Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS F 87 ing þessi varð mikill sigur fyrir alla hlutaðeigendur. Var leikritið sýnt minsta kosti 70 sinnum við mjög góða aðsókn, þarna voru líka góðir leikarar í aðalhlutverkunum, þar sem Lars’ Tvinde ljek Jón, en Ragnhild Hall Ijek kerlinguna. Að frátaldri sýningunui á ,*Auti- gone“ mun „Gullna hliðið“ hafa verið mesti sigur Norska leikhúsins á þessu leikári. AF ÖÐRUM leikhúsum borgarinn- ar er það að segja, að þau sýndu mjög margvísleg leikrit. Mörg af þeim voru eindreginn áróður gegn stefnu Þýskalands, og svæsin ádeila gegn kvislingunum norsku, eins og t. d. leikritið „IIvis et Folk vil leve“ eftir Axel Kielland. Af þessu öllu er auðsjeð, að her- nám Noregs hefir sett sinn sjerstaka svip á norskt leikhúslíf, eftir stríðs- lokin. Ofbeldi og hermdarvcrk nas- istanna rifu upp með rótum menning- arstarf norska Þjóðleikhússins, scm gróðursett ' hafði verið á mörgum mannsöldrum. Ennþá hefir leiklist þessarar stofnunar ekki fest rætur í nýjum jarðvegi, þó þess verði von- andi ekki mjög langt að bíða. Flest hin önnur leikhús hafa enn ekki getað tileinkað sjer sinn gamla leikmáta. EFTIR að Norðmenn urðu frjálsir árið 1945, var áhugi almennings fyrir leiksýningum mjög mikill. Þessi á- hugi hjelst alt það leikár hvað snerti sýningar Þjóðleikhússins, en eftir að kvikmyndahúsin gátu farið að starfa aftur óslitið, og meira fekkst fyrir peningana en áður, hefir ekki verið eins auðvelt að fylla leikhúsin. Það er álit mauna í Skandinavíu, að norsku leikhúsin hafi ekki fyllilega notað sjer þau menningarlegu tæki- færi sem þeim hafa boðist síðustu ár- in. Þau leikhús, sem stöi’fuðu meðan landið var hernuinið, vönduðu ekki leikritaval sitt svo sem vera bar, en þó er það þeim til afsökunar, að „Censur“ Þjóðverjanna var svo strangur, að hann var þeim fullkom- inn hlekkur um fót, og þess vegna til óbætanlegs tjóns. Norska leikhúsið hefir það sjerstaka menningarhlutverk, að lcika á lands- máli. Tilgangurinn með því mun vera sá, að leikhúsið vinni markvisst að alnorsku máli. Það hóf starf sitt sem fullkomið bændaleikhús, og hagaði leikritavali sínu eftir því. Nú sýnir það leikrit af öllum tegundum, og eftir útleuda sem innlenda höfunda. Ýmsir miklir örðugleikar hafa orðið. á leið þess, sumpart vegna þess, að margir Oslóbúar hafa fram að þessu haft nokkurn ýmugust á landsmálinu. Þessi andúð fer nú mjög þverrandi. Að minsta kosti cr það víst, að ef leikhúsinu tekst að koma með veru- lega góðar sýningar, vantar ekki að- sóknina. Hinn listræni mælikvarði Norska leikhússins cr mjög hár. í fyrra fekk Oslóborg eitt nýtt leik- hús, sem nefnt hefir verið Studioleik- húsið. í leikflokk þess er aðeins ungt fólk, og stjórnar það sjálft fyrirtæk- inu, og hagar allri vinnu sinni eftir kenningum Rússans Stanislavsky, sem eins og kunnugt er, vvar af mörg- um talinn fjölhæfasti leikhúsmaður Rússa á síðasta mannsaldri. Þetta nýja leikhús tckur aðeins til sýninga sigild verk eftir góða höf- unda. Húsakynni þeirra eru á besta stað í borginni, við sjálfa Karl Jó- hanns götu. Þcir vöktu þegar í stað mikla athygli með ágætum leiksýn- ingum. Öll vinnubrögð þessa litla leik- 'húss bera ósvikinn svip mikillar og markvissrar vinnu, ástar og virðingar á leiklistinni, og glöggum skilning á hlutverki hennar til menningarauka fyrir þjóðfjelagið. Leikflokkur þessi hefir þegar sýnt mikla og óvenjulega leikhæfileika, og svo mikið áræði og dirfsku í starfinu, að allir leikhús- menn og leikarar Skandinavíu fylgja starfi hans með mikilli eftirtekt og áhuga. ÞAÐ ER í raun og veru hægt að vera bjartsýnn á framtíð norskrar leiklistar. Margir af bestu listamönn- um Þjóðleikhússins er,u ennþá við líði, bæði leikarar og leikstjórar, þó að þeir hafi verið slitnir úr sambandi hver við annan svóna lengi, svo sem frú Dyvwad og Halfdan Christian- sen. Af næstu kynslóð ber að nefna Gerd Grieg, sem enn ekki hefir > leikið á norska Þjóðleikhúsinu eftir striðíð, en sem var ráðin til að starfa þar nú frá nýári, og er nú að leika þar Re- bekku West í „Rosmerholm“ eftir Ibsen. Sem jafnoka hennar má nefna Tora Segelecke, sem fyrir skömmu hjclt hátíðlcgt 25 ára leikafmæli. Á Norska leikhúsinu er heil hersing af ágætum leikurum. Ekki má gleyma einum besta leikstjóra Noregs, Agnes Mowinkel, sem með sínum eldlega áhuga og framtakssemi hefir haft og mun ennþá hafa mjög mikla þýðingu fvrir endursköpun og endurreisn uorskrar leiklistar. Síðast en ekki síst ber að nefna tvo leikhússtjóra, sem í byriun yfir- standandi leikárs tóku við stjórn Þjóðleikhússins og Norska leikhúss- ins, Knut Hergel og Hans Jacqb Niel- sen. Báðir góðir leikhúsmenn, með al- hliða þek'kingu á fjármálalegum seni listrænum rekstri leikhúsa. Þetta alt gefur hinar bestu vonir uiu framtíð leiklistarinnar í Noregi. V V V ^ Ráðumk þjer Loddfáfnir — Paul Gilmour liðsforingi hefir sagt þessa sögu: Skömmu eftir að jeg kom til Nýu Guinea, rakst jeg á einn eyjarskeggja rjett hjá pálmalundi nokkrum. Jeg tók sniápening upp úr vasa mínum, benti á háan pálma og sagði: „Þú fá þetta, þú klifra upp í trje“. l^á brosti hann, dró seðil upp úr vasa sínum og sagði á hreinni ensku: „Iljer eru 10 skildingar. Láttu mig sjá hvernig þú ferð að klifra þarna upp".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.