Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1933, Blaðsíða 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 Prinsinn af Austria, sonur Alfons fyrverandi Spánar- konungs, liefir nýlega trúlofast dóttur óðalseiganda á Kriba. Hún heitir Edelmira San Pedro Ocejo. Foreldrar prinsins eru mjög mót- fallnir trúlofuninni. Hjer á mynd- inni sjást elskendurnir. Nýir atvinnuvcgir. Tveir ungir menn, B. Leigli og Norgrav Prinslow, báðir útlærðir verkfræðingar frá Manehester fóru til Ameríku að leita sjer atvinnu og settust að í borginni lílack- pool. En þeir gátu enga atvinnu fengið. Og eftir að bafa gengið atvinnulausir ail-lengi fundu þeir upp á því, að fara að selja flysj- aðar kartöflur. Fólk hló að þessu uppátæki þeirra í fyrstu, en brátt kom í ljós að þarna höfðu þeir fundið atvinnuveg. Gistihús, veit- ingahús og matsölustaðir sáu sjer hag í l>ví að kaupa lcartöflurnar flysjaðar og innan skamms rak að því að þeir komust ekki yfir ])að sjálfir að flysja kartöflurnar, svo að þeir þurftu að fá sjer aðstoð. TTm nokkum tíma voru þeir svo fjórir, en smám saman var bætt við fólki, þangað til 34 höfðu atvinnu við þetta. Flest af þvi voru ungar stúlkur. Ein þeirra gerði ekkert annað en „stinga aug- un út‘‘ úr kartöflunum. Eftir að hafa stundað þessa atvinnu í tvo mánuði, seldil þeir fjelagar 5— 6000 kg. á dag. Og altaf jókst eft- irspurnin. Svo urðu þeir að fá sjer vjelar til þess að flýta fyrir flysjuninni og nú græða þeir vel á þessu. — — I Englandi hafa tveir ungir menn fundið upp á öðrum atvinnu- vegi. Þeir hafa gert samning við bókaforlag um að fá lánaðar hjá því bækur. Svo hafa ]>eir fengið sjer bíl og útbúið hann með bóka- livllum. Aka þeir svo út um allar rveitir, sijin daginn í hvora átt- ipa og lána ])essar bækur út gegn •águ gjaldi. Þykir sveitafólki sem það liafi himin höndum tekið ])egar þá ber að garði, og lána þeir út geisimikið af bókum. Eftir b.álfan mánuð koma þeir svo að rækja bækurnar og lána fólki nýj- ar bækur. Hefir ])essi atvinna ])eirra gengið ve] fram til þessa og ])etta umferða bókasafn orðið mjög vinsælt. Loftsteinn veldur málaferlum. í einu af Vcsturríkjunum í Norður-Ameríku fjell nýlega. loft- steinn. Kom hann niður í land jarðar, þar sem leiguliði býr. — Iíann varð heldur en ekki kátur út af þessari sendingu, því að nú þurfti hann ekki annað en setja upp tjald yfir steininn og selja aðgang öllum ]>eim, sem vildu skoða hann. Það gátu orð- ið drjúgar aukatekjur, og ekki veitti bóndanum af. því að hann var bláfátækur. En jarðareigandi var nú ekki alveg á þessu. Hann sagði: „>Teg á jörðina og alla ])á málma, sem kunna að vera í lienni. í þessum steini er mestmegnis járn, og þess vegna krefst jeg þess að fá hann“. Leiguliðinn neitaði að afhenda rteininn og })á stefndi jarðareig- andi honum. En áður en málið kæmist fyrir dómstólana, kom tollstjórnin á vettvang og lagði löghald á steininn. Hjelt hún því fram, að þetta hrájárn væri kom- ið til Bandaríkjanna án þess að vera tollað á löglegan hátt. Þá sættust þeir leiguliði og jarðareigandi, því að hvorugur þeirra vildi greiða toll af stein- inum. Upplýsinga-sjálfsali. Á Kurfúrstendamm í Berlín hef- ir nýlega verið settur upp ein- kennilegur sjálfsali, sem veitir upplýsingar á mörgum sviðum, t. d. um það hvar fólk geri besl kaup, upplýsingar um leiksýning- ar í hinum ýmsu leikluisum borg- arinnar, um livar lögreglustiiðvar sje, um skrifstofur erlendra sendi- herra m. m. fl. Bróðir Piccards. Jean Piceard, sem á heima í Ame- ríku, ætlar í sumar að fara í flug- kúlu rannsóknaför upp í háloftin. Er sú för farin í sambandi við Chicago-sýninguna. Hjer á mynd- inni sjest Jean Piccard í flug- kúlunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.