Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1939, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1939, Blaðsíða 8
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Æsingar í Varsjá. Miklar æsingar gegn Þjóðverjum voru í Póllandi áður en s'ríðið hófst, eigi síst í Varsjá. Myndin lijer er tekin í þeirri borg er stúdentar stóðu fyrir því að múgur manns fór um allar götur í æsingaskyni. ingar mundu fara yfir Súez- skurðinn, smelti hann stimplin- um á passana okkar en beiddist þess að við hefðum alt í fínasta lagi næst þegar við færum þarna um. Skildum við bestu vinir. Þá kom tollskoðunin. Þar var skrítinn náungi, sem hefir víst heyrt hvaðan við vorum. Og í stað þess að líta á dótið okkar, krotaði hann á það, og spurði okkur margs um ísland, hvar það væri, hvernig loftslag væri, íbúafjölda, stjórnarfar o. s. frv. Svo var því lokið. Við stóðum sem frjálsir menn í frjálsri Asíu, þ. e. a. s. á járnbrautarstöðinni í Kantora. Þar biðum við svo til kl. 12. Það var fremur langur tími, en það var gott að leggja traustan grunn að þekkingu okkar á Asíu. Við þektum þessa gang- stjett alveg upp á hár. Jeg stje hana en hef gleymt hvað hún var löng. Jeg var syfjaður. Við fundum kiefa og höfðum þar sinn bekkinn hvor. Nú fyrst, á 36. degi ferðarinnar, lögðum við upp í síðasta áfangann til Palestínu. Lestin brölti af stað. Til frú Onnu Pálsdóttur Þó aðrir knýta kunni betur kransinn til þíns látna manns, man jeg kaldan klakavetur að klöppuðu á dyrnar ljóðin lians, og það hvesti og ekki festi aftur snjóa norðan lands. Þá bar svan að sjúkrabeði, sárar benjar vængjum strauk, fyrir sóln sviftu geði sínu hjarta upp iiann lauk. Eins mun Kristur opna fyrstur ástarfaðminn skáldahauk. Guðrún Stefánsdóttir frá Fagraskógi. GREINAFLOKKI Magnúsar Jónssonar prófessors um ferðalagið til landsins helga, er lokið í þessu blaði. Fyrstu grein- arnar birtust í Lesbók, en síðan nokkrar í sunnudagsblöðunum. — Þess má geta til gamans, að fyrsta myndin, sem birtist í Lesbók (1. tÖlublaði 1925) var af Fotios höf- uðbiskupi, sem nefndur er í þess- ari grein. Smælki. — Jeg sel þessa mynd fyrir halft verðlistaverð. — Og hvað kostar þá verðlist- inn ? ★ — Pabbi, manstu hvar þú hittir mömmu í fyrsta sinn? — Já, það var í veislu og við sátum 13 að borðum. ★ Lögreglustjóri: Þetta er nú fimti maðurinn, sem þjer akið yfir á þessu ári. Bílstjóri: Nei, ekki nema sá fjórði. Jeg liefi tvívegis ekið yfiv einn. ★ — Pabbi, hvernig stendur á því að tunglið er eins og ostur? Er hægt að borða tunglið? — Vertu ekki með þessar spurn- ingar, strákur. —- Pabbi, úr hverju dó Dauða- hafið? ★ ■— Hvaða konur eru tryggast- ar? Þær ljóshærðu eða þær dökk- hærðu? — Þær gráhærðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.