarnir falla og fimmtin hljómar, Á Fróni varðveitast heilagir dómar. Sem knör taki land, á tveim brestandi bárum, er bragdjarfa vigslan ósamra hljóma; það snart mína sál á æskunnar árum, í útræna himinsins veldi og Ijóma. Þar bý jeg í heimi, sem tíminn ei týnir, enn titra hans strengir, enn leiftra hans sýnir. Og framtíð á íslands fornheíga gigja, sem fjarskyldu ómanna djúp skal tengja. Vor list hún skal máttkast. Oss kennist að knýja, þá kemur öld, hinna tveggja strengja. Með nýsköpun eilífri í norrænu máli, neistarnir kvikna, sem verða að báii. f\ Wrangeleyju. Austarlega í Norður-lshafi, út af Síberíu, er eyland all-mikið, sem nefnist Wrangeleyja. Er hún 75 kílómetrar á breidd og 120 kíló- metrar á lengd. Hún heitir í höfuð- ið á F. v. Wrangel barún, sem fyrstur manna fór að leita hennar að tilvísun innfæddra manna á Síberíuströnd, sein þóttust hafa sjeð land á þessum slóðum þegar gott var skygni. Að vísu faun Wrangel ekki eyna, en um miðja 18. öld -sáu enskir veiðimelin hana og árið 1881 komst ameríska skip- ið ,,Rodgers“ þangað alla leið og var eyjan þá fyrst könnuð, og sama ár var ameríski fáninn dreginn þar á stöng til merkis um það, að Bandaríkjunum væri eyj- an helguð, og var þó ekki eftir miklu að slægjast, því að hún er hrjóstug mjög og illgerlegt að komast þangað sökum íss. Þegar Bolsjevikkar voru komn- ir til valda í Rússlandi, slógu þeir eign sinni á eyna, sem þeir töldu eigendalausa, þar sem Bandaríkiu hefði aldrei nuinið hana. Þar var sem sje engin bygð. En nú gerðu Rússar þangað leiðangur og settu þar nokkra menn á land til þess að byggja eyna. Var þó síst fýsi- legt að setjast þar að. Síðast liðin þrjú ár komst ekk- ert skip frá meginlandinu út til eyjarinnar og voru þó gerðar margar tilraunir til þess. Áttu skip þau, sem send voru að flytja evjarskeggjum meðul og matvæli. Þar sem þessar ferðir mistókust voru menn hræddir um, að eyj- arskeggjar mundu útdauðir. I haust var þó gerð ein tilraun enn að komast til eyjarinnar. Var ísbrjótur, sem „Litke“ lieitir geíð- ur út til þeirrar farar. Og nú er nýkomin fregn um það, að ís- brjóturinn sje kominn til Vladi- .'ostock úr leiðangrinum, og hafði honum tekist með miklum erfið- isrnunum og áhættu að komast til evjarinnar. Var ísinn þó svo mikill að mörgum sinnum bjuggust skip- verjar við því, að liann mundi mola hiun sterka isbrjót í spón. En í fj-egnimu er ekki getið hvera* ig evjarskeggjum hefir liðið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.