Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Blaðsíða 15
V LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 43 ALMAIMAKIÐ SÚ breyting hefur orðið á Almanakinu ísienzka, að við útgáfu þess hafa tekið þeir prófessorarnir Leifur Ásgeirsson og Trausti Einarsson. Birta þeir í þessu fyrsta almanaki sínu (1952) ágrip af sögu hins íslenzka aimanaks, og er hún á þessa leið: „Almanök fyrir ísland og á íslenzku hafa komið út á prenti um hvert ár frá og með 1837. Á hinu fyrsta þeirra stendur, að það sé „útreiknað / fyri Reikiavík á íslandi / af / C. F. R. Oluf- sen, / Prof. Astronam. / útlagt og lagað eptir íslendsku tímatali / af / Finni Magnússyni, / Prof.“ Þetta „íslendska tímatal11 er lítið eitt notað enn, en rhiklu meira þá, og hefur því verk Finns í því efni verið þýðing- armikið. Þá var aftur tekinn upp forn háttur á því, að vetur hæfist á laugar- degi, en ekki föstudegi eins og lengi hafði tíðkazt. Sama brot og forsíðu- umgerð og nú Var tekið upp 1861, en áður vár brotið minna (styttra). Got- neskt letur veik fyrir latínuletri 1849. Það ár tók Jón Sigurðsson við starfi Finhs og hélt því til dauðadags. Með þessu likum hætti komu út í Kaup- niannahöfn íslenzk almanök í 86 ár, hið síðasta um árið 1922. Verð almanaksins var í fyrstu 8 skild- ingar ,en iækkaði brótt og varð 5 sk. fyrir „óinnfest" og 5‘A sk. fyrir „inn- fest“ almanök. Stóð svo til 1875, og r^unar lengur, því að það ár er verðinu breytt í 10 og 11 aura, sem jafngilti hinu, og hélzt það verð enn 1920. Þjóðvinafélagið lét prenta í Reykja- vík almanök um árin 1914—18. Er gerð grein fyrir þeirri útgáfu og ýmsu fleiru, sem íslenzk almanök og tímatal varðar, í eítírmála við almanakið 1914 eftir dr. Jón Þorkelsson. Sú er þar mest þreytjng, að dýrlingatalið er látið víkja fyrir afmælum og ártiðum innlendra og erlendra atburða og manna. Reikn- ingslegt efni almanaksins var þó feng- ið'úr íslenzka almanakinu frá Kaup- mannahöfn. En um árið 1923 var alman- akið að öllu gert hér á landi, og önnuð- ust þeir dr. Ólafur D. Daníelsson og Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri það starf undir prentun og hafa gert síðan, þangað til nú, að þeir óskuðu að láta af því vegna aldurs. Varð þetta verk þeirra einn þáttur í sjálfstæði þjóðar- innar, og telur Þjóðvinafélagið sér skylt að þakka það hér. Efni og útlit almanaksins nú er ó- breytt frá því, er verið hefur undan- farið, nema hvað þessi grein kemur í rúm annarrar á sama stað. Býr enn nokkuð að fyrstu gerð frá 1837. Af efni, sem nú er, en þá var ekki, má nefna tíma tungls í hádegisstað (fyrst 1847) og töblur um flóð, er fyrst komu í almanakinu 1904. Til þess að slíkar töblur verði gerðar, þurfa að hafa farið fram athuganir um nægilega langan tíma á þeim stöðum, sem töblurnar eiga við. Er nú orðin þörf á nákvæmari og ýtarlegri töblum (er m: a. greini flóð- hæð) og þess vegna æskilegt, að gerð- ar verði athuganir, er séu fyllri en hin- ar eldri. Er vitámólastjórnin nú að undirbúa slíkar mælingar. Að Öðru leyti er við útreikning al- manaksins að sjálfsögðu byggt á al- þjóðlegum heimildum (nú American Ephemeris and Nautical Almanac, 1952). Þó að hin siðari almanök séu um sumt fyllri en hin eldri, þá er þó ekki svo að öllu leyti. Verður margt álita- mál í gerð slíkra almanaka, og eiga enn við ummæli Finns Magnússonar í lok þeirrar athugasemdar, er fylgdi alman- akinu 1837, að bendingar góðra manna í því tilliti verða vel þegnar.“ Út af niðurlagj greinarinnar er rétt að benda á, að í Lesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1947 birtist grein um alman- akið eftir Pétur G. Guðmundsson. Hann bendir þar á hve óviðurkvæmilegt það -sé, 'að prenta. árlega 'handa íslenzkri alþýðú skrá um kaþólskar messur, kaþólska kirkjudaga og dýrlinga. En þessari |óðu bendingu hefur ékki verið gaumur gefinn. Öll súpan er þarna enn í almanakinu. Kóreönsk knrteisi DR. WILLIAM P. GILMER, sem nú. er yfirlæknir við röntgendeild spítala í Clifton Forge ■ í Bandárikjunum, var sendur til Kóreu að heimsstríðinú loknu til þess að hafa eftirlít með heilsufari þar í landi' og leiðbeina yfirvöldunum. Kann hann margar sögur að' segja frá þeim árum, því að margt einkennilegt kom þar fyrir, en þetta telúr hánn sjáifur skemm'tilegustu' söguna.. — Eitt af fyrstu verkum mínum þar eystra’ var að skoða sjúkling, sem var með svo slæma meinsemd að ekkert gát bjargað lifi hans'nema uppskurður. Ég sagði honum frá þessu og' ákvað dág hvenær hann skyldi koma til þess að vera skorinn. Þegar nú hinn ákveðni dagur ‘rcnnui1 uþpj kcmur maðurinn og hjúkrunarkonurnar búa hann undir læknisaðgei'ðina. Þcgar hann var kom- inn á skurðarborðið i'annsakáði ég hann aftur,' og mér til mikillar undr- unar sá ég þá að hann var heill heilsu. Mér þótti þetta ákaflega merkilegt og ég spurði manninn hvoit hann hefði nokkra hugmýnd um, hvernig honum hefði batnað svo skyndilega. Þá svaraði hann: ,,Það var bróðir minn, sem þér skoðuðuð um daginn, en hann þorði ekki að ganga undir uppskurð og þess vegna bað hann mig að fara í sinn stað svo að þér hélduð ekki að hánn vartóreysti yður.“ ! 3 Lélegar skyttur FYRIR EINNI öld' var það siður í San Francisco, áð menn skoruðu hvor ann- an á'hólm, ef þeir þóttust móðgáðir. Barist var með skammbyssum, cn altaf skotið upp í loftið,' og þegar á þqssu hafði gengið nokkra hríð, þá var virð- ingunni borgið, og þeir hættu að skjóta. Maður nokkur, Joséph McCorckle, hafði móðgáð stjórnmálamanninn William M. Gwin, og Gwin skoraði hánn á hólm. Þetta var árið 1855. Ein- vigið var háð utan við borgina, langt frá heimili Gwíns, cn hanrr hafði með sjer márga sendiboða, til þcss að láta konuna sína víta jafnóðurir hvernig cinvigið gengr. " Hún var ’ óskaplega hrædd og lá á bæn þega'r fyrsti sendi- boðinn kom. — Fyrstu skotunum hefir verið hleypt af, hvorugur sár, sagði hann. — Guði sje lof, ságði frú Gwin og helt áfram að biðjast fyrir. Svo kom næsti sendiboði og sagði;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.