Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1931, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11 Samdbyrgð Islands á fiskiskipum. Laust eftir aldamótin síðustu fór skipum og bátum fjölgandi hjer á landi er notuðu vjelaafl, og þar sem þessi skip kosta mikið meira en seglskipin, var það mjög tilfinnanlegt útvegsmönnum að geta eigi fengið þau trygð fyrir sjótjóni, en bankastofnanir vildu eigi lána fje iit á skipin eða tóku lítið tillit til þeirra, þar sem þau voru óvátrygð. Jón Gunnarsson. Að vísu voru til nokkur sjó- ábvrgðarfjelög, þar á meðal þil- skipaábyrgðarfjelag Faxaflóa, áð- ur en Samábyrgð íslands hóf göngu sína, en hvorki gátu þau tekið að sjer beina ábyrgð á utan- hjeraðsskipum. nje heldur endur- trygging þeirra og ekki fengið sín eigin skip endurtrygð, þar sem ekkert fjelag var til, sem gat tekið að sjer hvorki beina trygg- ing nje heldur endurtrygging vjel- skipa hvar á landinu sem var. Menn sáu því, að við svo búið mátti eigi standa, ef útgerðin átti að geta þrifist og þetta varð til þess að stjórnin lagði fram frum- varp til laga á Al'þingi 1909, um stofnnn vátryggingarfjelags er næði um alt land og með ríkis- ábvrgð. Var frmnvarpi þessu svo veí tekið á því þingi að það varð að lögum sama ár. Samábyrgðin hefir nú starfað síðan í öndverðum febrúar 1910 og reið þilskipaábyrgðarfjelag Faxaflóa (formaður Tryggvi Gunnarsson) fyrst á vaðið, og endurtrygði strax öll sín skip hjá Samábyrgð ísland og hjelt því áfram þar til það fjelag var lagt niður. Sama ár byrjuðu einnig Báta- ábvrgðarfjelag Vestmannaeyja, Vjelbátaábyrgðarfjelag ísfirðinga og seinna Vjelbátaábyrgðarfjelag Akranesinga, að endurtryggja hjá Samábyrgðinni, og gera enn þann dag í dag. auk þess sem vjelskipa- eigendur víðsvegar um land, trvgðu og tryggja skip sín beint hjá Samábyrgðinni aðallega þó þeir sem búa utan starfsvæða vjel- báta ábyrgðarfjelaganna, sem vit- anlega ættu að fjölga að miklum mun frá því sem nú er. Má óhætt fullyrða að þessi stofnun hefir orðið til þess að styðja margan vitvegsnianninn til útgerðar, því án hennar hefði þeim orðið ókleift að halda útgerð á- fram. Því miður er eigi hægt að birta skýrslur um starf Sam- ábyrgðarinnar frá byrjun, því mik- ið af skjölum og bókum hennar fórst í eldsvoðanum mikla er landsbankahúsið brann hjer 1915, en hún hafði þar skrifstofur sínar. Hjer verður því aðeins tekinn til fróðleiks útdráttur úr reikningum vátryggingarinnar fyrir árin 1915 —1930, er forstjórinn liefir góð- fúslega leyft að birta. Fyrir algerða skip- tapa (140 báta) hefir verið greitt . . . . kr. 1.389.673.35 Fyrir einkatjón hefir verið greitt . . . . kr. 832.587.09 Fvrir drátt til hafnar vegna vjelbilana kr. 56.953.69 Samtals kr. 2.279.214.13 Endurgreidd iðgjöld a árunum 1915—1930 Samtals kr. 203.538.38 Þar af fyrir uppistöðu. eða hafnarlegu kr. 85.801.i)9 Af þeim 140 skipstöpum, sem að ofan greinir fórust 27 bátar með allri áhöfn. Skrásett og tilkvnt tjón frá upp- hafi hafa verið 8-ú). Af framangreindum tölum geta menn sjeð, að það er eigi lítið starf sem Samábvrgð Islands hefir leyst af hendi, þar sem hún hefir greitt yfir 100 þús. króna að með- altali árlega, síðan hvin var stpfn- uð, fýrir tjón á skipum og bátvvm landsmanna og má nærri geta að þjóðina lvefði munað um minna. fjártjón en slíka upplvæð, ef þessi floti hefði verið óvátrygður, Þá má og minnast þess, að Sam- ábvrgð íslands hefir brotið ísinn og áunnið íslenskum vjelskipa- tryggingvvm traust hjá erlendvvnv sjóvátryggingarfjelögum sem ekki yildu við þeim líta áður en hún kom til sögunnar. Jón Gunnarsson hefir verið f ramkvæindastjóri Sa ni ábyrgða r Islands frá upphafi og liopuin má vnikið þakka hversu vel lvefir tekist nveð stofnun þessa, því samviskusamari og gætnari mann var eigi auðið að fá til að yeita slíku fyrirtæki forstöðu. Reykjavík, 30. des. 1930. Geir Sigurðsson. Smælki. - Hvað er hættvvlegast við bíl- ana ? — Bílstjórarnir. — lireknirinn hefir bannað kon- unni minni að fást við matreiðslvv. —• Er hvvn veik? — Nei, en jeg er orðinn veikur. — Eigið þjer þetta barn? Nei, en hvað ]>að er gaman. Hvað er það garnalt? — Þriggja mánaða ! Er það yngsta barnið yðar? — Það kom einhver Sigurður til inín og bað mig um að lána sjer peninga, Þekkið þjer hann? Já, jeg þekki hann eins vel og yður. Lánið honunv ekki einn einasta eyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.