Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1944, Blaðsíða 6
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri: Jurtakynbætur í þúgu lundbúnuður Náttiiran skapar nýjar plöntur Ura 1870 fundu menn nýja gras- tegund á strönd Englands^ sera kölluð var Spartína Townsendii. —* Þessi tegund líktist mjög tveim áður kunnmn grastegundum, S. strieta og S. alterniflora. Erfið- leikar virtust samt á að feðra þessa nýju grastegund, því að önnur plantnanna, sein S. Townsendii dró dám af, óx aðeins á austurströnd Ameríku en hin í Englandi. Svo var hin nýja tegund langtum stór- vaxnari en hvor hinna. Sakir hins mikla vaxtar var þessi tegund not- uð til uppgræðslu á votum jarð- vegi. Hvar sem hún komst í nám- unda við hinar tegundirnar, sem inenn grunuðu um að vera foreldra hennar, óx hún þeim langt yfir höfuð og útrýmdi þeim. Nii leið og heið uns menn tóku upp á því að skyggnast inn í frumukjarna plantnanna og telja í þeim „kró- mosómin“ eða litnúigana. Þá kom í ljós, að Spartina stricta hefir 56 iitninga og S. alterniflora hefir 70; en S. Townsendii, nýja tegundin, hafði 126 litninga eða 56+70. Þetta tók af allan vafa um, að S. Towns- endii er afkvæmi liinna tveggja, hvernig svo sem önnur tegundin hefir komist yfir Atlantshafið. í stað þess, að fá helm- ing litningana frá hvoru foreldr- inu, eins og vanalegt er, fékk hún þennan óeðlilega mikla vöxt. Sjerhver tegund jurta hefir á- kveðna tölu litninga í hverjum frumukjarna líkamans. Fyrir fr.jóvg unina klofna kynsellurnar og fær hvor helmingur aðeins lielming litn- inganna, en við sameiningu annar- ar kynfrumu kemur annar helm- ingur á móti, svo að hinn nýi ein- staklingur fær sömu tölu litninga í hvern frumkjarna og hvort for- eldrið hafði. En það kemur ein- stöku sinnum fyrir. að litningarnir haldast óbreyttir í kynfrumunum, og þegar tvær slíkar frumur mæt- ast, kemur fram nýr einstaklingur, sem hefir helmingi fleiri litninga en foreldrarnir höfðu. Slíkir ein- staklingar eru nefndir ,tetraploidir‘ og eru þeir oftast að ýmsu frá- brugðnir foreldrpnum. Eintum verða þeir oft stórvaxnari og þrótt- meiri. Með því að leiða fram ætt- ir af slíkum einstaklingum má mynda alveg ný afbrigði. Venjulegt bygg hefir t. d. 14 litninga í frumkjarnanum, en mönn- um hefir tekist að búa til bvgg, sem hefir 28 litninga í kjarnanum. Þegar byggtegundir með 14 litn- inga og 28 litninga eru víxlfrjóvg- aðar, koma oftast fram plöntur, sem hafa 21 litning í kjarna. Þess- ar plöntur eru nefndar „triploidar“ og þær hafa yfirleitt þann eiginleika að verða mjög stórvaxnar, enn stórvaxnari heldur en hinar ?,tetra- ploidu“ þótt undarlegt megi virðast. Ennfremur hafa þær oft og tíðum ýmsa aðra kosti, sem eftirsóknar- verðir eru. Aðal ókosturinn við þær er, að það er oft erfiðleikum bundið að fá þær til að auka kyn sitt við æxlun. En þar, sem um ræktun jurta er að ræða, sem æxla má á kynlausan hátt, svo sem kart- öflur, lauka og margar trjátegund- ir, er feikilega mikill vinningur að því að skapa „tríploid" plöntur. Risaöpin, sem fannst í Svíþjóð fyrir fáum árum, var „triploid‘% og var það ástæðan fyrir hinum mikla og öra vexti hennar. Telja kynbótamenn, að mjög mikinn á- vinning megi fá við ræktun „tri- ploid“-plantna, einkum þar, sem um kynlausa æxlun getur verið að ræða, en auk þess getur verið mik- ill flýtir að því við allskonar kyn- bótastörf, ef völ er á „triploid“ og ,,tetra])loid“ einstaklingum til æxlunar við venjulegar jurtir. Á árunum 1937 og 1938 fundu menn upp mjög einfalda og hand- hæga aðferð til þess að fjölga litningum í frumkjörnum plantna, og það er talið mjög líklegt, að sú- að ferð leiði til þess, að flest kjrn- bótastarfsemi geti framvegis orðið miklu örari og fljótvirkari en áð- ur. Verkefni á Islandi. Eg tel engan vafa á, að við| Islendingar getum haft mjög mikið gatiga af ýmsu, er fram kemur á ásviði plöntukynbóta úti um heim, ef við . getum sniðið þá reynslu við okkar eigin staðhætti. Hér á, landi blasa við ótal verkefni, sem leysa þyrfti, til þess að auðvelda strit okkar fyrir lífinu og gefa okkur góðan afrakstur í aðra höntl. Túngrösin má að sjálfsögðu bæta mjög mikið, og ekki veitti af, að við eignuðumst harðgerðari kart- öflur en við ræktum nú. Hver veit nema að við gætum fengið ágætis fóðurjurt eða jafnvel korngras, ef við æxlum saman bygg og mel- gresi"? Hver veit, hvað hægt er að gera úr ertublómunum okkar, jarð- arberjunum og bfaberjunum, ef þau væru kynbætt? Björkina er án efa hægt að bæta mjög mikið, og það þarf ekki að taka mjög langan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.