Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Blaðsíða 7
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 * r „Undanhlaup". Þunn hraunkvika rennur út undan hárri, harðstorkinni hraunbrún, langt frá gosstöðvunum. Undir Botnafjalli 23. ág. 1947. — (Ljósm. Guðm. Kjartansson). En gufumekkir yfir henni fóru i vöxt um sumarið. 18. maí mátti aðeins með naumindum greina einn gufuhver í Axlarbrekkugjá frá næstu bæjum (10 km frá), og sást hvergi gufa né þoka annars staðar á fjallinu. En alltaf síðan, a. m. k. fram til síðustu áramóta, munu hafa sézt þar gufumekkir, þegar á annað borð sést upp á fjallið fyrir þoku eða dimmviðri. Árin ’49 og ’50 var ekki að sjá neitt varanlegt lát á gufuútstreyminu, en þess gætti mjög misjafnt, að því er virðist mest eða eingöngu eftir veðurskilyrðum (loftraka). í bjartviðri myndaði gufan oftast ský uppi yfir fjallinu og stundum skýstólpa, sem breiddist út efst, eða jafnvel klakka, sem minntu nokkuð á sjálfan gosmökkinn. Síð- asthðið ár hefur loks greinilega dregið úr þessum skýjamyndun- um. Gufuútstreymið heíur haldizt bezt við í Axlargíg og hinum yngra gíg fast norðan við hann og í Axl- arbrekkugjá. Enn eru heitir blettir á gígbörm- um og í gjánni, svo að þar festir ekki snjó. Augljóst var, að þarna hélzt sums staðar yfir 100° hili grunnt niðri í mölinni næstu sum- ur eftir gosið. En það kom þó al- gerlega á óvart, er Þorbjörn Sigur- geirsson fann um 650° hita í brún Axlargígsins í október síðastliðið haust. Ef til vill hefur enginn hitt á þennan ofsaheita blett áður. Hitt er líka hugsanlegt, að hitinn hafi aukizt þarna aftur eftir gosið. En þó að svo hafi verið á þessum bletti, verður að ætla, að fjallið fari nú yfirleitt kólnandi. í aprílmánuði 1948, þ. e. litlu áður en hraunrennslið hætti, varð þess vart á bænum Hólum rétt hjá Næfurholti, að hvít skóf tók að myndast innan í katlinum, sen vatn var hitað í. Þetta var upphaf meiri tíðinda, þó að orsakasam- bandið kæmi ekki í ljós fyrr en síðar. Um miðjan maí fannst dauð tófa og litlu síðar dauð ær í hraun- lægð einni grasi vaxinni skammt fyrir austan Næfurholt, þar sem heita Loddavötn. Síðan fannst hvert hræið eftir annað í Lodda- vötnum og einnig nokkur í annarri hraunlág, sem er í Hólaskógi, nær bæjunum. Hinn 24. júlí höfðu drepizt 15 kindur í þessum tveim lægðum, auk tófunnar og fjölda fugla. Þá var sett fjárheld girðing um hættusvæðin, en enn drápust þar margir fuglar um sumarið. Or- sök þessara dauðsfalla kom í ljós 11. júní. Dýrin höfðu kafnað í kol- sýru (koltvíoxýði), er ásamt fleiri lofttegundum streymdi sem ná- kaldur blær upp úr gjótum í hraun- inu. Þegar algert logn gerði að nóttu til, lagðist hið þunga kol- sýruloft eins og tjörn yfir lægð- irnar og drekkti þar hverri skepnu. Kolsýrutjarnirnar voru vitaskuld ósýnilegar og ekki gætti þeirra verulega, þótt vaðið væri út í þær fyrr en nef eða augu fóru í kaf, þá kenndi kynlegs sviða, og vaC ráðlegast að hafa sig fljótt upp úr Vikurbarinn jaki, tveggja mánaða gamall, í farvegi jökulhlaupsins. (Ljósm. Guðm. Kjartansson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.