Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1931, Qupperneq 8
168 LESBOK MORGUNBLAÐSLNS „Tokio Odori“. Hjer birtist mynd, sem tekin er bak við tjöldin á leikhúsi í Tokio. Frá vinstri til hægri sjást þeir sendiherrar Dana, Sviss og Portúgals. Eru þeir þangað komnir til þess að láta dans- meyjarnar kenna sjer „Tokio Odori“, þjóðdans Japana. — Hvað er að heyra þetta — hefir fóturinn verið tekinn af manninum þínum? Hvað getið þið nú gert við stígvjelið af þeim fati? Móðir: Það hefir verið skratt- inn. sem hvíslaði því að þjer að berja hana litlu systur þína í augað. Strákur (ákafur): Já, en jeg fann sjálfur upp á því að sparka í liana. — Hefirðu heyrt það að Smitb hefir samið operettu? — Það kemur mjer ekki á óvart —- 1 hann hefir verið þjófgefinn síðan hann var smástrákur. f Chicago. Leikkona kemur til lögmanns og segist þurfa að fá skilnað. — Jeg skal sjá um það fyrir venjulegt gjald, svarar hann. — Hvað er venjulegt gjald? — 500 doílarar. — Það er of mikið; jeg get fengið hann skotinn fyrir 10 doll- ara. Horræna söngmótið í Kaupmannahöfn SöngTnennirnir, sem fóru til Kaupmannahafnar. Frægur karlakór, „Bel Canto“ í Kaupmannahöfn stefndi saman bestu karlakórum Norðurlanda til söngmóts í Kaupmannahöfn núna um mánaðamótin. Átti þar að koma fram lirval karlakóra á Norð urlöndum, og urðu fyrir valinu Karlakór K. F. U. M. frá íslandi, „Orpheus Drángar“ frá Svíþjóð, „Muntra Musikanterna“ frá Finn- landi, „Gulbergs akademiske kor“ frá Noregi og svo „Bel Canto“ frá Danmörku. — Karlakór K. F. ,U. M. lagði á stað hjeðan með Gullfossi 19. maí. Var hann kvadd ur hjer með virktum og fylgdu honum hugheilar kveðjur og óskir allra um það, að honum mætti sem best takast, að hann yrði bæði sjer og íslandi til sóma á söng- mótinu, að honum auðnaðist að sýna það, að hjer norður á hjara veraldar búa engir eftirbátar ann- ara þjóða, ef kapp skal reyna um list og menning, og það vonum vjer allir að Karlakór K. F. U. M. takist að sýna. — Myndina hjer að ofan Ijet Morgunblaðið taka^ af söngmannaflokknum daginn sem liann fór hjeðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.