Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1931, Blaðsíða 6
22 ' W' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Minningar frd Islandi. I austurríkska blaðinu „Wiener Bilder“ er grein eftir Theo Henning málara og fylerja henni nokkrar myndir frá íslensku sýningunry sem haldin var í Wien í sumar, og Henning gekst fyr'r. Orein hans er mjög vingjarn- lega skrifuð og birtast hjer kaflar úr henni. hans er hægt að senda myndirnar hvort heldur er með síma eða loftleiðina. Engar truflanir geta þar átt sjer stað, eins og t. d. í útvarpi. Sumir heldu því fram, að þetta nýja „útvarp“ mundi valda alt of miklum bylgjutruflunum í ljós- vakanum. En Philo segist hafa ráðið bót á þessu og að „útvarps- bylgjur“ sínar skuli ekki hafa aðra eða meiri lengd en venju- legar útvarps-bylgjur. Hann segir enn fremur að hægt sje að sameina útvarp sitt og venjulegt útvarp, þannig, að við- tækin kosti ekki meira en þau kosta nú. Þykist hann því alveg viss um það, að viðtækin verði framvegis útbúin með firð-skugg- sjá sinni. — Fyrsta myndsendingastöðin hefir þegar verið stofnuð í New York, og bráðlega verður reynt að sameina „fjarsýni“ og „fjar- heyrn“ um öll Bandaríkin. Sejm Valery Slawek, hinn nýi forsætisráðherra Pólverja — Herra veitingamaður, læknir minn hefir sagt mjer að jeg megi ekki búa í öðru veitingahúsi en þar sem sunnanvindur blæs. — Þá var gott að þjer komuð hingað; hjer hafið þjer hitt á rjetta staðinn. Hjer blása altaf sunnanvindar. — En mjer finnst hann nú vera á norðan. — Það er ekki að marka. Það er sunnanvindurinn, sem hefir snú ið aftur tnl að bláaa kjer. Jeg var einn á ferð gangandi langt inni í landi elds og íss, hafði hvorki fylgdarmann nje hest, frem ur venju, ekkert tjald og engan farangur, nema bakpoka, og í hon- um var nesti mitt og hin nauðsyn- legu áhöld: málaraáhöldin. Allan daginn hafði jeg gengið yfir sand- auðnir og stefndi á Heklu, því að upp á hana ætlaði jeg að ganga daginn eftir. Hekla er drotning allra eldfjalla á íslandi. Hún hefir að jafnaði gosið tvisvar á öld. Er hún fræg um öll lönd. Nú hreykir hún sjer hljóð og tignarleg fyrir framan mig. Það borgar sig að fara umhverfis jörðina til þess að fá að njóta hins dýrlega útsýnis af Heklutindi. Fyrir mjer verður á, sem jeg þarf að komast yfir, því að hand- an við hana er bóndabærinn, sem jeg ætlaði að gista á. Það var ekki um annað að gera en klæða sig úr og vaða yfir ána. Varð mjer þá ósjálfrátt hugsað til hinna mörgu manna, sem látið hafa lífið í jökulám íslands, sem ýmist eru stórgrýttar í botni, eða þá að sandbleyta er í þeim. Þarna inni á milli hrauns og sanda er dálítill grænn blettur og þar stendur bóndabærinn, mörg hús saman með torfþökum, eins og siður var áður að byggja á Is- landi. Lítill og fátæklegur er bær- inn að sjá, en þegar jeg kom í hlaðið brá mjer heldur en ekki, því að fagur hljóðfærasláttur barst til mín út úr torfbænum. Þar voru leikin lög eftir Grieg og Bach og Beethoverf. Húsfreyjan var að ieika á liarmonium og hún söng meðal annars Loreley í íslenskri þýðingu. En húsbóndinn sat við borð og var að lesa þýðingu á Goethes „Faust“. Húsbóndinn las nákvæmlega meðmælabrjef mitt frá austur- líkska konsúlnum í Reykjavík, yirti mig fyrir sjer frá hvirfli til Ija. Að því búnu var mjer tekið opnum örmum eins og kærum vini. Sá vegur, sem ferðamenn fara venjulega til Heklu, liggur tals- Frá íslensku sýningunni í Wien.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.