Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 búa 13.5 milljónir manna, en þar er strjálbýlið mest og aðeins tvær manneskjur að meðaltali á hverj- um ferkílómetra. MISJAFNT VIÐURVÆRI En það er ekki höfðatalan ein, sem ræður afköstum hvers lands, og þeim skerf sem þjóðin leggur fram í heimsbihð. í rauninni má skifta heimsbúum í tvo flokka: Þann, sem hefur nægju sína og þann sem sveltur. Eða atgerfiþióð- ir og eftirleguþjóðir. Eitt aðal hlut- verk hinna sameinuðu þjóða er að bæta lífskjör hinna lágstæðu þjóða, kenna þeim aðferðir til að nota land sitt betur og framleiða meira, útrýma landlægum sjúkdómum og heilsuspillandi lifnaðarháttum. — Fyrsta skilyrðið til þess að maður- inn geti afkastað sæmilegu dags- verki er að hann hafi fullt líkams- þrek, en því er ekki að heilsa nema sumstaðar. Þessar þjóðir eru bezt aldar í heiminum: Canada og Bandaríkin fá 3250 hitaeiningar á dag, Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð 3100 hitaeiningar, ísland, ír- land, Ástralía og Sviss ofurlítið minna, en þó yfir 3000 hitaeining- ar á mann á dag, og sama er að segja um Bretland, þrátt fyrir stranga skömmtun undanfarin ár. Canada og Bandaríkin nota meira af niðursoðnum mat en aðrar þjóð- ir og dregur það nokkuð úr nær- ingargildinu, svo að skammtur þessara landa verður ekki stærri en Norðurlandaþjóðanna. Og Bandaríkjamenn ganga ekki eins vel að mat sínum og aðrar þjóðir. í Hollandi og Argentínu fær fólk einnig um 3000 hitaeiningar, en í Belgíu, Vestur-Þýzkalandi, Luxem- burg og Uruguay 2800, og í Frakk- landi, Austurríki og ísrael 2600, og í Ítalíu, Hellas og Tyrklandi 2400. Hitaeiningatalan fer lækkandi eftir því sem atvinnuleysingjar þjóðarinnar eru fleiri, eins og sjá má af síðustu löndunum þremur. En þó er langt stökk frá þeim til landanna austur í Asíu, svo sem Burma og Indlands, þar sem fólk fær ekki nema 17—18 hundruð hita- einingar — og hafði þó miklu minna áður. LÆKNAR OC, HFILSUFAR Það er fróðlegt að s’á hve bjóð- irnar eru misiafnlega langt á veg komnar í heilbrigðismálunum. Etíópar eru alls ekki menningar- snauð þjóð, en eru þó ekki betur staddir hvað lækna snertir en svo, að þar er aðeins einn læknir fyrir hverja 155 þúsund íbúa. Það svarar til þess að ekki væri nema einn læknir á öllu íslandi. En nú hefur Haili Selassie fengið Svía til að koma skipun á heilbrigðismálin og það er verið að kenna f jölda af ung- um Etíópum læknisfræði og verða þeir að ljúka eins fullkomnu prófi og Evrópumenn til að fá að stunda lækningar. í Brezka Kamerun koma 66 þúsund íbúar á hvern lækni. í frönsku Vestur-Afríku 28.000 og Haiti 11 þúsund. í Banda- ríkjunum er einn læknir fyrir hverja 750 íbúa, en þó stendur eitt Evrópuland framar, með lækni á hverja 700 íþúa. Það er Sviss, sem er mesta læknaland heimsins. Á íslandi er læknir fyrir hverja 900 íbúa, enda er landið strjálbýlt. í Danmörku og Noregi einn læknir á hvert þúsund íbúa, en hinsvegar aðeins einn fyrir hver 1200 í Sví- þjóð og einn á 2000 í Finnlandi. í Englandi og Frakklandi einn lækn- ir fyrir hver 1100 og álíka í Japan. PAPPÍRSNOTKUN Það er vitanlega ekki óbrigðull mælikvarði á menningu þjóðar hve mikið hún notar af blaðapappír, en talsvert má þó ráða af því. Síðasta árið fyrir stríð eyddu Bretar mestu af blaðapappír, eða 26 kílóum á mann, en næst komu Bandaríkin með 25 og Ástralía með 24, en Canada með 15, Danmörk 14, Sví- þjóð 13 og Noregur með 7.5 kíló. Þetta hefur breyzt. Nú eyða Banda- ríkin 35 kílóum af pappír á mann árlega, enda er pappírseyðslan þar gegndarlaus, eins og sjá má af sunnudagsblöðunum, sem oft eru á 2. hundrað blaðsíður, þó að meiri- hlutinn af því lesmáli sé ekki les- inn nema af fáum. Aðrar þjóðir hafa orðið að skammta pappír eft- ir stríð, en Bandaríkjamenn hafa bruðlað með hann engum til gagns, því að vel gætu sunnudagsblöðin selt hinar einstöku „sections“ sín- ar sérstaklega, og þá fengi hver það sem hann vill, en ekki meira. Bretar hafa orðið að skammta blaðapappírinn og evða nú ekki nema 12 kílóum á mann, en Canada 23, Ástralía 22, Svíþjóð 19 og New Zeeland 17. Danmörk er nr. 7 í röð- inni með 11, Noregur 8,3, ísland 5.8 og Finnland 7.2. ÚTVARPIÐ Samkvæmt skýrslum UNO um útvarpsnotkun hefur Svíþjóð 2.2. milljón útvarpsnotendur, Danmörk 1,3. millj. Noregur 824 þúsund, Finnland 787 þús. og ísland 35 þús. Bandaríkin eru mesta út- varpsþjóðin, með 105 milljón tæki, Bretland hefur 12,8 og Japan 9,3 milljónir. Hinsvegar eru ekki nema 7.3 milljón skráðir útvarpsnotend- ur í Frakklandi. Polytistar. Stórkaupmaðurinn kom heim frá vinnu sinni og kallaði i vinnukonuna: — María, kærastinn yðar bíður þarna fyrir utan. — Hvernig dettur húsbóndanum í hug að segja að það sé kærastinn minn? — Hann er með eitt hálsknýtið mitt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.