Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 16
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og sagði að hver einasti Bandaríkja- maður væri blóðþyrstur stríðsæsinga- maður og þræll auðvaldsins. Fyrir þetta var hann boðaður á fund Stalins í Kreml. Stalin þakkaði honum fyr- ir greinina og kvað hann mega kjósa sér laun fyrir hana. — Má ég kjósa hvað sem ég vil? spurði blaðamaðurinn. — Já, hvað sem þú vilt, sagði Stalin. — Þá ætla ég að biðja þig, félagi, að gefa mér vegabréf til Bandaríkj- anna. Bárðarhellir heitir undir fossinum í Brynjudalsá, rétt fyrir ofan þar sem brúin er á ánni. Þarna var einu sinni einhver óvættur. Sú er sögn um séra Hallgrím Péturs- son, að hann var eitt sinn á heimleið við þriðja mann sunnan yfir Brynju- dalsvoga. En vegna þess að flóð fór í hönd, tóku þeir það ráð að iiggja í Bárðarhelli þangað til fjaraði um nótt- ina og rynni úr ánni. Förunautum prests þótti illur fossniðurinn og ýr- urnar úr honum inn í hellinn. Annar fylgdarmaður prests lá fremstur og gat ekki sofið, því að honum sýndist ófreskja eða óvættur nokkur sækja að þeim og koma inn í hellisdyrnar. Bsð hann þá prest að hafa bólstaðarskifti við sig og lét hann það eftir. Varð prestur þá var hins sama og förunaut- ur hans. Er þá sagt að séra Hallgrím- ur hafi kveðið stefjadrápu þá, er svo byrjar: Sætt með sönghljóðum sigurvers bjóðum guði föður góðum, sem gaf lífið þjóðum. Við hvert stef hörfaði ófresk.ian und- an en þokaðist nær á milli. Að lokum hvarf hún með öllu. Hev truflar lóðalagnir Á höfuðdaginn 28. ágúst 1691, er var iaugardagur, kom á um kvöldið ákaflegt regn af suðri og gekk upp það- an 8 dægur samfleytt, svo aldrei varð upprof. Af því hlupu fram ár og lækir um suðurlandið með afbærum vatns- gangi. Gerði Ölfusá undramikinn hey- Þjciðkátíð Vestmannaeyja. Vestmanneyingar héldu hina árlegu þjóðhátíð sína í Ilerjúlfsdal um sein- ustu helgi. Er þá jafnan mikið um dýrðir í Eyum og flytjast menn bú- ferlum upp í dal og liggja þar í tjöld- um hátiðardagana. Að þessu sinni sóttu hátíðina um 2000 manns úr Reykjavík eða mörgum sinnum fleiri en nokkuru sinni fyrr. Viðbúnaður í Eyum var meiri en að vanda og sést sýniehorn af því á þessum myndum. Á stærri myndinni sést forláta bogabrú, sem gerð var tii skrauts yfir tjörnina í dalnum. Á hinni myndinni sést hliðið að hátíðarsvæðinu. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). skaða báðum megin, og Laxá í Kjós; voru rastir allmiklar af heyi því, er hún hafði keyrt í sjóinn, vestur um fiskileitir Seltirninga, þá róið var eftir hríðina, svo varla gátu þeir lagt lóðir sínar. (Vallaannáll). Mýbit. Gegn mýbiti er gott að hafa flugna- net. Er það grisjupoki, sem steypt er yfir höfuðið. Bezt er að vírgrind sé í honum, svo flugurnar nái ekki að bíta þótt þær setjist á netið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.