Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1953, Blaðsíða 4
690 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að henni verði allt að góðu upp þaðan, lifi sem lengst og lukkist sem bezt, guði til dýrðar og kristn- inni til uppbyggingar, sjálfri sér til heiðurs og mest og bezt til eilífrar sælu og sáluhjálpar, fyrir drottinn vorn Jesum Kristum. Amen. 1658, þann 3. sept. Þorvarður Magnússon af hreinu hjarta og með eigin hendi skrifað. Það er mín auðmjúk um- beiðni, að Margrét Þórðardóttir vilji mér og öllum mínum vinum og vandamönnum svo vel, sem ég og mínir skulum henni vilja hver um sig, séum með hreinum hug og hjarta innbyrðis, svo mun allt það vonda frá líða fyrir þess guðs tilhlutan, sem hjörtun rannsak- ar“. Bréf þetta virðist sýna enn glögglegar en hið fyrra, að prest- ur hefir liðið sálarkvalir út af af- töku þriggja sóknarbarna sinna og vill fyrir hvern mun kveða galdra- ofsóknirnar niður. Má vera að af- skifti hans af máli Margrétar hafi slæft ofsann og hræðsluna í fðlk- inu og sé þar að leita ástæðunnar til þess að Þorleifur Kortsson lét málið dragast á langinn. — ★ — Það var ekki fyr en þremur ár- um eftir að Margrétu var lýst á Alþingi, að farið er að hrófla við máli hennar að nýu. Á þingi, sem haldið var að Kirkjubóli í Stein- grímsfirði 1659 ályktuðu dóms- menn að hún skyldi leysa sig með tylftareiði undan því, er fjórir menn höfðu borið á hana í Árnesi 26. apríl 1656 um galdur. Málið kom svo fyrir Alþing 1660 og hafði Margrét þá enn eigi unnið eiðinn. Út af þessu skipaði Magnús lög- maður Björnsson dóm og varð dómsniðurstaðan þessi: „„Eftir því að Margrét Þórðardóttir hefir ekki þann lagaeið unnið, er henni var tildæmdur, þá látum vér þá dóma standa, sem undan eru gengnir, með því skilyrði, að eiðvættin sem henni eru löglega nefnd, sverji hana annað hvort til falls eða frels- is, og hafi eiðinn unnið innan tíu vikna særra daga að heyrðum dóminum“. Á því leikur varla nokkur vafi, að menn hafa vitað fvrir löngu hvar Margrét var niður komin. Segir sagan að síra Tómas hafi tek- ið að sér að verja mál hennar, en það verður varla skilið á annan hátt en þann, að hann hafi getað komið í veg fyrir að hún væri grip- in á sínu heimili og flutt í Stranda- sýslu fyrir dóm Þorleifs Kortsson- ar. En þegar hér var komið hafði síra Tómas misst konu sína og hafði honum orðið það á að eiga barn með Margrétu Þórðardóttur. Og á prestastefnu þetta sama sum- ar (1660) var hann að ósk Brvni- ólfs biskups Sveinssonar sviftur kiól og kalli fyrir þessa barneign. En á þessu má sjá, að það hefir ekki leikið neinn vafi á því hvar Margrét var niður komin. Biskup veitti nú Snæfiallaþing presti þeim, er Hannes hét Bene- diktsson, norðlenzkum manni. Er talið að það hafi verið með fyrstu embættisverkum hans þar vestra að gefa þau saman í hiónaband Margrétu og Tómas, þótt óleyfilegt væri, en það hefði hann gert fyr- ir fortölur M^rgrétar, sem var greind og kunni vel að koma fyrir sig orði, eins og áður er sagt. Enn kemur mál Margrétar fyrir Alþingi sumarið 1661. Hafði hún þá ekki enn unnið eiðinn, en svo hafði skipast, að sex af eiðakonum hennar höfðu svarið á hana að þær teldi hana sanna að sökum, en fimm höfðu ekki viljað sverja. En við þetta þótti málið hafa vand- ast mjög. Skipaði nú Árni lögmað- ur Oddsson 12 manna dóm sýslu- manna. Var það álit dómsmanna, að „ekki hafi verið í héraði að öllu leyti (vegna forfalla) fullnusta gerð lögmannsins og lögréttunnar ályktun, er hér á Alþingi fram fór í fyrra sumar, sérdeilis í þeirri grein, að fimm hennar nefndar- vitni hafa ekki tildæmdum eiði fr^im komið, hvers vegna oss skilst, sýslumenn í Strandasýslu muni hljóta nefndri alþingisályktun enn frekari fullnustu að gera í héraði, eftir sem forf&llalaust verður við komið“. Þetta virtist lögmanni og lög- réttumönnum rétt, „að sýslumenn skuli framfylgja sínum dómum, og leggja fram hvað þeir vita sannast og réttast í málinu, hvort það er Margrétu til falls eða frelsis. Vor landslagabók talar um tylftareið, að þar eigi að vera 4 fangavottar, og ef það forsómast, ber að leið- réttast, hvar fyrir henni vísast heim aftur í sýslumannanna vakt, svo lengi sem málið er ei til lykta leitt og eiðarnir ei fram komnir“. Af orðalagi dóms þessa virðist mega ráða, að Margrét hafi verið á þingi og falin umsjá sýslumanna þangað til hún kæmi fram eiðn- um. En það varð þó ekki á því ári, og enn kemur mál hennar til Alþingis 1662, eða rúmum sex ár- um eftir að hún er fyrst borm göldrum á Árnessþingi. Hafði nú sú breyting orðið á, að Þorleifur Kortsson var orðin lögmaður, en Magnús Jónsson hafði fengíð hálfa Strandasýslu. Alþingismönnum er nú farið að leiðast þóf þetta, eins og sjá má á eftirfarandi dómi: „Þriðjudaginn 3. júlí kom enn til tals um Margrétu Þórðardóttur. Hafa dómar um gengið, hverja lögréttan lætur standa. En nú hafa 4 fangavottar svarið hana heldur saklausa en sakaða. Og einn af nefndarvottum hafði lofað með henni að sanna, en sex hafa máti henni svarið. Bjóðist henni enn nú fangavottar svo margir af erleg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.