Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1951, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 117 Sigurður Pjetursson. svo hafi verið. Hann breytir herra- næturhaldinu þegar þannig, að nú eru ekki útnefndir sýslumenn heldur ráðgjafar og eru nöfn þeirra á dönsku, svo sem Indenrigsmin- ister, Krigsminister, Udenlands- minister o. s. frv. Allir ráðgjafarn- ir áttu að hylla kónginn á íslensku, nema Udenlandsministeren, hann skyldi tala á dönsku. Síðan semur Sigurður gamanleik fyrir pilta og var hann upphaflega nefndur „Slaður og trúgirni“ (síðar Hrólfur). Var leikur þessi sýndur í fyrsta sinni á „herranótt" 5. des- ember 1796,* og aftur mun hann hafa verið sýndur 1798 og enn á Páskum 1800. Svo samdi Sigurður leikritið „Narfa“ fyrir skólapilta og var hann fyrst sýndur 28. jan. 1799. Telja fróðir menn að „Narfi“ sje fyrsta íslenska leikritið, sem hafi nokkurt skáldskapargildi og „kem- ur þar fram greinilegur áróður til * Þar sagðist Wibe amtmaður hafa skemt sjer vel að horfa á Árna Helga- 3°h, sem Ijek Ðalsted, því að sjer hefði íundist að þar væri kominr. Jacobaeus Juniii i Keflavík. málhreinsunar, settur fram í skop- formi.“ Seinasta ieikritið sem skólapiltar sýndu mun hafa verið „Skami.i- kell“ og var það annað hvort haust- ið 1801 eða snemma á árinu 1802. Höfundur ljet sín ekki getið, en rök hafa verið færð að því, að hann muni hafa verið enginn annar en Árni Helgason. Herranóttin bönnuð. Herranæturhaldið lagðist niður vegna þess að það var bannað og mun mönnum nú þykja tilefni þess næsta broslegt. Það skeði á „herranótt" 1799 í lok hátíðar, að konungur lagði nið- ur völd, þakkaði sæmd þá er sjer hafði verið sýnd og kvaðst nú ekki vilja vera meiri en þeir hinir „heldur bara í samfjelagi við þá og eftir megni með þeim efla rík- isins heillir." En yfirvöldin kiptust við og „heldu að hjer stæði til bylt- ing, eins og þá var á ferð í París.“ Menn vissu auðvitað að Sigurður Pjetursson hafði samið leikinn, og má vera að þar sem hann notaði dönsk ráðgjafa nöfn á helstu menn konungs, hafi yfirvöldunum fund- ist þetta skeyti í garð hiris einvalda danska konungs. Ólafur stiftamt- maður Stefánsson skrifaði Geir biskupi og fól honum að rannsaka málið. Biskup skrifaði honum aftur og kvaðst hafa athugað málið en ekkert fundið „sigtandi til að lasta monarchiske Regering, eður til að uppvekja óleyfileg Friheds Prin- cipia^ Samt sem áður segist hann hafa bannað skólapiltum að nafa „herranótt“ framar „þar jeg vildi að þeirra jafrivel saklausa gaman ekki gæti verið nokkrum til hneykslis.“ Alþingi háð í skólanuni. Árið 1798 var lögrjettuhúsið gamla á Þjngvöllum orðið svo Ije- legt, að lögmaður afsagði að vera þar. Varð það til þess að þingið var flutt til Reykjavíkur og þar haldið „hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bergi“, éins og Jónas kvað. Var það þá efst í stjórninni að kaupa pakkhús Sun- ckenbergs og gera það að alþingis- húsi. Úr því varð þó ekki; og var Alþingi haldið í Hólavallarskóla sumarið 1799. Var þar ekki mikið um dýrðir, enda var Alþingi þá ekki nema svipur hjá .sjón frá því er fyr hafði verið, og.í raumnni ekki annað en dómstóll í almenn- um málum. Á þessu þingi var það að Jón sýslumaður Helgason frá Hoffelli var dæmdur frá embætti og til þess að greiða háar sektir. Hann var þar sjálfur viðstaddur, þá nær áttræður að aldri, og er mælt að hann hafi hrækt á borðið þegar dómurinn var lesinn. . Aftur var Alþing haldið þarna sumarið eftir. — Gerðist þar fátt markvert annað en það, að Þing- eyingur nokkur var dæmdur til dauða samkvæmt Stóradómi, en málinu þó skotið til konungs náð- ar. Það var seinasta ^ ,afrek Al- þingis, því að þá um sumarið kom út tilskipun dagsett 11. júlí um að Alþingi skyldi lagt niður, en lands- yfirrjettur koma í staðinn. Fekk Alþingi þá þau eftirmæli, að „sam- koma þessi hafi altaf verið gagns- laus,“ og var þar að vísu átt við þingið eins og það var orðið. Landsyfirrjetturinn fekk nú inni í skólanum og var hann settur í fyrsta skifti 10. ágúst 1801. Var hann þar síðan til húsa meðan skólinn hekk uppi, en þá leigði stjórnin húsnæði handa honum í húsi Trampe greifa í Veltusundi. Var það hús síðan lengi kallað „Yfirrjettarhúsið gamla“, en þar er nú verslun Magnúsar Benjamíns- sönar. Þá má geta um eina samkomu, sem haldin var í Hólavallarskóla hinn 7. október 1796. Var þaö minn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.