Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1931, Blaðsíða 2
178 LESBÓK MORGKNBLAÐSINS Til vinstri: Piccard prófessor í hinni kúlumynduðu aluminiumkörfu flugbelgsins. — Flugbelgurinn tilbúinn að leggja á stað. Til hœgri: meira að hinum mörgu óleystu gátum í efra gufuhvolfinu. Engum gat dulist að flugferð Piccards var áhættumikil. I efra gufuhvolfinu er loftið svo þunt, að menn verða að hafa með sjer súr- efni til innöndunar. Þar að auki gat kuldinn orðið Piccard hættu- legur. Og svo vissu menn heldur ekki fyrirfram, hvaða áhrif stjörnugeislarnir kynnu að hafa á lifandi verur í þessari hæð. Loftbelgur Piccards er stærsti loftbelgur í heimi, rúmar 14000 teningsmetra af gasi. Karfan, sem Piccard og förunautur hans voru í, er úr aluminium og loftþjett. Onnur hlið hennar var máluð svört, hin hliðin hvít. Svörtu hlið- inni snjeri Piccard að sólinni, ef of kalt var í körfunni; hvítu hliðinni, ef hitinn var of mikill. Piccard og förunautur hans, Kipfer veðurfræðingur, lögðu af stað í loftfarinu frá Augsburg í Þýskalandi þ. 27 .maí kl. 4 að morgni. Þeir höfðu með sjer mat og súrefni til tveggja daga. Veðrið var hið ákjósanlégasta'. Loftfarið steig fljótt í loft upp. Kl. 8 sást það ennþá í sjónauka, en svo hvarf það bak við skýin. Piccard hafði gert ráð fyrir, að loftförin mundi taka 7 klukku- stundir fram og aftur. Hann hefði því átt að vera kominn aftur kl. 11. En klukkan varð 11 og meira án þess að nokkuð sæist til loft- farsins. Menn fóru því að óttast, að Piccard og Kipfer mundu ekki koma lifandi heim úr ríki stjömu- geislanna. Kl. 14y2 sást loftfarið loksins aftur. Það sveif þá yfir Garmisch- Partenkirchen í Bayem, leið hægt suður yfir Alpafjöllin í 4000 metra hæð og lækkaði smátt og smátt í lofti. En hvers vegna lenti Piccard ekki norðan við Alpafjöllin? Hann átti á hættu að rekast á Alpa- tindana, þegar loftfarið rak suður- eftii. Flugvjelar vom sendar af stað frá Munchen. En flugmenn- irnir gátu ekkert lífsmark sjeð í loftfarinu. Menn voru því hrædd- ir um, að Piccard og Kipfer væru meðvitundarlausir í körfunni, eða ef til vill helfrosnir eða kafnaðir vegna loftleysis, Að minsta kosti væru þeir í hættu, því vel gat far- Piccard prófessor leggur á stað frá Augsburg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.