Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1945, Blaðsíða 7
LESBÓK MOKGTTNBLAÐSTNS 609 Landsnefndin. Árið 1770, var „Landsnefndin“ svokallaða, send hingað til lands, til að kynnast af eigin raun ástand inu. Var það að þakka hinni iát- lausu baráttu og málarekstri Skúla fógeta. 1 nefndinni áttu sæti þrír menn: 1 Norðmaður, 1 Dani og 1 Islendingur, er var formaður nefnd arinnar. En það var Þorkell Jóns- son Fjeldsted, naut hann hins mesta trausts hjá stjórnarherrun- um, eins og ljóst má verða af em- bættisferli hans. Ungur að aldri varð hann málaflutningsmaður í hæstarjetti Kanpmannahafnar. En 'eigi þótti a’nnað hlýða en að hinir miklu hæfileikar hans, notuðust í almenningsþarfir og voru honum falin margskonar embættis- og trúnaðarstörf: Lögmaður var hann í Færeyjum og síðar í Ivristjáns- sandi, amtmaður á Borgundarhólmi ög Finnmörku, stiftamtmaður í Þrándheimi, að síðustu var hann fo-rstöðumaður póstmála danska rík isins og andaðist í því embætti ár- ið 1795. Landsnefndarmennirnir settust að í Viðey hjá Skúla, og dvöldu þar um hríð, og tókst hin besta vinátta með þeim öllum. ITvöttu nefndarmennirnir, menn til að senda sjer kærur, einnig báðu þeir um tillögur hinna bestu manna, um framtíðar fyrirkomulag verslunar- málanna hjer á landi. — Sendu margir kærur og sumir álitsgerð- ir, en ærið voru þær sundurleitar. Einungis 2 menn aðrir en Skúli, sem báðir voru vanda bundnir honum, höfðu djarfhug til, að halda fram málstað frjálsrar versl- unar. Þeir Jón sýslumaður Arnórs- son, tengdasonur Skúla, og systur- sonur hans Magnús sýslumaður Ketilsson, er segir:----„Það hef- ir lengi verið þörf á frjálsri versl- un á íslandi, en landið hefir áður fyrri getað borið hana betur en nvl, er það er orðið þjakað og nið- urnítt af einokunninni. Allt það, sem bendir á skaðsemi einokunar- innar á Islandi sýnir um leið nyt- semi frjálsrar verslunar“. — Ýtar- legust var að sjálfsögðu, álitsgerð Skúla sjálfs. Sendi hann nefndinni yfirgripsmikinn bálk, er hann hafði samið 2 árum áður, fyrir heiðurs- manninn ReventloW greifa. Fer Skúli þar nokkuð aðrar leiðir en í frumvarpi sínu frá 1757. Leggur hann til, að ákveðnum fjölda kaup- manna, sje gefinn kostur á íslands- verslun, ef þeir uppfylli nauðsyn- leg skilyrði, og sjeu fúsir til að hafa sjálfir búsetu hjer á landi. Vill hann að Norðmönnum og Iíol- « s lendingum gefist kostur á verslun- inni auk danskra manna, en það skilyrði skuli og verða sett, að þeir hafi íslenska menn í þjónustu sinni, er geti lært verslunarstörf, og þroskast upp í það, að geta síðar örðið kaupmenn sjálfir. Þá lagði hann og til að komið yrði á full- komnu tolleftirliti á verslunarhöfn unum, og gerði ráð fyrir 10 toll- jþjónum, er tækju sjer aðstoðar- menn eftir þörfum. Einnig leggur jSkúli til að konungur kaupi vöru- hyrgðir og verslunarhíis verslunar- fjelagsins, fyrir 50 þús. ríkisdali, er konungur fengi endurgreidda af tolltekjum landsins á næstu 10 ár- um. E'n ef íslenskir menn, hefðu hug á að gerast þátttakendur í versluninni, yrði það á þann hátt, íið fyrir hvert 50 r.d. framlag þeirra, legði konungur þeim gefins 200 ríkisdala virði á móti, í vörum bg híiseignum. Hugði Skúli að með þessu móti, mætti smátt og smátt takast að koma versluninni í ís- lenskar hendur. Fleiri voru tillögur Skúla, og snertu sumar þeirra ekki beinlínis verslunarmálin. Þannig leggur hann’ 'til, að stiftamtmaðurinn, æðsti em- bættismaður landsins, skidi vera búsettur hjer á landi, en fram að þeim tíma hafði það varla borið við, að þeir kæmu nokkru sinni til landsins. Einnig telur hann fulla, pörf á því, að amtmennirnir verði 2, annar sunnan- en hinn norðan- lands. Náðu þessar tillögur Skúla brátt fram að ganga, og var ekki langt þar til amtmennirnir urðu 4, einn í hverjum fjórðungi. Lengri bið varð á að hugsjón hans, um frjálsa verslun rættist. Því að þótt jhonum auðnaðist að lifa það, að verslunarböndin væru leyst í orði ‘kveðnu árið 1787, var þó ekki urn raunverul. verslunarfrelsi að ræða hjer á landi, fyr en eftir árið 1854, er Jón Sigurðsson, hafði með bar- gttu sinni, unnið fylgi nokkurra frjálslyndra danskra áhrifamanna, til að koma verslunarmálum ls- lands í, viðunandi horf. — En hvort Jóni forseta, hefði með snilligáfu sinni, tekist að ná því marki, án undangengins braut ryð j endastár f s bg áratuga langrar baráttu Skúla fógeta, er allsendis óvíst. Flestir þeirra manna, sem hefnd- in óskaði álits frá, virtust láta það sig litlu skipta, hver yrðu úrslit verslunarmálsins; og hugðu ekki á breytingar. En sumir eins og Ólaf- lur Stephensen, er orðið hafði amt- maður, við lát Magnúsar, Gíslason- ar, tengdaföður síns, sneri út úr til- lögum Skúla, er hann hafði kynt jsjer þær; og dróg dár að þeim. En fáir gengu eins langt og Sveinn' lögmaður Sölvason, er ritaði Ólafi Stephensen og segir:-------„Jeg er eindregið á móti frjálsri verslun og vona að yðar „velborinheit!“ komi í veg fyrir hana“. Verslunarfjelagið gefst upp. Árið 1772, sendi verslunarfjelag- ið, umsókn til stjórnarinnar, og mæltist til að fjelagið fengi eftir- gefið leigugjald verslunarinnar, fyr ir tvö undangengin ár, og að leig- an fyrir þau 11 ár, sem eftir voru af samningsbundnum leigutíma Framh. á bls. 616

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.