Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1952, Blaðsíða 7
C LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 83 Böðvar Bjarnason: Attunda aldarafmæti Hrafns Sveinbjarnarsonar læknis ÓÐUM fer nú að nálgast áttunda aldarafmæli Hrafns Sveinbjarnar- sonar læknis. Menn vita að vísu ekki nákvæmlega hvaða ár Hrafn er fæddur, en, eftir því sem næst verður komizt, mun hann vera fæddur árið 1153 eða 1154. Hann var um sextugt er hann var af lífi tekinn 4. marz 1213. Það er ljúft að minnast Hrafns, því hann er tvímælalaust hið mesta göfugmenni sinnar aldar. Hann ber höfuð og herðar yfir alla samtíðarmenn sína að því er göfug- mennsku og höfðingskap snertir. Þessu til sönnunar má minna á, að hjá honum var, á Hrafnseyri, öll- um heimil gisting og greiði endur- gjaldslaust, hve lengi sem þörf gerðist. Til þess að greiða sem bezt fyrir ferðamönnum, lét hann ferja hvern sem vildi, yfir Arnarfjörð án endurgjalds. Á Barðaströnd átti hann skip, er hann lét öllum heim- ilt til flutninga yfir Breiðafjörð. Slíkur höfðingskapur er eindæmi í sögu þjóðarinnar. Það má því geta nærri, að oft hefur verið gest- kvæmt hjá Hrafni á Hrafnseyri. En það, sem sérstaklega jók gesta- fjöldann, var læknisstarfsemi Hrafns. Hann var með afbrigðum góður læknir. í ritinu Læknaial á íslandi, útg. 1944, segir svo: „Magnús konungur kjöri lækni á Hlýrskógaheiði, Atla Höskulds- son, er síðar var „alger læknir“, faðir Bárðar svarta í Selárdal, föð- ur Sveinbjarnar, er var „læknir góður“, föður Hrafns á Eyri í Arn- arfirði, er var einhver mestur og víðkunnastur læknir íslendinga á þjóðveldistímanum. — Ber hann raunar hæst allra lækna í fornum sið. Hann var lærður maður, völ- undur að hagleik, og hafði ferðazt víða erlendis, eigi aðeins um Norð- urlönd, heldur og um England, Frakkland, Spán og Ítalíu. Má ætla, að hann hafi gefið nokkurn gaum lækningum í þeim ferðum. Hann var hið mesta göfugmenni, og tók læknisstarfið þeim tökum, er vera mega til fyrirmyndar á öllum tím- um. Saga Hrafns er ekki aöeins skemmtileg heimild um lækningar hans og lækniskunnáttu, heldui og fagurt vitni þess, hve líknarskvlda læknisins og ábyrgðartilfinning var honum rík í brjósti." Því næst skýrir ritið frá nokkr- um helztu læknisaðgerðum Hrafns, sbr. sögu hans. Það má geta nærri, að Hrafn hefur varið mjög miklum tíma til lækninganna og aldrei mat hann slíkt til verðs. Þessi fáu atriði sýna ljóslega, að Hrafn var ekki aðeins mikill höfð- ingi, heldur einnig framúrskarandi mikill mannvinur. Það er hollt hverri þjóð, að geyma vel minningu sinna göfug- ustu sona. Dæmi göfugmenna hafa heillarík áhrif á hjörtu æsku- manna, og leysa oft úr læðingi hulda krafta í sálum þeifra til blessunar fyrir þjóðlífið. Því er þess vegna ekki á glæ kastað, sem varið er til þess að geyma slíkar minningar. Ég gat þess í upphafi greinar þessarar, að nú nálgaðist óðum átt- unda aldarafmæli Hrafns Svein- bjarnarsonar. Til þessa hefur þjóð- in sýnt minningu hans litla rækt. Aðeins er til lítið sögubrot um hann. Færi nú ekki vel á því, að þjóðin reisti Hrafni bautastein á Hrafnseyri á áttunda aldarafmæl- inu? Ég vænti þess, að flestir muni gjalda jákvæði við spurningu þess- ari, þegar þeir fara að íhuga hana vel. Það er ánægju efni fyrir þjóð- ina, að minnast þess, að hún átti mesta lækninn fyrir norðan Múndíufjöll á þjóðveldistímanum. Einkum vænti ég þess, að lækna- stéttin taki málefni þetta til ítar- legrar athugunar og framkvæmda. Fyndinn hefur sagt KONA er óðfús að kaupa allt, sem hún heldur að kaupmaður- inn tapi á. __ m ;___ SUMAR stúlkur verða eigi að- eins góðar konur, heldur einnig bestu húsbændur. __ ; [ |_ LJÓSMYNDAVJELIN lýgur aldrei, en henni væri vorkunn þótt hún gerði það stundum. __ m t___ ÞAÐ mundi spara ungum stúlk- um mikið ómak, ef þær vissu að þær eru laglegar. __ ! t !_ FJÖLSKYLDUFAÐIR verður altaf vantrúaður á frið á jörð. __ T T T- ALT er í hraðri framför, nema maðurinn. __ m t___ AUÐVELDASTA aðferðin til að tvöfalda peningaeign sína er að brjóta seðlana saman og stinga þeim í vasann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.