Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Blaðsíða 4
’ 504 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS beitt sér fyrir heimilisiðnaði, eins og nafn þess bendir til, þá hefur það þó áreiðanlega orðið til þess að auka áhuga manna fyrir iðnaði yfirleitt. En það er þó fyrst þegar rafmagnið kemur að iðnaðinum voru sköpuð skilyrði til þess að þróast. ★ Þetta er að nokkru leyti forsaga þeirrar iðnsýningar, sem nú hefur r staðið hér í Reykjavík um rúm- ’ lega mánaðar skeið. Og fyrír þá, ’ sem muna iðnsýninguna 1911, er það mjög fróðlegt að bera hana saman við þessa. Munurinn er svo geisimikill á öllum sviðum. Síðan 1911 hefur íbúatalan í Reykjavík sexfaldazt. Iðnaðurinn hefur gert betur. Og þegar maður lítur á hinn ágæta húsakost og vélakost, sem iðnaðurinn hefur nú til umráða, þá fá orð naumast lýst þeim mun, sem á er orðinn síðan 1911. Hér hefur orðið bylting og hún kemur fram á öllum sviðum iðnaðarins. Nú eru hér í landi 52 löggiltar ■ iðngreinar. Skyldunáms og sveins- prófs er krafizt af öllum, sem handíðar stunda. Hér eru 17 iðn- skólar með 1540 nemendum. Þeir taka nú við þriðja hverjum pilti á landinu (500 á ári). Hér eru 24 iðn- sveinafélög með 2000 meðlima. í Félagi íslenzkra iðnrekenda eru 140 verksmiðjur (þar af 104 í Reykjavík og Hafnarfirði). Hér eru nú 4955 faglærðir iðnaðarmenn (þar af 1692 í Reykjavík). Og nú lifir rúmur þriðjungur þjóðarinnar á iðnaði. Iðnsýningin 1911 mátti helzt kall ’ -ast listiðnaðarsýning. Á sýning- unni 1952 var einnig listiðnaður, en hún bar mestan svip af verk- smiðjuiðnaði, aðallega rafmagns- iðnaði og þungaiðnaði, sem hvor- ugt þekktist 1911. Það var sannar- lega vel til fallið að hafa hinn jötuneflda járnsmið Ásmundar Sveinssonar sem táknrænt merki sýningarinnar. En fáninn með hin- um flatta þorski hefði gjarna mátt vera þar einnig sem táknrænt merki um hinar stórkostlegu fram- farir, sem orðið hafa í fiskiðnaði hér á landi. A Þessi iðnsýning sýndi hvar ís- lenzkur iðnaður stendur í dag, og er það almannarómur, að svo vel hafi henni verið fyrir komið, að betra yfirlit geti ekki fengizt. Þó vantaði þar eitt mjög tilfinn- anlega. Þar hefði átt að vera sér- stök deild er sýndi það hugvit, er íslenzkir menn hafa lagt til fram- þróunar iðnaðarins. Það hefði orð- ið skemmtileg sýning. Þar hefði mátt koma fram allt, sem íslend- ingar hafa fundið upp sjálfir, enda þótt margt af því sé svo gamalt að það hafi nú þegar fullnægt hlut- verki sínu og sé niður lagt. Hagleikur og verkhyggni eru ágætir mannkostir, en hugvitið er þó enn betra. Og í framtíðinni eiga það að vera hugvitsmennirnir, sem leggja drýgstan skerf til iðnaðarins hér í landi. Þeir eiga að finna upp nýtt og nýtt, sem oss hentar. Þeir eiga að umbæta hið gamla. Vinna hugvitsmannanna hefur orðið iðn- aðinum í öðrum löndum mest lyfti- stöng, og hlýtur að verða það hér líka. Og það er áreiðanlega nóg til af hugvitsmönnum hér. En það þarf að ýta undir* þá.-Afrek þeirra eiga að fá viðurkenningu og vera rétt metin. Þeir, sem vinna mp^ höfðinu, eru iðnaðinum ekki síðit nauðsynlegir en hinir, sem meb höndunum vinna. Þetta þurfa allfr að skilja. Og þá er von um sanm- kallaðar framfarir í íslenzkum iðnaði.. ★ Um þessar mundir heldur stór- iðjan innreið sína í landið, með áburðarverksmiðjunni og sementá- verksmiðjunni. Áburðarverksmiðj- unni er ætlað að framleiða 6000 til 7400 tonn af köfnunarefni, og síðar kemur svo fosfatverksmiðja, er framleiðir um 10.000 tonn af blönd- uðum áburði. (Innflutningur var í fyrra 2483 tonn köfnunarefni, 1043 tonn fosfat og 967 tonn kali). — Sementsverksmiðjunni er ætlað að framleiða 80.000 tonn af sementi. (Innflutningur 1950 var 36.956 tonn). Báðar þessar stóru verksmiðjur vinna aðallega úr innlendum efn- um, áburðarverksmiðjan úr lofti og vatni, sementsverksmiðjan úr skeljasandi í Faxaflóa, fjörusandi á Akranesi og biksteini úr Þyrli. Með þessu hefst nýtt tímabil í sögu íslenzks iðnaðar um leið og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.