Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1938, Blaðsíða 6
358 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS "N Stigamaðurinn, sem varð yfir- iögregiuþjónn í París. (Frangois Vidocq) Faðir hans var bakari í bænum Arras í Norður-Frakklaiuli; móðir lians var afar trvtrækin. Ár- ið 1780 þe«rar sonur þeirra, Frang- ois, var 15 ára, strauk hann að heiman og: iiafði með sjer sparifje föður síns. Ilann la<rði lajr sitt við liinn versta skrO, gerðist fífl í fjölleikahúsi, op: <vekk síðan í her- þjónustu. Þe<rar stríð braust út <rerðist hann liðhlaupi og arekk í lið með Austurríkismönnum. Hinn mikli hera"i í þeim herbúðum fell honum ekki í geð og strauk hann einnig þaðan. Hann fór aftur heim til Frakk- lands og gekk í her byltingar-' manna. Þar gat hann sjer gott orð fyrir hreystf og var gerður að liðsforingja. Hann lenti sanit í ill- deilum við herdeildarforingja sinn og háði við hanu einvígi. Upp úr því var hann lækkaður í tigninni og rekinn úr hernum. Eftir það hófst glæpabraut hans. Hann var handtekinn skömmu seinna fyrir fals og dæmdur í 8 ára þrælkun- arvinnu á galeiðunum og um leið brennimerktur á öxl. í þrælavinn- unni var hann hlekkjaður við ann- an fanga, en honum tókst að strjúka. Hann ferðaðist því næst með flækingum og ræningjum um sveit- ir Frakklands og framdi mörg rán og innbrot. Líður ekki á löngu þar til hann er orðinn aðalmað- urinn í hópi glæpafjelaga sinna, enda verður hann brátt ókrýndur keisari glæpalýðs Frakklands, sem viðurkeijnir hann sem yfirmann sinn. Að lokum þreytist hann á þessu lífi, sem hanu veit að muni fvr eða síðar leiða hann að högg- stokknum, og þangað langaði hann ekki. • Hann þráir skraut og upphefð. En allar dyr eru lokaðar fyrir honum — og þó, ein leið var hon- um opin og það var hjá lögregl- unni! Það var á keisaratímunum í París, þegar Pasquier var lög- reglustjóri þar í borg. Glæpahyski óð uppi og á hverri einustu nóttu voru framdir margir glæpir. Pas (piier stóð uppi ráðalaus og Fouché sk'ammaði liann blóðugum skömm- um, en Parísarbúar höfðu'hann að háði og orktu um hann níðvísur. Dag nokkurn kom Frangois Vidocq í heimsókn til Pasquier lögreglustjóra. Lögreglustjórinn spurði kurteislega hvern hann hefði heiðurinn af að tala við og* fekk liann eftirfarandi svar; „Jeg er umrenningsræninginn, innbrotsþjófurinn og falsarinn Fran§ois Vidocq, yðar auðmjúki þjónn, herra lögreglustjóri. Jeg hefi verið hinn argasti fantur, en nú vil jeg iðrast míns fyrra líf- ernis og gerast heiðarlegur borg- ari. Hlustið á mig, herra lögreglu- stjóri. Menn þeir, sem þjer hafið í yðar þjónustu eru heimskingj- ar, þeir hlaupa nm í blindni og eltast við þjófa, sem þeir hafa ekki hugmynd um hverjir eru. Þetta er alt hreinasta vitleysa. Með illu skal ilt út reka. Jeg get bent yður á leiðina. Takið mig og nokkra fjelaga mína í lögreglu- liðið og án skrums þori jeg að fullyrða að við munum vinna kraftaverk. í París er ekki til einn einasti glæpamaður, sem jeg ekki þekki og get fært yður Ilverju svarið þjer?“ Lögreglustjórinn hugsaði sig um. Það var ekki iirvalsmenn þjóðarinnar, sem þá gerðust lög reglumenn, heldur þvert á móti — á meðan á byltingunni stóð og síðar — var það talin lítið viro- ingarverð staða í þjóðfjelaginu. En fyr smátti þó vera, en að taka glæpamenn af verstu tegund í lögregluliðið. En hvað átti hann að gera? All- ir hentu gaman að úrræðaleysi hans. Næsta dag var Vidocq kom- inn í lögreglulið Parísarborgar. Honum var falið það verk, að stofna rannsóknardeild innan lög reglunnar. ★ idocq vissi hvað hann átti að gera. Hann náði í nokkra af gömlu fjelögunum sínum, þar á meðal mann þann, sem hann hafði verið hlekkjaður við á galeiðun- um. Alls fekk hann í lið með sjer 24 gamla glæpafjelaga sína og þeir tóku að sjer að útrýma glæpa- hyski Parísarborgar. Francois Vidocq var hinn mesti snillingur í þessu starfi sínu. Hann kunni að dulbúa sig þannig, að enginn gat þekt liann. Ymist var hann klæddur sem þjónn, mark- aðskona, þvottakona eða hershöfð- ingi. Honum var sama hvort hann helt sig í hinum alræmdustu stiga- mannaknæpum eða hann sat veisl- ur höfðingja og ræddi um bók- mentir og fagrar listir við fyrir- menn og frúr þeirra. Hann var hugaður sem ljón og sterkur sem björn. Fluggáfaður og andríkur. í 18 ár var hann yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í París og í þessi 18 ár er sagt að hann hafi handtekið 12.000 afbrotamenn, án þess að einn einasti þeirra hefði hugmynd um að *það var hinn gamli foringi þeirra sem hafði kært þá og sett í fangelsi. Hann varð svo frægur að Lúðvík XVIII. veitti honum áheyrn og skáldin Sheridan og Balzac buðu honum í átveislur og hlustuðu á frásögur hans. Lögreglan hafði ljeleg laun á þessum tímum og auðæfi þau sem Vidocq liafði dreymt um Ijetu standa á sjer. Ilann sagði sig því úr lögreglunni og gerðist kaup- sýslumaður. En verslun hans gekk illa og hann sótti um embætti inn- an lögreglunnar á ný. Var honum tekið opnum örmum. En upp frá þessu byrjaði hann á tvískinnungshætti, sem kom honum í koll. Hann komst að því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.