Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1940, Blaðsíða 6
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stiga hita 8 tíma sólarhringsins. Þá máttum við vera við því búnir, að við hreptum sandbyl í annað sinn áður en lyki. En okk ur var fjarri skapi að láta hug- fallast. Sannleiknrinn var sá, að erfiðleikar þeir, er við áttum í vændum. mögnuðu okkur áræði. er nálgaðist fífldirfsku. Við höfð- um sannarlega ekki gert okkur í hugarlund, að Sahara væri neitt töfrandi, þvert á móti. Hefði hið gagnstæða orðið uppi á teningn- um, væri engin barátta háð. eng- in ánægjutilfinning vegna unnins sigurs. Við vorum sannfærðir um. að óhætt væri að treysta flugvjei- inni okkar; alt valt á því, að hugrekki okkar brvsti ekki. Jeg vissi, að Moye vrði að beita allri sinni ktinnáttu og leikni til að fá vjelina upp, svo hlaðin var hún bensíni og matvælum; þver gevmir var barmafullur og vistir höfðum við til hálfsmánaðar. Hægt og hægt sveif flugvjelin okkar upp í loftið. þurt og heitt, og nú stefndum við á Sahara. Ef Sahara hefði sál, mvndi hún að líkindum hafa litið undrandi niður, eða öllu heldur upp á gula og rauða „fugl- inn“, sem hóf sig upp í dökkblátt himinhvolfið og sveif örhratt vfir sandflæmið. ★ Bílbrautin fyrir neðan okkur oUi okkur miklum áhyggjum. Það hafði ekki skeflt vfir hana, þ. e. a. s. ekki með öllu. Langir kaflar voru að vísu þaktir sandi, en er við hækkuðum flugið upp í 1500 metra, kom brautin í ljós að baki okkar og einnig nokkuð langt framundan. Það gerði okkur kleift að átta okkur á leiðinni. Með 160 km. hraða pr. klsr. hvarf Sahara að baki okkar, kuldaleg, steingerð, lífvana. Við fengum ofbirtu í augun. Það er þreytandi að fljúga mílu eftir mílu án þess að nokkur tilbreytni hvíli augað; alstaðar var sama tilbreytingarleysið í landslagi, lit- um, himni og sjóndeildarhring. — Við ætluðum ekki að trúa okk- ar eigin augum, er við eftir 36 mílna flug sáum óasa með lítilli vatnslind. Við flugum rjett yfir pálmatoppunum til að sannfæra pkkur ujn, að þetta væri ekki missýning. Vegurinn, sem ýmist hvarf og fanst aftur, var okkar eini leiðarvísir þær 60 mílur, er við höfðum flogið til óasans Ad- rar, en þar ætluðum við að taka bensín. Þorpið Ackar virtist vera jafn gamalt Sahara. Kofarnir, er voru bvgðir úr moldarhnausum, höfðu staðið þarna í 1000 ár, í þessu ó- umbreytanlega landi, þar sem aldrei fellur dropi úr lofti. Meginþorri íbúanna, hinna ara- bisku innflvtjenda. hafði naumast komið út' fvrir sktigga pálma- trjánna. Heimur þessa fólks var einungis hið óendanlega. brenn- andi sandhaf og hinir svalandi skuggar pálmatrjánna. Það hafði varla sjeð regndropa falla úr lofti, það hafði ekki hugmynd um hvað snjór var og ár þekti það ekki. Einn höfðingjanna sýndi okkur dálitla lind. Hann spurði, hvort við hefðum nokkru sinni fyr sjeð svo stórt vatn. Við kváðum nei við, háalvarlegir. Að vísu hafði hann heyrt, að í Colomb Beckar væri ofurlítið stöðuvatn, en þang- að væri mánaðarferð með úlfalda- lest og honum hafði aldrei boðist tækifæri til að ferðast svo langt frá heimili sínu. En við höfðnm fylt vatnsflöskurnar okkar þar fvrir tæpum 5 klukkustundum. Næsta morgun hjeldum við af stað að leita bensíngeymisins, er var í 80 mílna fjarlægð frá þorp- inu. Fólkið kvaddi okkur framúr- skarandi vingjarnlega. Framh. Pjetur gamli kemur í 20 stiga gaddi inn í verslun og biður um vasaklút. Kaupm.: Svo þú hefir fengið kvef; það er von í þessum kulda. Pjetur: Nei, nei, jeg hefi ekki kvefast; en treyjuermin mín er stokkfrosin í þessum heljar gaddi, svo jeg má til að fá klút. ★ Enskt blað skýrir frá því, að 2 miljónir katta og hunda hafi verið drepnir síðan stríðið braust út. Þetta dráp er ekki samkv. skipun yfirvaldanna, en vegna þess að eigendurnir vildu hindra að dýr- in yrðu drepin eða særð í loft- - árásum. S k á k Eftirfarandi skák var tefld á fvrsta haustmóti Taflfjelags Reykjavíkur veturinn 1900—1901, og var úrskurðuð sem best teflda skákin á því móti. Sem sögulegc ,,plagg‘‘ var hún svo send út til Þýskalands til þess að birtast í Deutsche Schachzeitung. — Vegna þess að skákin dæmdist að vera best teflda skákin á mótinu, ætti hún að gefa nokkra hugmynd um hvernig menn tefldu í Taflfjelagi Reykjavíkur fyrir 40 árum, þegar þeim tókst best. Ef til vill getuv Lesbók birt síðar best tefldu skákina frá vetrinum 1940—41. Sikileyjarleikurinn. Hvítt: Sigurður Thoroddsen. Svart: Pjetur Zóphóníasson. 1. e2—e4, c7—c5; 2. d2—d4, c5xd4; 3. Ddlxd4, Rb8—c6; 4. Dd4—c3, e7—e6; 5. a2—a3, a7— a6; 6. Rgl—f3, b7—b5; 7. Bcl— d2, Bc8—b7; 8. Bfl—d3, Rg8-- f6; 9. 0—0, Dd8—C7; 10. Hfl—el, IIa8—c8; 11. b2—b4, Rf6—g4; 12. Dc3—b2, Bf8—d6; 13. g2— g3, Rc6—e5; 14. Bd3—e2, f7—f5; 15. Rf3xe5, Bd6xe5; 16. c2—c3, 00; 17. e4xf5, Rg4xf2; 18. Kglx f2, Hf8xf5+; 19. Be2—f3,.Bb7xf3; 20. Bd2—e3, Hc8—f8; 21. Kf2— gl, Be5xg3; 22. Db2—d2, Hf8— f6; 23. h2xg3, Dc7xg3+; 24. Kgl—fl, Bf3—g4+ ; 25. Be3— f2, Hf5xf2+; og hvítt gaf. Lokastaðan. Þátttakendur í mótinu voru Björn Pálsson, Einar Benedikts- son, Friðrik Jónsson, Pjetur Pjet- ursson, Pjetur Zophóníasson, Sig Jónsson, Sig. Thoroddsen og Sturla Jónsson,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.