Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 I dýraríki togaramanna (frh.) Kötturinn litli, sem hvarf. A_R sem engar kirkjubækur eru kaldnar yfir ketti geta f>eir ekki fengið löggild skírnar- og fæðingarvottorð, hvað, sem á bjátar. Og þeir, sem engin skil- ríki hafa með höndum til að sanna það á svörtu og hvítu, að þeir hafi fæðst á þessari stjörnu, geta lögum samkvæmt ekkert vega- brjef fengið til að komast veg allrar veraldar sem frjálsbornir borgarar þessa heims. Af þessu skipulagsleysi leiðir, að hvar sem við sjáum kött höf- um við gilda ástæðu til að efast um þjóðerni hans og stjórnmála- skoðanir — og fast að því fulla heimild til að taka hann fastan og gera við hann hvað, sem við viljum! Þessa heimild varnarleysisins nota sumir sjer og sumstaðar eru haldnir fjölmennir borgarafundir og gerðar tillögur, og síðan samið frumvarp til laga um að útrýma öllum köttum úr þjóðfjelaginu. Og svo byrja ofsóknirnar í geig- vænleik hryðjuverkanna! Þegar stjórnarvöldin búa þann- ig í pottinn fyrir þjóðfjelagsþegn- ana, hefst öngþveiti landflótta- lýðsins og þessir skilríkjalausu og Um þesar mundir er verið að byggja hafnarvirki í Ólafsvík, og er nú þegar orðin að þeim mikil bót. Seinustu árin hefir talsvert verið ræktað í þorpinu, og er sennilegt að það aukist á næst- unni. Ólafsvík hefir ekki síður orðið hart úti undanfarin ár, heldur en önnur sjóþorp hjer á landi. Það er sennilega erfitt að spá nokkru um það, hvað bíði Ólafs- víkur í framtíðinni, en máske verður einhver fossinn beislaður, svo að þar þurfi enginn framar að sitja við lítil og dauf ljós, eða að sækja móinn á bakinu upp á fjall, og máske verður reist þar fiskverksmiðja, sem ásamt sjósókn og landbúnaðarstörfum styðji að því að gera Ólsara sjálfstæða og sjálfbjarga. L. K. rjettdræpu vesalingar flýja hvert sem þeir komast — og allir forð- ast þá eins og heitan eldinn — því sá, sem er álitinn skaðlegur einu þjóðfjelagi, hlýtur að vera það öðru. Einn þessara skilríkjalausu emi- granta er litli, svartbrúnótti síl- spikaði kötturinn, sem í gær vafr- aði hjer fram og aftur um þilfarið og skipsklefana og malaði og mjálmaði og strauk sjer og nudd- aði utan í alt og alla. Kisa kom sjer vel og allir, sem henni kyntust, báru til hennar ó- skiftan vinarhug. En um uppruna hennar og hjerkomu vissu skip- verjar ekkert og olli það þeim miklum heilabrotum. Væri kisa af íslensku bergi brotin hafði hún rjett til landgöngu í hvaða ís- lenskri höfn sem vera skyldi, og þá var henni vel borgið. En ýms- ar getur voru að því leiddar, að kisa væri af breskum ættum og hefði laumast um borð í South- Schilds. Þó var það alveg ósannað mál. Menn vissu það eitt, að kisa hafði komið um borð sem „blind- ur“ farþegi, og leið vel og hún óx og fitnaði og ljek á alls oddi. Stundum var hún tímum saman uppi í loftskeytaklefa og hlýddi þar á útvarp og loftskeytasend- ingu og virtist veita hvorutveggja meiri athygli en títt er um aðra hlustendur. En þó alt væri lagt upp í lopp- urnar á kisu, og hún þurfti ekk- ert fyrir neinu að hafa, þá hafði hún mikinn hug á því að ná sjer í volga bráð úr þessum fugla-mý- grút, er umkringdu hana á alla' vegu. — Og það var þessi þrá kattanna í heitt blóð, sem kom kisu litlu á knje. Einn morgun tók það að kvisast manna á milli, að nú hefði köttur- inn horfið í nótt — og að hverfa af togara úti í Jökuldjúpi þýðir í öllum tilfellum að drukkna og liggja nár á mararbotni. — Þessi urðu þá afdrif hennar, aumingj- ans, sögðu memi og miklum óhug sló á alla skipshöfnina — af því þetta var fyrsta lífveran með heitu blóði, sem hrokkið hafði útbyrðis af Gulltoppi. Og það, sem einu sinni kemur fyrir, end- urtekur sig altaf! Loftskeytamanninum gafst öðr- um fremur kostur á að kynnast kisu litlu vel, enda rekur mig ekki minni til, að jeg hafi sjeð nokkrum manni bregða eins við fráhvarf ■nokkurrar skepnu eins og honum brá, þegar hann heyrði um kattar- hvarfið! Hann leitaði fram og aftur um skipið, en alt kom fyrir ekki. Hún hlaut að hafa stokkið fyrir borð, og vafalaust hefir hún trúað því, að kettir gætu gengið á vatninu. Svo hefir hún stungist á bólakaf ofan í þenna jökulkalda og brimsalta heim, skotið upp aftur og synt uns þreytan og kuldinn færðu hana aftur í kaf og lokaði augum hennar í síðasta sinn fyrir úrræðaleysi þessa heims. Blessuð skepnan. — Ó, hvað það var leiðinlegt! Við þetta sorglega tækifæri flugu mjer í hug niðurlagsorð í minningarorðum, sem einu sinni voru skrifuð eftir þjóðfræga ís- lenska konu ? Þau voru á þesa leik: Minning hennar lifi okkur hin um til viðvörunar! Varastu að láta blóðþorstan aldrei leiða þig í gönur. Það er þjer sjálfum fyrir verstu. — God save the catf Meðan allir æðruðust yfir hvarfi kisu svaf hún værum svefni á bak við línubyssuna uppi á klæðaskápn um hjá Gísla vjelstjóra. — Aldrei get jeg látið mig dreyma um að þvo gólf. — Ekki jeg heldur, það var konan mjn, sem fann upp a þessu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.