Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1940, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 jiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimtiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiimimiiiiiiiR Nýtísku kafarahjálmar immmmmimmmmmmiiii iimiiimiiiiiiiitiimiHiiiMiin" Þessi ungu hjú hafa sett á höfuð sjer nýjustu tegund af kaf- arahjálmum og ganga um á hafsbotni eins og þau væru heima. ið hinsta hvíldin. Er við höfðum mokað nálega einu tonni af sandi trá tanknum opnuðum við lásinn, og sjá, þar var nóg bensín — alt í lagi. En það reyndist hægra sagt en gert að koma þessum dýrmæta eleixír á bensíngeyma vjelarinn ar, þótt það mætti virðast ljett verk og löðurmannlegt. Hitinn var næstum óþolandi og brennheitur vindurinn ýrði talsverðu af þess- um ómetanlega vökva rit í sand- inn. Varð þetta mun erfiðara og tímafrekara verk en okkur hafði órað fyrir. — Við höfðum engau tíma til að láta okkur detta í hug, að við vorum mi 60 mílur frá næsta bygðu bóli. Þrátt fyrir þessa töf, vorum við ekki vonlausir um, að við næðum til Gao, fyrir myrkur. En að þessu sinni brást hepnin okkur. Hinn varmi eyðimerkurvindur, er allan daginn ljek um okkur, óx um allan helming eftir að við yfir- gáfum bensíntankinn. Við ljetum vjelina vinna meira en eðlilegt var, en samt virtist okkur sára- lítið miða áfram. Útlitið var ekki glæsilegt; á hverri stundu mátt- um við eiga von á, að djöfladans sandstormsins byrjaði á nýjan leik. Um 7 leytið sáum við ekkerv nema hina óumbrejdanlegu Sa- hara. Sólin hneig til viðar, glóandi rauð, en bleikur máninn gægðist upp og boðaði komu næturinnar. Eina úrræðið var að lenda með- an fært var, og láta fyrirberast þar sem verkast vildi. Fyrsta verk okkar, er við höfðum jörð undir fótum, var að fylla nokkra poka af sandi, og festa flugvjel okkar við þá. Til kvöldverðar höfðum við of- urlítinn vatnssopa og niðursoðna ávexti. Að aflokinni máltíð var dimt orðið. Tókum við nú upp ferða- grammófóninn, er við fluttum alla leið frá Kaliforníu, og nú hjeldum við konsert í þessari þöglu, lífvana veröld. Við spiluðum hvert lagið af öðru, ýmist háfleyg klassisk lög eða eldfjörug ljett lög. Að lokum urðum við ekki ásáttir um, hvaða lög skyldi velja og lauk þar með músíkinni. Gengum við við svo búið til sængur og sýndist sinn veg hvor um. Já, gengum til sængur; við sveipuðum um okkur yfirhöfnum okkar, koddinn var verkfæratösk- ur, sængin var eyðimerkursandur- inn. Jeg gat ekki sofið. Jeg var þyrstur, það var óþægilegt að liggja á mölinni. Skrúflyklarnir undir höfðinu löðuðu ekki til svefns og eftir sólarlagið var nístandi kalt. Við fjelagar byltum okkur í fletunum og leið illa. Fyrir að- eins fjórum klukkustundum ætlaði hitinn að gera út af við okkur. Á fjórum klukkustundum fjell hitamælirinn um 40°. En þrátt fyrir hita og kulda, þreytu og þorsta síðasta sólarhringsins, var jeg þó engan veginn í slæmu skapi, og þessi síðasti viðburður vakti hjá mjer einskonar ánægju- tilfinningu — þetta var nýtt æfin- týr — að vera eina lifandi veran — ásamt ferðafjelaga mínum — í þessum heimi auðnarinnar. Ef til vill væri það eitthvað svipað þessu, að flytja yfir á kulnaða stjömu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.