Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1946, Blaðsíða 8
380 LESBOK MORGUNBLAÐSINS SVARTIMARKAÐUR. Végna þess að enginn hemill verður hafður á svarta markaðnum í Þýskalandi, hafa Bandaríkjamenn fundið upp á því að leyfa vöruskiftaverslun milli Þjóðverja og hermannanna. Hermennirnir mega láta Þjóðverja fá vörur þær, sem þeir fá sendar að heiman, og taka þýskar vörur í staðinn. Peningaverslun er harðbönnuð. Hjer sjest þýskt fólk fyrir utan amerískan vóruskiftistað. LÝSING Á HELVÍTI Guðbrandur biskup Þorláksson bað einn prest (síra Jón Bjárnarson í l’rest- hólum?) a<5 búa til svo mergjaða lýsingu á helviti sem hann gæti, til viðvörunar og skelfingar þverbrotnum lýð, og lofaði honum 10 dölum fvrir, ef sjer likaði lýs- ingin. Prestur gerfti ]>að og átti lýsingin að hafa verið eitthvað á þessa leið: Djöf- ullinn situr í sæti sínu, en á milli hnjánna hefir hann afar stóran cld og pott mikinn yfir á hlóðum. Þessi umbúnaftur er í djúpum dal, og cr alt í kring lukt jökium. Eldurinn er kyntur með sumu af sálum fordæmdra, en l'lest af þeim er í pottinum og sjóða þær og vella eins og baunir í potti. Svo liefir djöfuliinn stóra ausu og lirærir með henni í pottinum, en smáui saman tekur hann ausuna fulla og lætur upp í sig og bryður og skirpir þeim síðan út á jökulbungurnar í kring um sig. En óðara rísa þar óstæðir h\ irfilvindar, sem sópa öllum sáluuum niður í pottinn aftur. Þetta gengur altaf að eilífu. Mistinguette hin fræga franska dansmær, er nú "5 ára gömul. í vor barst út sú frcgn að hún hefði trúlofast þritugum hollensk- um málara. Nú hefur hún leiðrjctt þetta í blöðunum og segir þar: , Að vísu langar mig til að giftast, en jeg hcfi ekki cnn fundið hinn rjetta". Hamingja Hamingjusamasti maðurinn í allri Persíu cr bláfátækur bóndi, Ispahanan Pitsant að nafni. Og ástæðan er sú, að konan hans ól honum fjórbura, fjórar fallegar telpur, nú fyrir skcmstu. Ilann er rúmlega sjötugur. Lítið dregur vesælan Maður nokkur, 85 ára að aldri, var nýlega tekin fastur 1 New York. Þegar hann var spurður að því á hvcrju hann lifði, sagðist hann lifa á því að leigja innbrotsverkfæri sín, því að hann væri nú orðinn of gamall og stirður til þess að fást við innbrjótsþjófnaði sjálfur. Nýtísku úrræði I Danmörku hefur vcrið ilt að fá inni í sumar fyrir þá, sem voru í sumar- fríi. Verksmiðjueigandi í Kaupmanna- höfn hafði einsett sjer að eyða sumar- fríinu ásamt fjölskyldu sinni á ákveðn- um baðstað á Sjálandi. En þegar hann ætlaði að fá þar inni, þá var ckkert rúm í gistihúsinu. Hann gerði sjer þá litið fyrir og keypti gistihúsið — og svo var hann þar í sumarfríinu. Sjónvarp í skólum Fræðslustjóri New York borgar hcf- ur nýlega skýrt frá því, að sjónvarpi verði komið fyrir í 72 barnaskólum í New York á næstu 5 árum. Með sjón- varpi verða þá kendar allar námsgrein- ar, alt frá grasafræði að leikfimi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.