Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.1951, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 233 hafi átt í fjelagi hin seinni ár versl- unina hjer í Rcykjavík. Carl Fr. Siemsen andaðist í Hamborg 1865 og tók þá sonur hans, Carl H. Siem- seen við og það er hann sem gefur sjúkrahúsfjelaginu veitingahúsið árið 1866, ásamt gamla klúbbhúsinu. HII.MAR FINSEN varð stiftamtmað- ur 1865. Kona hans var dönsk, Olufa að nafni. Fekk hún brátt mikinn áhuga fyrir sjúkrahúsinu og var það mest fyrir hennar tilstilli að konur hjer í bænum efndu til hlutaveltu og „bazars“ veturinn 1866 til ágóða, fyrir sjúkrahússsjóðinn, og auk þess var eins og áður leitað samskota hjá bæarmönnum. Safnaðist þá enn tals- vert fje. Var þá svo komið að fje- lagið treystist til þess að hefja fram- kvæmdir og um haustið var byrjað að taka á móti sjúklingum í nýa spítalanum. Læknir hans*var auð- vitað Jón Hjaltalín, en forstöðukona hans var ráðin Soffia Magdalena Fischer, ekkja Hermanns Fischers kaupmanns. Hún var dóttir Magnúss Magnússonar á Seli, fyrrum hrepp- stjóra Seltirninga. Er sagt að hún hafi verið annáluð dugnaðarkona og barist áfram af eigin ramleik með mörg börn. Fór hún seinast til Amer- íku upp úr 1870. Áreiðanlega hefir þetta verið ein- hver einkennilegasti spítali í heimi. Aðsókn var ekki svo mikil, að alt húsið þyrfti fyrir sjúklinga. Þótti nægja að ætla þeim efri hæðina, þar sem gestaherbergin höfðu áður verið. En á neðri hæðinni helt hin sama starfsemi áfram og áður hafði ver- ið þar, dansleikar, veislur og leik- sýningar. Þegar fyrsta veturinn var leikið þar 14 kvöld. Mundi það ekki þykja næðissamt fyrir sjúklinga nú, að hafa undir sjer dansmúsik og þrumurnar í Skugga-Sveini fram á nætur, en hann var leikinn þá. En þarna var einnig rekin greiðasala. Enska fcrðakonan frú ’Oswald, segir frá því, að þegar hún kom til Reykja- vikur hafi sjer verið ráðlagt að mat- ast i sjúkrahúsinu. „Þetta fanst mjer nú nokkuð óviðkunnanlegt", segir hún, „en það kom í ljós að þetta var mjög merkilegt sjúkrahús og þar fór fram gleðskapur mikill. Þar voru haldnar veislur og þar voru dans- leikar, og hinn ágæti matreiðslu- maður seldi fjölda ferðamanna fæði. Þarna voru aðeins fjórir sjúklingar, Komi einhver farsótt upp, eru sjúkl- ingarnir sendir í afskekt hús utan við bæinn“. Hjer á hún við Laugar- nesstofu, sem þá var- komin í eyði, því að þetta var 1875. En hjer hefir hún misskilið dálítið. Hún hefir sýni- lega heyrt getið um það að frönsku bólusóttar sjúklingarnir voru sendir þangað 1871, og haldið að þetta væri venja. En þangað voru engir aðrir sjúklingar fluttir. FYRSTA árið, sem spítalinn starfaði, komu þangað alls 34 sjúklingar, en legudagar á árinu voru 407. Af þess- um sjúklingum dóu fimm, en hinir fengu bata og á aðalfundi sjúkra- hússfjelagsins „voru sýnd vottorð frá nokkrum þeirra um að þeim hefði líkað vel allur aðbúnaður og pössun“. Énskur maðiJi', R. M. Smith í Ed- inhorg, hafði upphaflega gefið spítal- anum nokkur ágæt rúm og rúmfatn- að. Ýmis sjúkraáhöld höfðu verið keypt fyrir 550 rdl. og voru þau „eins og tiðkast á bestu spitölum erlendis“. Fjelagið gerði þegar á þessu ári samning við bæarstjórn Reykjavíkur um að bæarstjórn veitti spítalanum 50 rdl. styrk á ári gegn því, að efna- litlir menn og hjú bæarmanna fengi nokkurn afslátt á legukostnaði. Sam- kvæmt reikningi átti fjelagið að ár- inu liðnu 2100 rdl. í konunglegum skuldabrjefum, 1122 rdl. i peningum og ógreiddum sjúkrakostnaði og rúm- lega 1600 rdl. virði í sjúkrahúsbún- aði. Hafði fjelaginu áskotnast allmik- ið með samskotum, og eins fór næsta ár, því að samskot bárust hvaðanæva af landinu, og þó áuðvitað mest úr Reykjavík. Næsta ár er t. d. langur gjafalisti í „Þjóðólfi“ og getið nafna allra gefenda. Sýna þessi almennu samskot það ótvírætt hvað almenn- ingur hefir skilið vel þörfina fyrir spítala hjer. Hefir það og jafnan ver- ið svo, að almenningur fann betur en hið opinbera hvar skórinn krepti að í þeim málum, og því var það fyrir atbeina almennings að Vífilsstaða- hælið og Landspítalinn komust upp. FRAM til 1867 var aðeins einn lækn- ir í Reykjavík, landlæknirinn. En þetta ár kemur Jónas Þórðarson Jón- assen heim að afloknu prófi í Kaup- mannahöfn og hafði verið falið að vera landlækni til aðstoðan við kenslu læknaefna. Hafði verið gefinn út konunglegur úrskurður 1862 um að læknaefni skyldu fá kenslu hjá land- lækni, og var þeim gefið fyrirheit um lækningaleyfi að námi loknu. Höfðu störf landlæknis auðvitað margfald- ast við þetta. En árið 1868 er mjög ljett af honum störfum. Þá er Jónas Jónassen skipaður hjeraðslæknir í Gullbringu og Kjósarsýslu, sem þá var fyrst gerð að sjerstöku læknis- hjeraði. Og skömmu seinna var Borg- arfjarðarsýsla einnig gerð að Sjer- stöku læknishjeraði og veitt Páli Blöndal. Náði þá læknishjerað land- læknis aðeins yfir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Álftanes. Jónassen var jafnframt aðstoðar- læknir við sjúkrahúsið í Reykjayík. Er líklegt að hann hafi átt sinn þátt í því að sú breyting var gerð á sjúkra- húsinu 1869, að þar voru gerðir tveir baðklefar, annar fyrir heit steypiböð, en hinn fyrir köld. Þessi böð voru auðvitað ætluð sjúklingum, en til þess að fá eitthvað upp í kostnaðinn, var svo ákveðið, að almenningur gæti fengið þar böð á laugardögum. Það var auðvitað mikil framför að fá þarna baðklefa fyrir sjúklingana, en með þessu bættist þó enn ein starf- .semi við í húsinu, er það var. gert a,ð baðhúsi fyrir almenning. En engar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.