Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1941, Blaðsíða 20
444 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Við fórum frá Reykjahlíð út í Slútnes í skínandi veðri. Hann liafði víst komið þangað áður, því hann var svo kunnugur þar um slóðir. En í þetta sinn varð kvæðið til í huga hans. Síðan fórum við sem leið lá að Detti- fossi og niður Hólmatungurn- ar að Hljóðaklettum. En einna glegst man jeg eftir kjarrinu í Axarfirðinum, þar sem við áð- um, og kvæðið ,,Skógarilmur“ er orkt um. Eitt sinn fórum við upp í Borgarfjörð í heimsókn til bar- óns Boilleau á Hvítárvöll- i m. ' Hann hafði lítinn gufu- bát, sem hann sigldi alla leið milli Reykjavíkur og Hvítár- valla. Við fórum með þeim bát. Hann var voðalegur farkostur. Við vorum í viku á Hvítárvöll- um. Ur þeirri ferð er kvæði Ein- ars Haugaeldar. Á þessum árum fór Einar eitt sinn í langa utanlandsferð. — Hann fór þá 1 fyrsta sinni til Ítalíu og eru Ítalíukvæði hans í Hafblikum úr þeirri ferð. Hann hefir þá, sem endranær, lítið gert af kvæðunum þar á staðn- um. En sum þeirra lauk hann við í London eftir að hann kom að sunnan. Hann var þar um kyrt alllengi hjá kuningja sín- um. Þar orti fíann m. a. Celeste, þar sem einn kaflinn heitir „tJr brjefi“. Hann sendi mjer það frá London. í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS — Jeg hefi heyrt menn furða sig á því, að maðurinn yðar skyldi nokkurntíma hafa kært sig um að verða sýslumaður Rangæinga. — Það var ekkert undarlegt, segir frúin. Aldarandinn var sá í þá daga. Úr því hann var lögfræðingur, þá skyldi hann líka verða sýslumaður. Með þessu móti gekk hann líka í fót- spor föður síns. Annars var litið þannig á, að menn hefðu ekki komist alla leið þangað sem fyr- irhugað var. Hann var reglulega glaður, er hann fekk veitingu fyrir Rangárvallasýslu. Hann hafði tvisvar sótt um sýslu áður, í annað skiftið um Rangárvalla- sýslu, þegar Magnús Torfason fekk embættið. Annað mál var það, að em- bættið og öll aðstaða þar eystra reyndist máske nokkuð erfiðari fyrir hann, en búist var við að óreyndu. Fyrsta veturinn vorum við að Stórólfshvoli, að nokkru leyti hjá Ólafi Guðmundssyni lækni, hinum ágæta manni og konu hans Margrjeti Olsen. Við feng- um þinghúsið til íbúðar. Var sett i það skilrúm, svo við fengum stofu úr innri hlutanum, en eld- hús og geymslu fyrir framan. — Það var ágætt. BÚSKAPARUMSTANG Næsta ár byrjaði svo búskap- urinn á Stóra-Hofi. Hann varð nokkuð umsvifamikill. Altaf 20 —30 manns í heimili. Og eilífur gestagangur. Einar vildi að all- ir gestkomandi fengju mat. — Kaffidrykkja. sagði hann væri ekki annað en til óhollustu fyr- ir ferðamenn. Fundi vildi hann helst hafa heima hjá sjer, bæði sýslufundi og aðra. Við kynt- umst mörgum þar eystra. Mjer er Eyjólfur í Hvammi minnis- stæðastur. Hann var mikill maður, stórgáfaður höfðingi. Eitt sumarið bygði Einar mikið íbúðarhús. Þá var alltaf um 30 manns í heimili. Þá komum við okkur fyrir í hesthúsi. Það var vond vistarvera. Miklar rign- ingar það sumar. Hesthúsið lak altaf þegar dropi kom úr lofti. En aldrei fann jeg til leiðinda þar eystra. Hafði ekki tíma til þess. FÁNAKVÆÐIÐ — Þá hefir verið lítill tími eða tækifæri til ljóðagerða fyr- ir mann yðar. — Já, þar var alt á ferð og flugi. Þó eru nokkur kvæði frá þeim árum, svo sem Heklusýn og Hillingar og Fánakvæði sitt orkti hann þar. Frúin bætir við: Það er hið eina, sem jeg hefi áhuga fyrir í stjórnmálum, að íslenski fáninn fengi að vera eins og Einar lýsti honum með íslensku litunum, þar sem hann segir: Meðan sumarsólir brœða svellin vetra um engi og tún, skal vor ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp, sem blámi himin hæða, hrein, sem jökultindsins brún. Fánakvæðið orti hann seint á árinu 1907, Á sama ári fórum við úr Rangárvallasýslu. Orsökin til þess er sú, að hann slasaðist á hestbaki, lærbein brákaðist, svo hann gat ekki eftir það setið í hnakk. Þá fjekk hann leyfi til að sigla, til þess að meiðslið yrði rannsakað, röntgenmyndað, því engin slík tæki voru hjer til þess. Þegar við komum til Hafnar, hafði blaðamaður við „Politiken“, Kr. Dahl tal af honum og sá þá hjá honum Fánakvæð- ið sjerprentað. Sagði Einar blað- inu þá frá fánamálinu, eins og það horfði við frá hans sjónar- miði. En út af því viðtali varð úlfaþytur í Höfn og ritaði Ed- vard Brandes mjög óvingjarn- lega grein um kröfur Islendinga til fána. Vakti sú grein mikla at- hygli, þar sem hann m. a. líkti fánakröfum Islendinga við það, ef Amagerbúar vildu fá sjerstak- an fána. I þeim fána yrði að vera „gulrót“, til merkis um garð- yrkju þeirra á Amager. UTANLANDSVERAN Á Rangárvallaárunum komu fyrirætlanimar til sögunnar um Þjórsárvirkjunina. — Eftir að við fluttum frá Stóra-Hofi vor- um við tvö ár í*Möfn. En ann- ars búsett í London að mestu leyti frá því árið 1909—1921. — Yfir utanlandsdvöl ykkar er í augum almennings einhver dularfullur æfintýraljómi. — Maður hefir heyrt ýmis- legt um það, segir frúin. En allt sem fólk hefir ofið um eitthvert undralíf okkar í útlöndum, er eintóm vitleysa. Sannleikurinn er, að á þeim árum var oft þröngt í búi hjá okkur. En Einar var þannig skapi farinn, að hann kannske bar sig best, þegar hann átti erfiðast. Eina skiftið. sem hann fekk mikið fje milli handa var, er hann fekk sinn part í Þjórsárfjelaginu. Það fje eyddist fljótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.