Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hverjir bræðra hans, en þeir hjetu: Vjesteinn, Vjeþormur, Vjemuhd- ur Vjegestur, Vjeþorn og Vjedís hjet systir ])eirra Vjegeirssona. Þeir bræður brutu skip sitt um haust undir hömrum miklum í ill- viðri og komust nauðulega upp. Heitir þar síðan Sygnakleif, rjett fyrir norðan Atlastaði í Fljótum. Tók Atli þræll Geirmundar lielj- arskinns við þeim öllum skip- brotsmönnum og hafði þá um vet- urinn í góðu yfiriæti, án þess að leita leyfis hjá Geirmundi. — En er Geirmundur kom að máli við Atla ]>ræl sinn og spurði hanu hverju slík ráðsmenska sætti, kvaðst þrællinn hafa gert þetta til þess að sýna, hversu mikið göfugmenni Geirmundur væri, er liann ætti þræl, sem þyrði að taka slík stórræði á sig. Geirmundur gaf þá Atla frelsi og bú það er hann varðveitti fyrir svar hans og hið stórmannlega lirræði. — Er bær þessi síðan kend ur við Atla þenna og heitir Atla- staðir. Þrír bæir liafa alls verið í Fljóta víkinni: Atlastaðir, Tunga og Glúmsstaðir. Glúmsstaðir eni nú í eyði og hafa verið ]>að öðru hverju síðan um stórubólu 1707. Þegar jarðabók Áma Magnússon- ar var samin 1710, lágu þessir bæ- ir í Fl^ótum allir í eyði. Jarðabók- in segjr að liafa megi í Tungu 1 kú og 6 ær og ekki fleiri pening. Á Atlastöðum megi hafa 2 kýr. 10 ær, 4 löinb og 1 hest; en á Glúmsstöðum 1 kú og ekkert ann- að. — Mat jarðabókarinnar virð- ist vera mjög einkennilegt, ef á það er litið eingöngu, hve gróður er þarna mikill og kafgresi á engj- um í góðæri. Það bar þeim saman um öllum, sem jeg talaði við og kunnugir voru í Fljótum, að svo hátt væri stargresið á engjum með fram vatninu, sjerstaklega í Glúms staðaengi, að hnýta megi saman yfir herðakamb á hesti og aumur væri sá sláttumaður er eigi feldi kýrfóður á dag þar sem loðnast væri. En sje nú athugað hversu ein- angraðir menn eru þarna frá um- heimi vegna hinna erfiðu og ó- mögulegu samgangna og oft koma sumur, sem ekki er liægt að þurka nokkurt lieystrá sakir úrfellis og þoku, er betur hægt að átta sig á hinu lága mati þessara jarða. — Grasvöxtur getur líka brugðist þegar ísar ligg.ja þarna við land fram eftir öllu sumri, eins og oft ber við. Við þetta bætist svo þekk- ingarleysi manna á öllum nýjung- um og framförum er miða til um- bóta á hagnýting jarðagróðans í baráttunni við veðurfarið. Annað hvort er, að veðrátta hef- ir verið betri á þeim tímum, er Atli þræll bjó hjer, eða menn hafa verið fors.jálli i búnaðarháttum og sterkviðaðri í lífsbaráttunni held- ur en nú er, því gera mð ráð fyrir aö stráin liafi vcrið föst á öðrum endanum þá, líkt og nú. Og þótt hlunnindi af hvalrekum rg seladrápi liafi verið mikil á Ströndum í fyrri daga, þá er samt margt sem ótvírætt bendir til, að á búum Geirmundar heljarskinns og annara landnámsmanna á Hornströndum liafi verið margt lcvikfjenaðar. Kýr sýna hjer yfirleitt gött gagn og sauðfje er hjer innan um frábært að vænleika, en ekkert. er unnið að kynbótum eða til þess að bæta bústofninn á nokkurn liátt. — Votheysgryfjur hafa verið gerðar á 2 eða -1 bæjum hjer á Ströndum. Þær liafa að engum notum komið og það gras, sem í þær hefir verið látið liefir orðið ónýtt sakir vankunnáttu og hirðu- leysis. Ein grvfja slík var í Iíeka- vík og var sú lítil, illa gerð og óhæf. Fólk er á þessmn slóðum, úti- lokað frá framförum og menn- ingu. Það hvorki kann eða getur, hagnýtt s.jer til lífsbjargar þá möguleika, er hin örgeðja, hrika- lega og dutlungafulla náttúra hef- ir því að bjóða. Þar eru engin tækifæri fvrir framgjarna ung- linga. Þeir leita því í burtu strax og þeir geta og koma ekki aftur. Þeir sem eftir verða, ala aldur sinn í hvarfi við liinar öru breyt- ingar nútímans og verða að við* undrum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.