Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1953, Qupperneq 9
LESBÓK M0RGUNBLAÐ3INS f 53 Frá Grænlandi, teikning eftir Hans Egede. — T. v. gamalt sambýlishús fyrir 6 fjölskyldur. T. h. er sýnd herbergjaskipan þar. Þetta mæltist misjaínlega fyrir. Madama Dórótea, sem var mikil- hæf og stórlát kona af biskups ætt, fékk af skiljanlegum ástæð- um megnustu andúð á nýa að- stoðarprestinum og fór ekki leynt með. Hún hélt uppi mikilli risnu. Einkum voru það embættismenn og annað stórmenni, sem til henn- ar komu og var þá cinatt látið skína i það, að Hans Egede og kona hans væru ósköp i'átæk og eiginlega ekki samkvæmishæf. Sóknarprestur i Lödingen, herra Jakob Parelius, var nánasti yfir- maður aðstoðarprestsins í Vaagan. Samkvæmt gamalli venju messaði sóknarprestur sjálfur í Vaagan á vertíðinni (febrúar til júlí), þegar mest var að gera og var goldin tíund af aflanum. Aðstoðarprestur- inn gekk þvi auðum höndum hálft árið og bjó við sultar kjör. Nú bar svo við að setja átti Hans Egede í embætti 3. sunnudag í föstu, 1708. Sóknarprestur var hinn ljúfmannlegasti og kvað það sjalf- sagt vera að guðsþjónustan félli í hlut aðstoðarprests. En eftir að hafa komið við hjá madömu Dóróteu var herra Jakob þó alls ekki á því. Þegar byrja atti mess- an fór hann fyrir altarið og hvísl- aði því um leið að Egede, að hann skyldi láta sér nægja að stíga í stólinn. Egede brá sér á eftir sókn- arpresti inn fyrir altarishringinn. Eftir stutta en snarpa orðasennu í helgidóminum, lét herra Jakob sér segjast og vék fyrir ofríkinu. En þegar Egede sté í stólinn var hon- um svo gramt í geði að hann gleymdi að lesa guðspjallstekst- ann og flutti þrumandi ræðu fyrir troðfullri kirkju. Sjómennirnir létu sér það vel lika, Sóknarprest- ur og prófastur voru á öðru máli. Hans Egede Var stefnt fyrir pró- fastsrétt, fékk aminningu og var gert að greiða bætur. Til svipaðra átaka kcnr aítur milli hans og sóknarprests, nokkr- um árum siðar. Bvggð hafði verið ný kirkja fyrir safnaðar fé. Hans Egede og helztu forráðamenn safn- aðarins töldu sig geta ráðið því hver prédikaði í hinni nýju kirkju og gerðu sér lítið fyrir og afskrif- uðu sólmarprestinn og tilkynntu honum það skriflega, Herra Jakob kom þo að vanda í vertiðar byrjun. Egede let ekki hlut sinn fyrr en í fulla hnefana og la nu við að til stympir-gum k*mi mj]ii prestaima fyrir altari. Hans Egede var aftur stefnt fyrir prófastsrétt og fór rétt- arhald fram a heimili madömu Dóróteu, og var henni skemmt. Norskur sagnfræðingur, sem hefur kynnt sér málskjölin, segir að vörn Hans Egede fyrir retti, sé mjög með öðrum hætti í siðara skipti en hið fyrra. Ljóst sé að óvenjulega slyngur og harðvítugur barattumaður haldi á penna. Hann eigi í fyrra skiptið erfitt með að stiila skap sitt cg bregði fynr sig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.