Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.1951, Blaðsíða 4
328 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aldarminning 1851 — 17. júní — 1951 JÓNAS SKÓLASTJÓRI Á EIÐUM Guðlaug: Jóasdóttir og Jónas Eiríksson. Rismynd gerð af Einari Jóussyni myndhög?vara og gefin Eiðaskóla á aldarafmælinu 17. júní s. 1. EIÐASKÓLI var búnaðarskóli frá 1883 —1918, og var Jónas Eiríksson frá Skriðuklaustri lengst skólastjóri á þessu tímabiii, eða frá 1888 til 190''' Á undan honum var Guttormur Vigfús- son, en á eftir þeir Benedikt Kristjáns- son, Bergur Helgason og Metúsalem Stefánsson. Það er einkennandi fyrir hugsunarliátt íslendinga í skólamál- um, að þessi búnaðarskóli skyldi vera lagður niður, enda höfðu menn þá þeg- ar fyrir 35 árum fengið í höfuðið þá meinloku, sem síðan hefur þróast, að allir ungmennaskóiar ættu að taka stefnu á langskólanám og embætta- lærdóm, en svo ættu atvinnuvegirnir að fá að sitja að þeim kröftum, sem aftur úr yrðu í þessari námskeppni. Það var fyrir atbeina og áeggjan Jóns Sigurðssonar áð nokkrir ungir menn tóku sig upp á 8. tug síðastiið- innar aldar og fóru til búnaðarnáms að Stend í Söndre Bergenhusamt í Nor- egi. Þar á meðal var Jónas sonur Ei- ríks Arasonar bónda á Skriðukiaustri i Fljótsdal eystra Hann var fæddui árið 1851 á fertugasta afmælisdegi for- setans, og varð því 24 ára öskufalls- árið 1875, er hann fór utan. Var hann á Stend til 1878, er hann útskrifaðist þaðan með mjög lofsamlegum vitnis- burði. Næstu árin á eftir starfaði hann sem búnaðarráðunautur í sveitum Suð- ur-Múlasýslu ,einkanlega við land- og áveitumælingar. Árið 1880 kv’æntist Jónas Guðiaugu M. Jónsdóttur á Eiríksstöðum og reisti þar bú í tvíbýli við bróður Guðlaugar Gunnlaug Jónsson Snædal. Voru þau systkíni börn Jóns frá Möðrudal, er var bróðir hinna kunnu Möðrudals- manna Sigurðar og Metúsalems „sterka". Með hliðsjón þess að áformað var að stofna búnaðarskóla á Hjeraðí, var Jónasi veittur styrkur til íram- haldsnáms í búnaði, og stundaði hann það við Búnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn veturinn 1882—3. Ekki varð þó af því að Jónas tæki við skólanum á Eiðum við stofnun hans 1883. Það varð ekki íyrr en árið 1888, eins og fyr var sagt. Helstu heimild á einum stað fyrir ætt, ævi og starfi Jónasar er að finna í Búnaðarritinu 1925 í minningargrein eftir fræðimanninn Einar prófast Jóns- son á Kirkjubæ, síðar að Hofi. Telur hann m. a. upp allar þær námsgreinir, sem Jónasi og meðkennara hans var gert að kenna á tveimur vetrum, og var það ekki neitt smáræfi, þótt sumt væri aðeins í ágripi. Raunverulega var skólinn að öðrum þraði einskonar gagnfræðaskóli. Farast sr. Einari svo orð um kensl- wna og búreksturinn: „Það var ekki álitlegt að kenna ait þetta á 2 árum svo að verulegu gagni kæmi, einkum þar sem flestar helstu kenslubækurnar voru á dönsku, og búast mátti við að fiestir nýsveinar kynnu ekkert í dönsku, eins og líka raun varð á. En „mikið má ef vel vill“ og Jónas og meðkennendur hans lögðu hina mestu alúð og rækt við kensluna. Jeg var í mörg ár prófdómari á Eið- um, og furðaði mig oft á þvi, hversu mikið nemendur höfðu lært í bókleg- um fræðum, svo óþægileg sem að- staðan var við kensluna.... Þess verð- ur að geta, að auk þess sem reglu- gerðin ætlaðist til að kent væri, kendi Jónas nemendum sund, og urðu ýmsir þeirra bestu sundmenn. Þótti sú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.