Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1933, Blaðsíða 6
350 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sínu við biskup þar á hlaðinu, og bað Halldóru dóttur hans sjer til eiginkonu. Biskup neitaði Ara um ráðahaginn. Steig þá Ari og sveinar hans iá hesta sína, og riðu snúðugt burt. Biskup gekk til stofu, hitti dæt- ui sínar og sagði þeim erindi Ara og erindislok. Halldóra brosti, ,en Kristín sagði: „Hvar hyggur þú faðir minn að leita okkur ráða- hags, er þessum er burtu vísað“. Biskup ljet þá kalla fyrir sig kirlcjuprestinn, og bað hann ná tali af Ara og bjóða honum ráða- hag við Kristínu dóttur sína. — Kirkjupresturinn fór sem fljótast, og náði Ara og sveinum hans, er þeir ,áðu við Hjeraðsvötn. Gat prestur komið svo máli sínu við Ara, að þeir snern aftur heim til Hóla. Var þá slegið upp veislu og drukkið festaröl Kristínar Guðbrandsdóttur og Ara Magn- ússonar. Litlu siðar bað Staðar- hóls Páll Halldóru; var hann þá skilinn samvistum við Helgu eig- inkonu sína, og hún komin að Munkaþverá til Elínar dóttur þeirra. Staðarhóls Pál 1 skrifaði Halldóru bónorðsbrjef og sendi henni Ijóðmæli eftir sig, þar á meðal ástarkvæði til Halldóru. — Guðbrandur biskup tók bónorði Páls mjög fjarri, og bar því við að hann væri ekki löglega skil- inn við sína eiginkonu. Halldóra Guðbrandsdóttir var jafnan með föður sínum, misti hún móður sína 11 ára. Var þá huggun og harmabót föður síns, og tók ung við bvisforráðum með honum, og umsjón staðarbúa. Guðbrandur biskup lá máttlaus í rúminu síð- ustu ár æfi sinnar. Hafði Hall- dóra þá á hendi búsforráð stað- arins og fjárheimtur. En Arn- grímur Jónsson hinn lærði hafði á hendi andleg biskupsstörf, og vígði presta. Þá fauk í ofviðri dómkirkjan á Hólum. Hafði hún þá staðið í nær 200 ár. Halldóra ljet byggja kirkjuna upp aftur frá grunni með miklum kostnaði og fyrirhöfn. Ara í Ogri mági Halldóru þótti sem rýrna mundi hlutur erfingja biskups, vegna eyðslu Halldóru. Ari fekk sjer því dæmdan rjett til að vera fjár- haldsmaður Hólastóls, og Guð- brandar biskups. Eftir þetta reið Ari bóndi heim til Hóla, hafði lítið tal af Halldóru, skoðaði reikninga, læsti kistur, og lykla þar í, og signetaði með sínu eigin signeti. Halldóra undi illa þessu ofríki Ara, og fekk með konungs brjefi umboð og forstöðu stólsins og eigna hans. Voru signeti Ara þá burtu tekin. Eftir andlát Guðbrandar bisk- ups ætluðu flestir að Arngrimur Jónsson myndi þar til biskups kosinn, en svo fór þó eigi. — A fjölmennri prestastefnu, sem hald- in var á Plugumýri í Skagafirði var Þorlákur Skúlason kosinn biskup; var hann fóstursonur Halldóru, og unni hún honum mjög. Er talið í áreiðanlegri heimild að þessi biskups kosning hafi verið gerð til að gleðja Halldóru Guðbrandsdóttur. Þorláki Skúla- syni er svo lýst að hann hafi verið ljúfur og lítillátur, glað- sinnaðnr og góðlyndur, ílð persónu áliti og lærdómi, og öðrum gáf- um vel að sjer, og vel látinn af öllu fólki. Þorlákur Skúlason giftist tveim- ur árum eftir biskups vígslu sína. Halldóra flutti þá að eignarjörð sinni, Óslandi í Óslandshlíð, og bjó þar til dauðadags. Urðu henni búsforráðin á Óslandi ekki fyrir- liafnarmikil eftir alt umstangið á Hólum. Halldóra lagði þá mesta stund á bókvísindi og hannyrðir; var hún mjög vel mentuð kona, og er það tekið fram um tungu- málakunnáttu hennar, að hún hafi verið vel að sjer í þýskri tungu. Rithönd Halldóru er til á Þjóð- skjalasafninu í Beykjavík, er skriftin svipfalleg með föstum dráttum. Mynd af Þorláki biskupi saum- aði Halldóru í klæð, og er myndin geymd á Þjóðminjasafninu. Hall- dóra Guðbrandsdóttir andaðist A Óslandi, var grafin í kór í Hóla- dómkirkju, er legsteinn hennar þar með áletrun meðal legsteina biskupanna, þann dag í dag. Það getur að lokum valdið nokkrum hugleiðingum, að þessar þrjár mikilhæfu konur giftust ekki, svo ríkar, ættstórar og mik- iismetnar, sem þær allar voru. En það virðist einhvern veginn svo á óllum öldum, með sumar giftar konur í fremstu röð, að það eigi við sem segir í þjóðsögunum: „í stafni situr Höggvinhæla, fullur er skór með dreyra. Heima situr Mjaðveig- Mánadóttir, mikið betra brúðarefni.“ --------------- Briöge. S: D. H:D, 10,7. T: 9, 4, 3. L: ekkert. S:enginn. B H : 8, 5, 4, T:G, 10,6,5. L:ekkert. „ S: 10,9,6. H: 9. T: 7. L: 10, 6. Hjarta er tromp. A á út. A og B eiga að fá 4 slagi. Lausn á bridgebraut í seinustu Lesbók: A C B D 1. SG S3 S2 S7 2. SIO S4 H9 S9 3. L2 L10 LD L6 4. L8 T8 T10 L7 5. S6 S5 H10 H7 6. H6 og nú hlýtur B að fá slag á L9. — Segið mjer flugmaðru-, hvað gerum við ef flugvjelin hrapar í háa lofti ? — Þá grípum við fallhlífarnar og stökkvum út úr henni. — En ef fallhlífin bilar? — Þá teygjum við úr hand- leggjunum og þykjumst vera fugl- ar. — S: Á, 7.4. H: G, 6. T: enginn, L: 8, 4.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.