Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1938, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1938, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS 143 Ungverska greifadóttirin, Geraldine Apponyi, seiii spáð var fyrir að myndi verða drotning, sjest hjer með Zog konungi, skömmu áður en þau hjeldu brúðkaup .sitt í Tirana (Albaníu). lijerar leita til manna um hjdlp Fjaðrafok. Eftirfarandi er haft eftir Gretu tíarho og hefir þar af leiðandi verið birt í flestöllum blöðum heimsins; „Jeg get ekki sagt, að jeg sje óhamingjusöm í Hollv wood. Jeg er bara ekki hamingju söm“! ★ Þektur amerískur bridgespilari William Konn að nafni, hefir stefnt hinum fráskildu Culbert son-hjónum. Hann heimtar af þeiin eina miljón krónur í skaða- bætur fyrir að þau liaf'i látið þau orð falla, að hann hafi svikið í spilum. ★ Fyrir nokkrum árum voru t'lutt ar mörgæsir til Lofoteu í Noregi. I bvrjun var útlit fyrir, að þess- um Suðurpólsfuglum litist ekki vel á sig við strendur Noregs. Nú berast af'tur á móti þær frjettir, að mörgæsunum hafi fjölgað að mun, og verið er að ráðgera að flytja þangað fleiri mörgæsir. ★ Prn Pilomena Ducci í Neapel f'æddi um daginn tvíbura, og var það í annað skifti á 14 xuán- uðum, sem frúi" eignast tvíbura. ítölsk biöð birta mjmdir og löng viðtöl við frú Ducci sem sanna fyrirmynd ítalskra kvenna, og sjálfur Mussolini hefir lieiðrað hana með því að gefa henni orðu og peningaupphæð. ★ Bóndi einn í Bandaríkjunum. 22 ára að aldri, kvæntist á dög- unum sjötugri hjúkrunarkonu. Hann hefir skýrt svo frá, að hann hafi viljað konu, sem hefði áhuga fyrir einhverju öðru en að sækja skemtanir á kvöldin. Vonandi hef- ir honum orðið að ósk sinni! ★ „Autograf“-safnarar nefnast þeir, sem safna eiginhandar und- irskriftum manna, og er slíkt fólk mesta plága fyrir alla fræga menn. En nú kemur frjett um aðra plágu, sem sögð er hinni fyrri verri, og hún nefnist „Pedo- graf“, og' „Pedograf“-safnarar safna fótsporum frægra manna í leir." Danskur maðiir segir eftirfar- andi sögu: Dag nokkurn, er jeg kom hjól- andi eftir þjóðveginum, kom hjeri hlaupandi út úr skóginum og staðnæmdist fyrir framan mig og vældi ámátlega. Jeg þóttist vita, að eitthvað gengi að honum, og steig af hjóli mínu. Hjerinn hljóp á undan mjer, en leit við og við til baka, eins og til að fullvissa sig um, að jeg fylgdi honum eft- ir. Ekki höfðum við farið langt, er jeg sá tvo hrafua, sem höfðu ráðist á hjeraunga og voru að rífa hann í sig. Höfðu hrafnarnir rifið hjeraunganu lifandi á hol og voru að gæða sjer á innýt'lum hans. Er hrafnarnir sáu til ferða minna, reyndu þeir að fljúga hurt með hjeraungann, en það mis- tókst. Jeg tók hjeraungann upp, en liann dó í höndunum á mjer og allan tímann stóð hjeramóðirin lijá mjer og bar sig aumlega. Alt í eiuu kom annar hjeraungi fram úr skógarþykni og þá hljóp hjera móðirin til lifandi ungans sínf? og hvarf með hann inn í skóg. Jeg tók litla dauða hjeraungann með mjer á hjólið og hrafnarnir eltu mig um 'stund, en er þeir sáu, að það var tilgangslaust, hurfu þeir von bráðar. Önnur hjerasaga er höfð eftir lönskum ritstjóra, J. Thamdrup að nafni: Hálfvaxinn hjeraungi kom dag nokkurn að dýraspítaia og fór inn um dyr, sem á stóð „Aðgangur bannaður“. Hjerinn fór strax til eins dýragæslumannsins og þá kom í 1 jós, að annað eyra hjerans var bitið af honum. Sárið var gamalt og farið að grafa í því. líjerinn hafði lent á rjettum stað með lasleika sinn og hjeraunginn var tekinn til lækninga. Það var eins og aumingja skepnan skildi, að það var honum fyrir bestu, er læknirinn þvoði sár hans og hatt um það, ög hin venjulega hræðsla hjerans við mennina hvarf alveg á meðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.