Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1937, Blaðsíða 2
lesbók moröunblaðsins 42 þess að breiða úr sjer tii suðurs og austurs ofí srlevpa smátt og smátt í sig Tyrkland, Persíu, Ind- land og jafnvel Kína. Markmið hans var að opna þjóð sinni út- sýn yfir Evrópu. í hinum lang- varandi og margþætta Norður- landaófriði, þegar Svíþjóð, Dan- mörk og Sachsen-Pólland og Pjet- ur börðust um yfirráðin vfir Eystrasalti, tókst honum að leggja undir sig Lifland, Est- land, Ingermannland og Karelen. Við það ruddi hann sjer braut að Austursjónum, og hnekti valdi Svía á hafinu, svo þe;r urðu 2. flokks sjóveldi. Meðan sá ófriður geysaði stofnaði hann St. Pjeturs- borg og setti þar upp verksmiðj- ur, spítala, hermannaskála, bóka- söfn, leikhús og aðrar Vestur- Evrópu uppfyndingar. Með harð- ýðgi og blóðsúthellingum braut hann á bak aftur uppreisnir Stre- litzanna, en þeir höfðu á dögum fyrirrennara hans náð ótakmörk- uðum valdaáhrifum. A sama hátt fórst honum gagnvart sam- blæstri aðalsmanna og ættmanna sinna. Þannig varð hann stofn- andi keisaradæmisins. Með sama ofstopa reyndi hann að innleiða evrópiska menningu í öllu landinu. Hann fjekk til sín erlenda herforingja, kaupmenn, mentamenn, listamenn, bannaði alskegg og Austurlandaklæðnað, leiddi í lög júlíanska tímabilið, en fram að þeim tíma höfðu Rúss- ar reiknað ártölin frá sköpun heims, gróf Ladoga-skurðinn, fækkaði klaustrum, losaði kven- þjóðina úr kvennabúrunum, skip- aði aðalsmönnum til námsvistar erlendis og skyldaði æskulýðinn til skólagöngu í hinum nýju skól- um. Stórbrotinn, víðsýnn og grimm úðugur var hann, og líkur rudda- fengnum leikara, með sín sífeldu ofsareiðiköst og krampaflog, ó- evrópiska klæðnað, sem svipaði til leikarabúnings, og sína þrjá förunauta, apann á öxlinni, hir.ð- fíflið með fettur sínai- og brett- ur cg flöskuna með heimabrugg- uðu brennivíni. Hinar snöggu umbætnr Pjeturs mikla urðu þegar alt kcnn til alls engin hamingja fyrir Rússa. Þeir voru þjóð, sem í þroska sínum höfðu einmitt náð miðöldunum, en var nú með ofbeldi og undir- búningslaust varpað út í lífsskil- yrði þroskaðrar „barok“- aldar. Þetta var enn einn sigur fyrir hina „cartesiönsku“ stefnu, sem Pjetur vann, er hann á einum mannsaldri eftir ákveðnum for- skriftum reif upp úr jörðinni ev- rópiskt stórveldi, breytti „teo- kratiskri" bændaþjóð í „búreau- kratiskt“ sjóveldi, og fjekk bar- bariska austurlandamenn til að taka upp vesturlanda menningu. Katrín mikla og flestir aðrir einvaldar Rússa hafa haldið á- fram á þessari vitlausu braut, þessari óeðlilegu evrópiseringu á þjóðinni, og er bolsivisminn síð- asti þáttur hennar. Lenin sá þetta mætavel. Hann kallaði Pjetur mikla pólitískan ættföður sinn og sagði, að hann hefði verið fyrsti byltingamaður- inn í hásæti Rússlands. Þessvegna snerist hann öndverður gegn því, að skift væri um nafn á Petro- grad og borgin nefnd Leningrad. Aðferð Pjeturs og Lenins er upphaf og endir á samfeldum ó- dáðaverkum gagnvart þjóðarsál Rússa. Vegna þess er komin djúp og sennilega óbrúandi sprunga í framþróun þjóðarinnar. Það hefn- ir sín, þegar reynt er að stökkva yfir eitt áraþúsund. Enn í dag eru Rússar miðaldaþjóðin í fjöl- skyldu Evrópu. Þessvegna eru það aðeins Rússar, sem hafa ó- svikið útþensluafl, aðeins Rúss- ar, sem hafa spámenn eins Og Tolstoj og helga menn eins og Dostojevsky. En vegna þess, að alt frá dög- um Pjeturs mikla eru í landinu allar tískunýjungar nýrrar aldar, hefir þjóðin liðið af sífeldri ó- stöðvandi sálsýki.. Þetta hafa Bolsivikkar hugboð um. Þessvegna hafa þeir gripið til hins sjerkennilega ráðs, blátt áfram að afnema þjóðarsálina. Það er ósvikin rússnesk aðferð, en er vitanlega aðeins byrjunin að nýjum og ennþá ægilegri hörm- ungum. * (Pjetur mikli var keisari frá 1682—1724. Strelitzar, sem minst er á í greininni, voru herfylking- ar, sem ívan grimmi skípulagði og hálfsystir Pjeturs, Sofia, studdist mest við, á meðan hún gat hald- ið Pjetri í skefjum og bægt hon- um frá því að verða einvalds- herra. 17 ára gamall, árið 1689, vann hann bug á andstöðu henn- ar og kom henni í klaustur. Stre- litzar höfðu ýmiskonar sjerrjett- indi um skeið, en herdeildir þess- ar voru leystar upp árið 1698.) Kveðja frá „Kollega“. (Lag: Chagrin d’ amour.) Jeg lifi í draumum þá liðnu stund, er leit jeg þig fyrsta sinn. Bros þitt var hvítt og kalt sem þín lund, en komst þó í sál mína inn. Og hjarta mitt brendirðu augn- anna eldi, ekki jeg stóðst þeirra töfraveldi, en brosandi ber jeg þá und. Síðan jeg lifi í leiðslu og þrá, — mig langar svo sárt til þín. — „En óskanna strönd muntu aldrei ná“. segir örlaganornin mín; því geislarnir sjást, en grípast eigi. Jeg græt þína fjarlægð á nótt og degi; í löngun jeg lifa má. Þig nefnir mitt hjarta við hvert sitt slag, það heiti þitt rúmar eitt. Jeg finn þig í söng, jeg finn þig í brag, og fagna að þú hefir líf mitt seitt. Jeg styð mig í draumi við sterka arminn, þá streymir lífsþrá að nýju í barminn aftur, hvern einasta dag. Vigdís frá Fitjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.