Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1941, Blaðsíða 4
44 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Oscar Clausen: Breiðtirðingar Ríkir Niðurldg. agnús sýslumaður Ketilsson var, eins og kunnugt er, auðugur maður. Gamlar skrifta- bækur Dalasýslu gefa oss hug- mynd um fjárhag hins ríka sýslu- manns þegar hann gerir skifti á búi sínu við lát fvrri konu .sinn- ar, Ragnhildar Eggertsdóttur, sem dó árið 1794. Þá komu til skifta hjá honum 28 jarðeignir, þ. á. m. tvö höfuðból, Skarð á Skarðsströnd með 8 hjáleigum og Búðardalur, ábýlisjörð sýslu- manns, sem þá var talin meðal höfuðbóla eða stórjarða. — Magn- ús Ketilsson dó svo 10 árum síð- ar, en þá hafði hann gifst í ann að sinn Elínu Brynjólfsdóttur í Fagradal. sem líka átti auð f.jár. Hún lifði svo Magnús í 23 ár, en árið 1827, þegar Elín dó, var þessu gamla sýslumannsbúi end- anlega skift og hafði Elín gefið fyrrikonu börnum manns síns alt eftir sinn dag. Þann 3. júlí 1827 voru allir erf- ingjarnir og umboðsmenn þeirra sem fjarverandi voru, saman komnir í Búðardal til þess að skifta með sjer þessum raiklu reitum Elínar. Þar var upp skrif- að og virt alt lausafje búsins, en sú uppskrift lýsir vel gamla sýslumannsheimilinu í Búðardal, klæðnaði manna o. fl., og skal hún því athuguð hjer nánar til fróðleiks. — ★ Fvrst er skrifaður upp lifandi peningur búsins óg eru kýrnar metnar á 16 xlali (32 kr.) og ærn- ar á 2 dali (4 kr.) og fullgildur hestur 7 vetra á 8 dali (16 kr.), eða til helmings á móti kúnni. — Síðan koma íveruföt madömu El- ínar, sem virðast að vísu heldur fornfáleg, en þess ber þá að gæta, að hún var orðin fjörgömul kona. Föt hennar eru: klæðis hempa fúin með flauelsborðum, virt á 3 dali, biár „klæðisniður- hlutur“, þ. e. a. s. pils, með flau elsborðum með hvítum röndum, virt á 5 dali, grænn klæðisniður- hlutur, þrílagður rauðum flauels borðum, þ. e. samfella, virt á 6 dali, blá ullardamasksvunta, virt á 48 skildinga; loks var höfuð- búnaður madömunnar, gamall kvenhöttur með rósasilki damask hatt, virt á 2 dali. — Þá eru í rúmi madömu Elínar þessi sængurföt: Undirsængin er röndótt boldangssæng með 30 pundum (15 kg.) af fiðri, virt á 5 dali, en yfirsængin er dúnsæng með „blómguðu" eða rósóttu veri og svo er boldangskoddi og svæf- ill. Tjaldað var kringum rúmið með rósóttu sirsi, eða eins og í uppskriftinni stendur, þar eru rauðmerkt vængjasparlök með brún, sem virt er á 1 dal og 48 sk. — f rúminu voru „línlök“, en slíkt var ekki í þá daga nema í rúmum heldra fólks og ríkra manna, aðrir urðu að láta sjer nægja vaðmálsvoðir, en madaman átti meira af ,.líni“. Hún átti hvítan „Caffedúk“, sem virtur var á 32 sk. og tvö „vatnshandklæði", annað með laufasaum alt í kring og var það virt á heilan ríkisdal, en hitt Ijelegra með knipli á end- unum. og var það talið aðeins 16 sk. virði. — Sessu átti Elín, saum- aða „pellsaumi“ og hefir him ver- ið talsvert merkileg, því að hún var metin á 2 dali, en það var ærverð. — f baðstofunni í Búðardal var fjöldi rúma, en 1 þeim voru rúm- fötin af öðru tægi en í rúmi frú- arinnar. Þar voru skinnsængur, skinnkoddar og boldangssængur fornar, sumar með skinnbótum. Tvær rekkjuvoðir voru þar prjón- aðar, en hinar úr vaðmáli. — Eina „mundlaug" eða þvottaskál átti Elín. Hún vóg % kg. og hef- ir eflaust verið úr tini og var virt á 1 dal. — Af reglulegum húsgögnum sjest ekki að til hafi verið annað en skápur í „sængur- húsinu“, 2 dala virði og eikar- kista með panelverki „fínu, stór mjög“, sem einnig er talin 2 dala verðmæti. — Þá var farið í búrin, sem voru tvö, og skrifaðir upp kútar, sáir, dallar, trog og fötur og var mikið til af þessum ílátum. Þar eru líka sjö tveggja vætta kistur, sem kornmaturinn var geymdur í, 3 tveggja tunnu sáir, 13 trog, 10 askar o. s. frv. — í eldhúsinu voru 7 eldunarpottar af ýmsum stærð- um, alt frá 6 marka potti upp í hálfvættar pott, en þeir voru flest- ir úr sjer gengnir, spengdir garm- ar og margbættir. — Bókakostur var ekki mikill á heimili gömlu sýslumannsfrúar- innar í Búðardal. Þar var en'rin bók til nema guðsorðabækur, eu það var biblía, 2 húspostillur, 2 grallarar, 2 sálmabækur og nokk ur bænakver. Borðbúnaðurinn var ekki sjer- lega mikill, og mest úr tini. Þar voru 2 hringföt, 2 steikarföt, 9 diskar, kanna góð o. fl., alt úr tini, og vóg samtals 53 pund (26y2 kg.), en af leirtaui voru þar að- eins til tvenn bollapör og stór bláflekkótt „spilkomma" með 2 silfurgjörðum og tók síra Eggert á Ballará hana í arfshluta konu sinnar. Loks var lítil skál með gyltum rósabaug, sem virt var á 8 sk. eða 16 aura. — Af matvælum var lítið til í bú- inu, enda var þetta á þeim tíma árs, sem vetrarforði var venju- lega á þrotum og ekki komin kauptíð. Af kornmat var ekk; «,nnað til en sín hálftunnan a hvoru rúgi og mjöli, en auk þes- var músjetið og ónýtt korn i tunnu í skemmunni. Svo voru til 8 kvartil af skjoú og 145 pund (72^ kg.) af smjöri, en af fisk- æti vðru 4% vætt af harðfiski og 250 harðir þorskhausar. Annað var þar ekki til ætilegt, svo að harla fábréyttur hefir kosturinn verið í þá daga, þó að hjá ríkis mönnum væri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.