Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 1
51. tölublaS. Sunnudagur 30. desember 1945 XX. árg. TnfciUnpi —l—lllifr A MARGT GEYMIR MOLDIN clr. S’iýurÁ jPói orannóáon MARGT ER ]>;u\ seni vísiuda- menn nútímans geta valið sjer að viðfangsefni. Ný tækni skapar stöðugt nýjar rannsóknaraðferðir og alltaf fjölgar sjergreinum innan hinna einstöku vísindagreina. Ein af yngstu sjergreinum járðfræðinn- ar er frjógreiningin (pollenanalys- en), sem byggist á rannsóknarað- ferð fundinni upp af Svíanum Lennart von Post, sem nú er próf- essor í jarðfræði við háskólann í fitokkhóLmi. — Frjó flestra jurta geymast mjög vel í jarðvegi, í þús- undir og jafnvel milljónir ára, og frjó fíestra jurtategunda eru svo ólík að gerð og útliti, að liægt er að sjergreina ]>au í smásjá. Jleð ]>ví að taka jarðvegssýnishorn og athuga undir smásjá hversu mikið fcr þar hlutfallslega af frjóum ýmsra jurtategunda, er hægt að fá góða hugmynd uni gróðurfarið á ]>eim tínia er ]>etta jarðvegssýnis- horn var að royndast. Með því að taka slík sýnishorn á ýmsu dýpi í jarðvegi, t. d. frá botni mýrar og upp til yfirborðs og athuga hvern- ig hlutföllin milli hinna ýmsu frjó- tegunda breytast, er hægt að rekja gróðurfarsbreytingarnar frá, þeim tíma er mýrin tók að myndast og fram á vora daga. Með frjógrein- ingu hefir skandínavískum jarð- fræðingum, með vou Post í broddi fylkingar, tekist að rekja nákvæm- Jurtafrjó úr jarðvegssýnishorni frá Skallakoti. Stækkun 570-föltl (Ljósm.: S. Þórarinsson og M. Troili. Myndirnar eru í sömu röð og getið er um þær í grein- inni). lega gróðursögu sinna landa og þá lum leið sögu loftslagsbreytinganna, síðustu fimmtón þúsund árin. --------------Sumarið 1939 gróf jJaninn Aage Roussell, með aðstoð Kristjáns Eldjárns, upp fornar bæj- arrústir á Skallakoti í Þjórsárdal, skammt vestan við Ásólfsstaði. Bæj arrústir þessar voru fornlegar og mátti af gerð þeirra og af þeim munum er í rústunum fundust, draga ]>á ályktiui, að bærinn væri frá víkingaöld og að öllum líkind- um frá landnámsöld. 1 jarðvegssnjð um (prófílum), sem grafin voru kringUm Skallakot og aðra eyði- bæi í Þjórsárdal mátti víða finna þunnt viðarkolalag. Lá það allstað- ar rjett ofan við auðkennilegt, Ijóst vikuilag, en linsur a£ ]>essu vikur- lagi fundust neðst í vegghleðslun- um í Skallakoti. Þetta lag hafði því legið það grunnt í jörðu, er bær- inn var byggður, að það hafi fylgt með strengjum þeim eða hnausum, sein veggirnir voru hlaðnir úr. Þetta sýndi, að viðarkolalagið var 'úlíka gamalt og elsta byggð í daln- um og þótti okkur líklegast, að það hefði myndast við það, að land- námsmenniruir hefðu farið eldi um landið í kringum bæi sína, þ. e. a.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.