Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1940, Blaðsíða 2
l*fll LE8BÓK M0RQUNBLAÐ8XNS 282 jeg, vildu lýsa œfi hans og eðli, háttum og störfum fyrir ókomn- ar kynslóðir. Kunningsskapur okk ar var hvorki gamall nje náinu, þó að mjer verði hann mjög minn- isstæður. Hann var að heita mátti allur tengdur einum þætti í um- sýslu hans og áhugamálum: bók- um. Og um þann þátt einan eiga þessar línur að fjalla. Það er nógu skrítið, að áður en jeg hafði sjeð Benedikt. þekti jeg nafn hans best úr Alþingis- rímunum, og áður en jeg liafði talað við hann, hafði jeg gert mjer frekari hugmynd um mann- inn af Aldaslag Þorsteins Erlings- souar. Fyrstu kvnnin af honum voru úr bókmentum, og það bók- mentum, sem voru ekki af lakari endanum. Mjer er nú úr minni liðið, hve- nær jeg hitti hann fyrst, en það eru varla meira en 20 ár síðau. Hitt get jeg fullyrt, að þótt fund- um okkar bæri eftir það oft sam- an, og því oftar sem lengra leið, og margt bæri vitanlega á góma, þá töluðumst við aldrei svo við, að bækur væru ekki uppistaðan í samræðunum. Þegar jeg kom fyrst til Bene- dikts á Laugaveg 7, var hann þegar orðinn bókauðugastur maður á íslandi. í herbergi hans innar af búðinni í vesturenda hússins var drepið bókaskápum og bókastöflum, hvar sem því varð við komið. En furðu öruggur var eigandinn að finna hverja bók, sem hann leitaði að, og furðu lengi entist húsrúmið að taka við nýjum bókum. Samt kom svo að lokum, að þrengslin urðu of mikil, enda hláut það að vera áhyggju- efni að geyma fjársjóði af þessu tagi í timburhúsi meðal timbur- húsa. Þegar Benedikt flutti bú- ferlum á Smáragötu 10, þar sem hann hafði mjög rúmgóða skrif- stofu, sem samt tók ekki nærri því alt bókasafn hans, varð enn óskiljanlegra, hvað komist hafði fyrir á Laugavegi 7. Manni gat í því sambandi dottið í hug danska máltækið: „húsið rúmar alt, sem hjartað rúmar“. m. Á undan þessu stigi í bókasöfn- un Benedikts var farin löng saga, um bókhnýsinn dreng, — um ungling, sem hafði bæði löngun og hæfileika til þess að afla^sjer mentunar og verða lærdómsmaður, en kom því ekki við að feta nema fáein spor á brautinni til þess fyrirheitna lands, — um ungai mann, sem varð að sjá sjer og sínum farborða, beit á jaxlinn og háði þá baráttu með dugnaði, sem kennari, bóndi og verslunarmað- ur, — og gleymdi þó aldrei ást sinni á fróðleik og mentun, eins og Þorsteinn lýsir í Aldaslag með þessum ógleymanlegu orðum: Þú reyndir, hvert hugur og harð- fylgi ná, þótt hendurnar tvískiptar vinni: að brjóta með annari braut sinni þrá, en berjast við lífið með hinni. Alla þessa leið var Benedikt S. Þórarinsson ekki annað en bóka- vinur. Hann var að vísu kominn langt fram úr því að eiga þokka- legt heimilisbókasafn. En hanu hugsaði framar öllu um að eiga bækur til þess að lesa þær. Það gat komið fyrir, að hann fargaði bókum, og hann hirti ekki um að eignast líkt því alt, sem hann átti kost á. Þórarinsson 1938. En fyrir hjer um bil 30 árum hafði Benedikt áttað sig á því til hlítar^ hvað hann vildi í þessum efnum. Það var hvorki meira nje minna en eignast alt það af prent- uðu máli, sem var á íslensku eða íslandi kom við og unt var að klófesta, hvort sem það hafði komið út hjer á landi eða erlend- is. Bókamaðurinn varð að bóka- safnara, og bókasöfnunin varð honum í senn yndi og ástríða. Þetta var mikið að færast í fang, og það var vitanlega vonlaust að ná í margt af því, sem hann girnt- ist, því að ófáar eldri íslenskar bækur voru varla til nema í bóka- söfnum, en margar aðrar tor- fundnar og torgætar. En þegar Benedikt var setstur undir árar, þá sótti hann róðurinn fast. IV. Söfnunareðlið er ríkt í mann- inum, þó að það líkt og ýmsir aðrir eðlisþættir og hæfileikar þroskist ekki nema hjá sumum einstaklingum og verði ekki að drotnandi einkunn nema hjá fá- um. Það er hægt að safna ákaf- lega mörgu, og takmörk þess, sem kalla má söfnun, eru ekki auðfundin. Einna algengast mun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.