Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 767 Altarið og krosmarkið í kirkjunni, eins og hún er nú, og hinn mikli hvíti flötur gaflsins. Þegar myndin var tekin, hafði kornbindunum verið raðað báðum megin við altarið til að reyna að taka kuldasvipinn af gaflinum. Sigurður Jónasson sáu um það að kirkjan gengi ekki ur sér. Pekk Sigurður t. d. Þóri Baldvinsson húsameistara til að sjá um endur- bætur á kirkjunni. Sumarið 1941 gaf Sigurður Jónasson landinu Bessastaði, til þess að þar yrði bústaður ríkis- stjórans. Höfðu Bessastaðir þá ver- ið í einkaeign um 74 ára skeið. Eft- ir stofnun lýðveldisins 1944 var ákveðið að þarna skyldi vera bú- staður forseta íslands. FORSETAKIRKJA Um þessar mundir var kirkjan mjög svipuð því, er Gröndal hefir lýst henni. En þá brutu einhverjir upp á því, að hún væri ekki nógu vegleg sem forsetakirkja, og hæfði eigi höfuðbóli ríkisins. Var þá rok- ið til 1946 að breyta kirkjunni að innan og láta fara fram höfuðvið- gerð á henni að öðru leyti. Það er eflaust bezt að fara sem fæstum orðum um það hvernig þetta umrót fór fram, hve frá- murtalegt hirðuleysi var sýnt um gripi kirkjunnar þegar allt var rifið innan úr henni, og hvílíkt fum og vandræðafálm var um það, hvernig kirkjan skyldi líta út eftir þessa byltingu. Kirkjan sjálf ber vitni um, að ekki var breytt til batnaðar. Hún er nú líkari fundar- sal en kirkju, enda er loft í henni allri á þverbitum. „Kirkjan var afklædd sínum æruverða búningi, svift sínum og staðarins söguminj • um, en færð aftur í sögulausan tízkubúning árabilsins 1940—50“, segir þjóðminjavörður. Tíglótta múrgólfið, sem náði frá dyrum milli bekkja inn að kór, var rifið upp, en steinarnir þó notaðir í gólf í anddyri kirkjunnar. Síðan var lagt „parket“-gólf í alla kirkj- una, líkt og er í danssölum. Milli- gerð kórs og kirkju var rifin nið- ur og eyðilögð, altari og prédikun- arstóli var fleygt. Legsteinn Páls Stígssonar var rifinn úr veggnum, en legsteinn Magnúsar Gíslasonár settur þar í staðinn. Annar leg- sem var undir kirkjugólfi, var einnig rifinn upp og fleygt út fyrir. Ljósahjálmurinn fór sömu leið, og eins myndir, sem voru á veggjum. Þar fóru og bekkirnir, en engin eftirsjá var í þeim. A eítir þessu fór altaristaflan. Og nú var farið að útbúa kirkj- una að nýu, þegar hún var orð- in einn geimur. — Bekkir voru smíðaðir úr völdum viði, 11 að norðan, 13 að sunnan og einn í kór að sunnan. Nýr prédikunar- stóll var smíðaður úr sama efni, on gerði Ríkarður Jónsson mynd- skreytingar á hann. Svo var smíð- að skrúðhús, heljar mikill kassi, sem átti að vera áfastur við prédik- unarstólinn og standa í kórnum þar á milli og altaris og skyldi prestur ganga þar í gegn. En þeg- ar þetta var komið upp, sáu allir að þarna gat kassinn alls ekki ver- ið. Var hann þá rifinn burtu -og fluttur út í suðvesturhorn kirkj- unnar. Verður nú prestur að ganga endlanga kirkjuna fram og aftur þegar hann skiftir um skrúða, og halda ókunnugir fyrst að hann ætli sér að ganga út og skilja við söfn- uðinn í miðju kafi. Altari var einnig smíðað, eri þeg- ar til kom þótti það of stórt og var því sett út við dyr kirkjunn- ar og stendur þar nú eins og það væri glasaborð í veizlusal. Fyrirmyndar orgel var fengið til kirkjunnar og því valinn staður í norðvesturhorni kirkjunnar, þann- ig að það snýr baki við norður- vegg, en söngfólkinu er ætlað að standa þar í vinkilbeygðri röð. Engar grátur eru í kirkjunni, en knéfall umhverfis altarið, sem sýn- ist eins og dálítill kassi. í staðinn fyrir altaristöflu er Kristslíkneski, útskorið af Ríkarði Jónssyni og nýtur það sín alls ekki við hinn mikla gafl, þar sem ekkert er til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.