Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 Eftirlíking af einu skipa Perry, smíðað í tilefni af aldarafmæl- inu. Japan gat ekki reist rönd við neinu eriendu herveldi, er ráðast kynni á landið. 0 0® Svo lagði Perry á stað. Hann hafði tvö herskip, knúin gufuvél- um, og þrjú seglskip. Annað her- skipið hét „Susquehanna“ og var 257 fet á lengd og hafði sex 8 þumlunga fallbyssur innanborðs. Hitt skipið hét „Mississippi" og var það nokkru minna. Á þessu skipi var Perry sjálíur og hann sigldi þvi einskipa austur yíir Atlantshaf, fyrir Góðrarvonarhöfða, yfir Ind- landshaf og austur fyrir Kína að Okinawa. Þar komu hin skipin á móts við hann. Japanskur njósnari, sem var á Okinawa, gat komið boð- um á undan honum til Japans og skýrt frá því að hann væri á leið- inni þangað og hvert erindið væri. Þegar hin kolsvörtu skip hans sáust svo út af Uraga í Japan, sló felmtri miklum á almenmng, og þúsundir manna flýðu frá Vedo (Tokyo) til fjalla. Menn óttuðust að bandarísku skipin mundu skjóta með hinum stóru fallbyssum sín- um á borgina og leggja hana í auðn. En htil varðskip Japana komu í stórhópum út á móti flotadeildinni og umkringdu skipin. Lagði Perry blátt bann við því að nokkrum manni af þeim væri leyft að koma um borð, nema því aðeins að hann væri háttsettur embættismaður. — Japanar höfðu aldrei séð gufuskip fyr og þótti þeim það hin furðu- legasta sjón að sjá þessi reykspú- andi ferlíki bruna áfram, án þess að á þeim væri nokkrar árar eða segl. Og ekki brá þeim minna, er eimpípa skips var þeytt. Þá urðu svo hræddir þeir sem voru í næstu bátunum, að þeir stukku fy.rir borð og björguðu sér til lands á sundi. Skipin köstuðu akkerum undan Kurihama-strönd og alla fyrstu nóttina sáu þeir á skipunum vita brenna á öllum fjöllum þar í grennd. Það var til merkis um að nokkur viðbúnaður mundi vera til að taka á móti þeim, ef þeir færi fram með ófriði. Daginn eftir kom fylkisstjóri um borð, ásamt fylgdar liði sínu. Meðal annars, sem þeir fengu að sjá þar, var jarðlíkan. Og þá komust þeir Perry að raun um að Japanar voru ekki jafn fáfróðir um önnur lönd og ætla mátti. Þeir bentu á Washington og sögðu að það væri höfuðborgin í Bandaríkj- unum. Þeir bentu á New York og vissu að hún var mesta verslunar- borg þar í landi. Og þeir bentu á ýmis lönd í Norðurálfu, svo sem England og Frakkland og vissu nokkur skil á þeim. Perry skýrði nú þessum embætt- ismanni frá því, að hann væri með bréi til keisarans frá forseta Banda ríkjanna, en hann mundi ekki ai- henda það neinum nema fulltrúa keisarans. Embættismaðurinn vildi að hann íæri til Nagasaki, en því neitaði Perry harðlega. — Hann ákvað stað í grennd við Tokyo og kvaðst mundu afhenda bréfið þar. Eftir vikuþjark var það svo ákveð- ið að hann mætti aíhenda bréfið á Kurihama-strönd, skammt þaðan, er skipin lágu. © B ® Ekki vildi Perry eiga ncitt undir Japönum. Hann raðaði skipum sín- Japönsk yngismær á „hátíð svörtu skipanna“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.