Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1952, Blaðsíða 16
300 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE A 9 7 5 2 V 10 6 ♦ K D G 6 2 * A 4 A D G 10 6 V D 5 3 2 ♦ 9 7 m G 8 5 A Á K 8 V Á K 8 4 ♦ 8 4 A K 10 6 3 Sagnir voru þannig: A S V pass 1 H pass pass 3 gr. pass pass V sló auðvitað út SD og S gaí hana til vonar og vara, en næsta spaða varð hann að drepa. S sér nú að hann verður að fá 3 slagi í tigli, ef hann á að vinna. Hann sló út T8, V drap með 9 og S gaf í borði af því að hann óttaðist að 4 tiglar mundu vera á aðra hönd hjá andstæðingum. S kom út og S drap heima og nú notaði hann hátigul til að ná út ásnum. Svo komst hann inn á hjarta eða lauf og notaði nú tigulinn. — Ef S hefði notað hátigul fyrst til þess að ná út ásnum mundi hann hafa tapað vegna þess að hann hafði ekki annað en LÁ til að komast inn í borði. N 2 T pass ★ ★ ★ ★ Seinasti víkingurinn. Guðmundur Filippusson í Húsey í Hróarstungu (f. 1742, d. 1824) mun hafa verið sá íslenzkra manna, sem lengst hélt hinni fornu venju að bera vopn á mannfundum og eins heima. Vopn hans var öxi fetabreið með sveig- myndaðri egg. Hann skildi hana aldrei við sig, hafði hana hjá rekkju sinni á nóttinni og oft í höndum sér á daginn. Þá er hann fór til kirkju, skildi hann Öxina eftir í fjárhúsi úti á túni í Kirkjubæ, á meðan hann hlýddi KOMAST ÞAU MEÐ? íslenzkir íþróttamenn og íþróttakonur æfa sig nú af kappi og mikilli eftirvæntingu að fá að fara til Ólympíuleikanna í Finnlandi og keppa þar fvrir íslands hönd. Þessi æfingaskorpa, sem nú stentíur yfir, sker úr því hverjir fá að fara. Hér sjást tvö, sem eru að æfa sig i sundi í Sundhöll Reykja- víkur, Þórdís Árnadóttir og Kristján Þórisson frá Revkholti. Því miður sýnir myndin ekki hverjum árangri þau hafa náð, en í svip þeirra má lesa einbeitni og kjark. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) messu. Venjulega var hann fátalað- ur á heimih og dagfarsgóður, en stundum komu að honum reiðiköst ef honum féll ekki eitthvað. Hann gekk þá um allan bæinn og hjó öxi sinni í veggi og stoðir. Einkum var það biti einn í baðstofunni, sem fékk að kenna á reiðiköstum Guðmundar, enda mátti sjá á bitanum marga hruflu eftir öxi hans. (Sögn Stefáns bónda í Gagnstöð). Snarræði. Steingrímur Ólafsson hafnsögumað- ur á Litlaseli við Reykjavík (f. 1787) var talinn dálítið ýkinn. Einu sinni reru þeir á áttæringi, en þótt bátur- inn væri stór, vildi þeim samt það óhapp til að þeir sigldu upp í hval. Til allrar hamingju var Steingrímur svo snarráður, að hann þreif ár og stjakaði út úr hvalnum svo að þeim hlektist ekki á. Ráð við blindu. Kerling nokkur hafði haft ágæta sjón fram á elliár, en nú var sjónin tekin að bila. Hugsaði kerling sér þá að spara sjónina. Hún lakkaði fyrir annað augað og ætlaði að geyma sér það heilt og óskaddað til þess er hún hefði slitið hinu. Þetta gekk nú vel fyrst framan af, en svo varð kerla steinblind á hversdagsauganu. Hún hugsaði sér nú til hreyfings að taka til spariaugans, því að hún bjóst við að það væri enn í bezta lagi. Var lakkið nú tekið frá auganu, en kerl- ing sá ekki vitund með því heldur og skildi ekkert í þessu. Pétur Guðjohnsen organisti var Eyfirðingur að ætt og uppruna. Kyntist hann Birni í Lundi á æskuárum og hafði Björn mætur á honum. Þegar Pétur var bújnn til hinnar fyrstu skólaferðar sinnar, vildi svo til að Björn hitti hann á Akureyri. Ekki er þess getið hvernig Pétur var tygjaður að ofan, en í reiðsokkum var hann til fótanna. Björn sagði að ekki tjóaði að vera í reiðsokkum svo langa leið og sagði að hann þyrfti skinnsokka. Að svo mæltu fór hann með Pétur inn í búð og gaf honum þar væn vatnsstígvél. (Sögn Halldórs Briems).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.