Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1954, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS HENGILLINN blasir við Reykvíkingum í austri og: er eitt tígulegasta fjallið í hinum fagra fjallahring. Hann er talinn 800 m hár og þar sem hann er hæstur heitir Skeggi, norðan á fjallinu. Af Skeggja er mikil útsýn og víð. Sunnan við Hengilinn eru þrír dalir, einu nafni nefndir Hengladalir, en heita Innstidalur, Miðdalur og Fremstidalur. Innstidalur er inniluktur af Henglinum að norðan og vestan, en sunnan hans er Skarðsmýrarfjall. í dalnum er einn af mestu gufu- hverum hér á landi, og þeytir gufunni um 300 metra í loft upp þegar gott er veður. Austan í Henglinum eru einnig aðrir hverir og hafa margir séð reykina úr þeim frá Þingvöllum. Oft munu vera mikil umbrot gufu í Henglinum, þvi að flestir þeir jarðskjálftakippir, sem vart verður við í Reykjavík, eiga upptök sín þar, að því talið er. Hengillinn mun vera það fjallið, er flestir Reykvíkingar hafa kynnzt af eigin raun, því að oft er þar ágætt skíðafæri þótt snjólítið sé annars staðar. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) r «12 gjörbreyta skattafyrirkomulaginu, fella niður beina skatta og leggja alla byrð- ina á orkulindir landsins, rafmagn, kol og olíu. f íljótu bragði virðist það miklu auðveldara, því að ekki þarf annað en reikna út hve ríkið þarf mikl- ar tekjur og jafna því svo niður' á þessar orkulindir. Þetta er alfrönsk hugmynd. Hún miðar að því að vernda almenning fyrir skattheimtu og velta allri skattabyrðinni yfir á nokkur stór íyrirtæki. En þetta er ekki jafn einfalt og slungið eins og í fljótu bragðj kann að virðast, því að allra bragða mun neytt til að losna líka við þennan skatt. Verk- smiðjur, sem hafa brennt kolum, mundu undir eins hætta við það og fara að brenna timbri. Og menn mundu freista alls til þess að losna við þá aflgjafa, sem skattlagðir væri. Þeir mundu leita uppi aðra aflgjafa, svo sem vindinn og jafnvel sjávarföll. Og þeir mundu hafa einhver ráð að finna nýtt eldsneyti á bílana sína, til þess að þurfa ekki að greiða stjórninni toll af benzíni. Nei, það er enginn efi á því að skatta- stríðið heldur áfram í Frakklandi meðan franska þjóðin er uppi. « (Rene Sedillot í „,New York Times Magazine") KONU BJARGAÐ AF KILI Vorið 1783 voru mörg veiðiskip við Drangey. Jón á Sauðá er þar nefndur formaður og annar Sigmundur frá Deildardal. Honum barst á úti á niður- stöðum og hvolfdi skipinu. Hann var við fjórða mann og var þar Una dóttir hans, gjafvaxta mær. Drukknaði Sig- mundur og karlmennirnir tveir, en Una komst á kjöl. Jón á Sauðá sá skipreik- ann og hét á menn sína að bjarga. Jón hét einn háseta hans Einarsson frá Ási í Hegranesi, karlmenni mikið. Spurði Jón á Sauðá nafna sinn hvort hann vildi heldur stýra að hvolfda bátnum svo ei sakaði, eða freista að ná Unu. Kaus Jón í Ási það síðara. „Vertu þá óloppinn", sagði Jón formaður. Tókst þeim nöfn- um þetta liðlega. Um leið og skipið sigldi hjá Unu, greip Jón í Ási til henn- ar með annarri hendi, og dró hana upp í bátinn, en svo fast helt hún sér, að neglur hennar rifnuðu allar upp. (G. Konr.) Nafn hins hæsta. Þegar Guðmundur biskup góði var 19 ára, ætlaði Ingimundur prestur fóstri hans að fara með hann til Nor- egs. Tóku þeir sér far á Gásum, en skipið hraktist vestur á Strandir og fórst þar. Og er skipið var komið mjög svo allt að boðunum, þá ræðir Hávarður stýrimaður um við Ingimund prest, ef hann kynni nafn guðs hins hæsta. Hann svarar: „Kann ég nokk- ur nöfn guðs, og trúi ég því er segir Páll postuli, að eigi sé annað helg- ara en Jesús; en hitt veit ég eigi hvert þú kallar hæst“. Hann svarar: „Eigi kalla ég slíkt presta, er eigi kunna nafn guðs.“ Þá kallar hann á Hallstein stýrimann og spyr: „Kanntu nafn hið hæsta?“ Hann svarar: „Veit guð, að ég ætla mig nú eigi muna þegar, og er það þó illa; og mun kunna Þórður kráka“. „.Þórður kráka, kanntu nafnið?" Hann svarar: „Því er verr félagi, að mér er úr minni liðið, en ég veit þann er kunna mun; Þorbjörn humla mun kunna.“ „Já, já, vel, vel! Þorbjörn humla, seg nafnið ef þú kannt.“ Hann svarar: „Ég vildi gjarna kunna, en ég ætla að ég muni aldrei heyrt hafa það nafn; en vísa mun ég til þess manns, er ég ætla að kunna muni, Einar nefja“. Þá var rætt við hann, og nefnir hann nafnið. (Sturlunga I.) Til þess eru vítin að varast þau. En sjálfs þín reynsla er ekki nóg, þú verð- ur einnig að læra af reynslu annarra. — 2á — Þú skalt ekki leggja hatur á þá menn, sem vita meira en þú. Þeir geta ekki að því gert.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.