Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1932, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 211 í en Bylting í 5íam. Rupprecht prins (til liægri). maður, og bræðralagið ætti ekki síður að liafa í heiðri á þessum tímum. Hann tók það sjerstaklega fram, að hann fylgdi ekki neinum sjerstökum flokki að málum, en liann væri á móti því, að öll völd væri lögð í hendur ríkisstjórnar- innar. „Það er þýsk regla að innræta mönnum ábyrgðartilfinn- ingu ,láta þá finna að þeir sje frjálsir og að þeir megi nota frelsi sitt“, sagði liann. „Vjer viljum all- ir vera góðir Þjóðverjar, en vjer viljum líka vera góðir Bayerns- menn“. Að lokuin gat Iiann þess, að kraftur Þýskalands væri í því fólginn, að öll ríkin væri samein- uð, eins og Bismarck gekk frá því. „Og vjer megum aldrei missa sjón- ar á því, að vjer Þjóðverjar erum allir bræður“. Konungurinn í Síam. — Konþngshöllin. — Frá Bangkok. Einhver sú einkennilegasta stjórnarbylting, sem fram hefir farið nú á seinni árum, fór fram í Síam seint í júnímánuði. Venjan er sú, þegar stjórnarbylting er gerð, að æðsti valdsmaður landsins verð- ui að fara frá. Æðsti valdsmaður- inn í Síam er konungurinn, en bann þurfti ekki að fara frá. Bylt- ingin var aðeins gerð til þess, að koma á þingræði í landinu, eftir fyrirmynd þjóðanna í vestur Ev- rópu. Uppreisnarmenn voru vel búnir að vopnum, en ekki kom til neinna blóðsúthellinga, því að Öll alþýða var þeim fylgjandi, og þeir höfðu einnig með sjer bæði landher og sjólið. Þeir, sem voru andvígir uppreisninni, voru eiri- giingu hinir mörgu prinsar í land- inn og æðstu herforingjar, en þeir voru allir teknir höndum, og er þeim enn haldið sem gislum. Iíafa uppreisnarmenn hótað að drepa þá alla, ef tilraun sje gerð til gagnuppreisnar. Prajadhipok konungur var ekki heima í Bangkok þegar uppreisn- in hófst. Þau konungshjónin voru þó stödd í borginni Huahin .Þang- að fóru uppreisnarmenn á fund konungs og sögðu honum að hann mætti sitja í hásæti áfram, ef hann samþykkti það, að gefa ríkinu stjórnarskrá og konungsvaldið yrði þingbundið. Gekk hann þegar að þeim skilyrðum og voru þau konungshjónin því næst flutt á lierskipi til Bangkok. f Síam hefir ekki verið einveldi. Konungur hefir haft við hlið sjer svokallað ríkisráð, skipað fjórum mönnum af konungsættinni, og auk þess hefie verið þar 40 manna lög- gjafarþing. Konungur Iiafði að IHS PASSING SHOVM — Jeg hjelt að hann væri sumarfríi . — Já, hann er í sumarfríi, hann eyðir því svona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.