Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1942, Blaðsíða 13
LE8BÖK M0RGUNBLAÐ8INS 61 SPRENGJAN Hann ruddi sjer braut í mann- þrönginni í London og snjeri síðan til hægri neðst á Strand- götunni. Hann leit á úrið, það var ennþá nógur tími, svo að hann labbaði óþolinmóður fram hjá St. Martin’s („in the Fields“) og upp St. Martins- götu. Fólkið er alveg eins og áður, þrátt fyrir sprengjuregn- ið, — það veit ekkert af því, að það er stríð einmitt núna, — en hvað það voru gerð mikil læti út af þessu, sem ekkert var. En hvað um þessa gígi, sem þú varst að sjá í Trafalgar Square? Og Helena hafði skrif- að, að á sumum stöðum í Lond- on virtist eins og alt væri í lagi, þangað til maður færi að athuga það betur. En hann var önugur og hafði orðið fyrir vonbrigðum, og það var alt henni að kenna. Þetta var fyrsta leyfið hans, það var aðeins fjörutíu og átta klukkutímar, og hún hafði eyði- lagt það fyrir honum. Hann hafði skrifað henni og beðið hana að koma og dveljast hjá foreldrum hans í litla húsinu, sem þau áttu uppi í sveit. Og hún hafði skrifað aftur, og sagt að henni mundi þykja það mjög gaman og hún ætlaði að koma. Móðir hans hafði haft mikið fyrir því, að ryðja til í herbergj- unum. Hann var alveg tilbúinn að láta fara vel um sig í setu- stofunni, ,en hún vildi ekkert af því vita. Það var kominn kvöldverðar- tínrti, en ekki kom Helena. Hann hringdi til frúarinnar, sem hún leigði hjá, þótt símtalið væri dýrt. Nei, hún var ekki komin heim. Vildi frúin ekki taka skila boð til hennar,þegar hún kæmi? Jú, en hún fór oft að heim&n um helgar. Þessi setning gerði hann óró- legan. Hún hafði öðru hverju nefnt það í bréfum sínum, að hún færi altaf burt úr borginni, þegar hún gæti — og hann var ekkert hissa á því — en það, að hún færi oftast að heiman um helgar? Hvert fór hún? Ekki til foreldra sinna, því að þau áttu heima fyrir norðan. Einu sinni eða tvisvar hafði hún farið til foreldra hans? Sagði hún nú sannleikann ? Tveim tímum síðar hringdi hann aftur til hennar, en fjekk ekki samband. Ef hún hefði nú lent í járnbrautarslysi? Það gæti hafa verið skotið á járn- brautina úr vjelbyssu? Það þýddi ekkert fyrir móður hans að segja, að ef til vill hefði Helena haldið, að hann meinti sunnudag, þegar hann hafði skrifað laugardag, og hafði sagt að það væri alt í lagi með það og að hún ætlaði að koma. Þessi bölvaður sími — bölv- aður Hitler — með erfiðismun- um var hægt að telja hann af að fara strax til London. ,,Þú getur hringt til hennar snemma í fyrramálið“, var sagt við hann, og hann gerði það og í þetta skiftið hringdi síminn og hringdi, en aldrei var svarað. Hún hafði eyðilagt alt fyrir hon- 'um, leyfið hans, fyrirætlanir hans, og ánægju for.eldra hans yfir að sjá hann aftur. ★ Hann ætlaði að fara beint heim til hennar, og segja henni álit hans á henni, en þá hringdi síminn og það var Helena. „Jeg hringdi bara til þess að vera viss um hvenær lestin færi. Ó — ert það þú? Jeg hjelt að þú kæmir ekki fyr en seinni partinn í dag“. „Jeg kom í gær, hvar í ósköp- unum hefir þú verið?“ „Jeg? Heima. Jeg hringi það- an“. „Nú, jæja“. „Á jeg ekki að koma núna strax?“ „Það borgar sig ekki. Jeg verð að fara aftur í kvöld“. „Ó, elsku besti, mjer finst þetta afskaplega leiðinlegt. Get- um við ekki hitst hjerna í borg- inni?“ „Jú, við getum það. Við segj- um þá hjá Criterion klukkan fjögur“. Hann var of hnugginn til þess að geta sagt meira. Það þýddi það, að hann yrði að kveðja for- eldra sína samstundis. „Þú mátt ekki vera geðvond- ur, karlinn minn“, sagði faðir hans, „ef þú vilt ná þjer eftir þetta“. Auðvitað náði hann sjer, og hjerna var hann þá staddur, of stundvís og í afar vondu skapi. Þ.egar hann var búinn að fá nóg af göngunni, fór hann til Criterion og fann Helenu þar, sem beið eftir honum. „Elskan mín“, sagði hún, „en hvað þú ert myndarlegur". Hann hafði alveg gleymt því, að hún hafði aldrei sjeð hann í hermannabúningi áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.